SunnudagsMogginn - 30.05.2010, Page 8
8 30. maí 2010
Fjölmenni var á lokahátíð átaksins Hjólað í
vinnuna í Húsdýragarðinum þar sem mynd-
in var tekin, en þar voru fulltrúum þeirra fyr-
irtækja sem voru hlutskörpust í Reykjavík
afhentar viðurkenningar .
Í keppni stærstu fyrirtækja landsins, þar
sem starfsmenn eru 800 eða fleiri, hafði Ar-
ion banki best en Rio Tinto Alcan í flokki
fyrirtækja með 400-799 starfsmenn. Önnur
fyrirtæki sem voru hlutskörpust hvert í sín-
um flokki voru verkfræðistofan Mannvit,
Síðuskóli á Akureyri, Salidris ehf., Tann-
læknastofurnar Þórunnarstræti 114 á Ak-
ureyri og Efnalaug Suðurlands. Það síðast-
nefnda í flokki fyrirtækja með þrjá til níu
starfsmenn.
Það var Hafsteinn Pálsson, formaður al-
menningsíþróttasviðs Íþrótta- og ólympíu-
sambandsins, sem tilkynnti um helstu af-
rek þátttakenda átaksins að þessu sinni en
Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsu-
stöðvar og Gígja Gunnarsdóttir, formaður
útbreiðslusviðs Íþróttabandalags Reykja-
víkur, afhentu verðlaunin.
Hjólahetjur
Morgunblaðið/Ómar
Í
slendingar tóku hraustlega við sér þegar
blásið var til átaksins Hjólað í vinnuna í átt-
unda skipti á dögunum. Því lauk í vikunni
og þá hafði landinn lagt að baki vegalengd
sem svarar til 16 og hálfrar ferðar hringinn í
kringum jörðina á 13 dögum! Það eru 483 ferðir
umhverfis landið.
Íþrótta- og ólympíusamband Íslands gekkst í
fyrsta skipti fyrir átakinu árið 2003. Þá skráði sig
til leiks 71 lið frá 45 vinnustöðum, þátttakendur
voru 533 og þeir hjóluðu samtals tæpa 22.000
kílómetra. Nú hjóluðu 9.451 í 1.347 liðum frá 551
fyrirtæki, alls tæpa 650.000 kílómetra.
Fólk þarf að fara um mjög mislangan veg frá
heimili á vinnustað en keppnisskapið gerir það að
verkum að margir fara ekki lengur stystu leið.
Sumir fara töluverðar krókaleiðir og það er auð-
vitað af hinu góða, því tilgangurinn með átakinu
er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsu-
samlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum
samgöngumáta og vitaskuld að fá sem flesta til að
hreyfa sig í stað þess að setjast alltaf af gömlum
vana upp í bílinn.
Töluverður fjöldi fer flestra ferða sinna á hjóli
þegar veðrið er gott en færri þegar veðurspáin
býður upp á kulda og vind, að ekki sé talað um
rigningu. Meðan á átakinu stendur láta margir sig
þó hafa það að fórna sér fyrir málstaðinn: „Hér á
hreppsskrifstofunni á Reykhólum erum við þrjú
að vinna. Við tökum öll þátt í átakinu. Í gær (6.
maí) var þoka – mjög blaut – tvær kellur létu sig
hafa það og komu frekar blautar til vinnu um
morguninn,“ segir starfsmaður skrifstofunnar í
bloggi á heimasíðu átaksins. Síðan bætir hann við:
„Sá þriðji hafði tekið bílinn, vegna vætu. Þegar
liðsstjórinn skráði svo á síðu átaksins ferðir liðsins
kom í ljós að við vorum í 5. sæti. Þetta var auðvit-
að algjörlega óásættanlegt og var þetta aðeins rætt
yfir kaffibolla hvernig liðakeppnin virkar, að talið
sé bæði í kílómetrum og dögum. Ekki þurfti frek-
ari fortölur, stjórinn (sem fer alltaf heim í hádeg-
inu) kom á hjólinu úr hádegismat og það besta,
hafði bara skellt sér í pollagallann.“
Kona í Háskólanum á Akureyri segir frá því að
stemningin hafi verið góð í tilefni átaksins, hvetj-
andi tölvupóstar hafi gengið á milli manna innan
skólans, með upplýsingum um stöðu í keppninni,
hvernig liðunum gangi og jafnvel hver er búinn að
fara lengst.
„Þetta hefur valdið því að hugarfarið hjá mér
hefur breyst, í staðinn fyrir viðhorfið „að vera
með“ hefur nú keppnisskapið látið á sér kræla,“
segir konan, en „vandinn er hinsvegar sá að ég á
heima skammt frá skólanum og fer ekki á marga
vinnutengda fundi úti í bæ. Til að leggja mitt af
mörkum til liðsins og skólans og veita félögum
mínum samkeppni fer ég því ekki stystu leiðina í
og úr vinnu heldur reyni að finna skemmtilegar
leiðir sem gefa mér fleiri kílómetra! Fyrir mér er
þetta því ekki lengur spurning um að hjóla í vinn-
una eða ekki, heldur hversu langa leið ég ætla að
hjóla.“
Það getur tekið á að ferðast um á hjóli við að-
stæður eins og oft eru hér á landi. En þegar komið
er á leiðarenda finna margir til vellíðunar.
Átakið vekur athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum ferðamáta.
Morgunblaðið/Kristinn
Bros, vellíðan
og huggulegheit
Hjóluðu sem svarar til 483
hringja umhverfis landið
Vikuspegill
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Það er eins gott að vera réttu megin línunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Frábær þátttaka var í átakinu að þessu sinni og öll met slegin,
skv. upplýsingum á heimasíðu átaksins. Þátttakan jókst um
17,5% frá því í fyrra; nú skráði 551 vinnustaður 1347 lið til
leiks en í fyrra voru liðin 1147 frá 458 vinnustöðum. Liðsmenn
voru nú 9.451 en 8.041 fyrir ári. Alls voru hjólaðir 647.865 km
(493.202) eða 483,84 (368,34) hringir í kringum landið. Við
það spöruðust um 124 tonn af útblæstri koldíoxíðs, 10,4 millj-
ónir króna spöruðust þar sem ekki þurfti að kaupa bensín á far-
artæki miðað við þá vegalengd alls voru brenndar um 22 millj-
ónir kílókaloría, sé miðað við 80 kg mann sem ekur á fólksbíl.
10,4 milljónir spöruðust fyrst
ekki þurfti að taka eldsneyti