SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 16

SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Side 16
16 30. maí 2010 Þ að getur verið erfitt að gera upp hug sinn hvað skal kjósa þegar líður að kosningum. Margir eru óákveðnir og sumir taka jafnvel ekki ákvörðun um hvaða listi fær hið eft- irsótta ex krotað við nafnið sitt fyrr en inn í kjörklef- ann sjálfan er komið. Stjórnmálaflokkarnir reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á meðal við valkvíða kjósenda og taka á móti gestum og gangandi í kosn- ingamiðstöðvum um alla borgina. Tilgangurinn er að sjálfsögðu að sannfæra fólk um ágæti eigin flokks og frambjóðenda. Ýmislegt er reynt til að selja kjósendum fram- boðin, rjúkandi kaffibollar og bakkelsi, auglýs- ingapésar og barmmerki. Síðan setjast frambjóð- endur niður með gestinum og skeggræða kosningamálin fram og til baka þar til honum hefur verið snúið til rétts málstaðar. Sagan segir að bakherbergin séu reykfyllt, en ann- ar veruleiki blasti við Kristni Ingvarssyni, ljósmynd- ara Morgunblaðsins, þegar hann fór á milli kosn- ingaskrifstofa undir lok vikunnar. Flestir eru snarhættir að reykja, en þeir sem enn eru þrælar fíkninnar reykja undir berum himni og brugga væntanlega ráðin þar – kannski við hæfi að þessa dagana liggi yfir borginni öskumökkur frá Eyjafjallajökli. Samfylkingin hefur undanfarið gengið í hús og gefið fólki rauðar rósir. Þessir flokksmenn voru á leiðinni í slíkar erinda- gjörðir í kosningamiðstöðinni í gamla Strætóhúsinu sem stendur við Lækjartorg. Frambjóðendur Vinstri grænna í kosningamiðstöðinni að Suðurgötu 10. Frá vinstri, Davíð Stefánsson, Líf Magneudóttir, Her- mann Valsson, Þorleifur Gunnarsson, Sóley Tómasdóttir og Elín Sigurðardóttir. Það er ekkert lát á gríninu hjá þeim Óttari Proppé, Heiðu Kristínu Helga inum sem er gegnt kosningamiðstöð flokksins í Aðalstræti. Boða kjósendum kosningaerindið Borgarstjórnarkosningarnar fara fram á laugardag og í kosn- ingamiðstöðvum út um alla borg hafa frambjóðendur verið önnum kafnir við að kynna áherslur sínar fyrir kjósendum. Texti: Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Bak við tjöldin Málin rædd á kosningaskrifstofu Frjálslynda flokksins í Ármúla. Frá vins sem skipar 2. sætið, Gunnar Skúli Ármannsson í 7. sæti og oddviti lista Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins, einbeittur á skrifstofunni Óskarsdóttir. Fyrir aftan stendur Aðalsteinn Haukur Sverrisson og fylgis

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.