SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 8
8 6. júní 2010 D ennis Hopper skapaði sér nafn með því að leika eiturlyfjaneytendur og und- arlega utangarðsmenn. Hopper var aldrei stórstjarna í Hollywood og í raun var hann á skjön við draumaverksmiðjuna. Þekktustu myndirnar, sem hann lék í, voru Easy Rider eftir Peter Fonda, Apocalypse Now eftir Francis Ford Coppola og Blue Velvet eftir David Lynch. Hopper lést á laugardag fyrir viku úr krabba- meini að heimili sínu í Venice í Kaliforníu. Hann var 74 ára gamall. Hopper vakti fyrst eftirtekt árið 1955 fyrir að leika flogaveikisjúkling í læknaþáttaröð, sem hét Medic, og lítið hlutverk í kvikmyndinni Rebel Without a Cause með James Dean í aðalhlutverki. Árið eftir lék hann í myndinni Giant ásamt Dean og Elizabeth Taylor. Hann og Dean urðu vinir og Hopper var á uppleið í Hollywood þegar honum lenti saman við leikstjórann Henry Hathaway. Hopper var ekki sáttur við fyrirmæli leikstjórans og sama senan var tekin áttatíu sinnum áður en leikarinn lét sér segjast. Hopper sagði síðar að Hathaway hefði sagt sér þegar tökum lauk að hann væri búinn að vera í Hollywood. Hathaway sagði að Hopper hefði verið hrokafullur ungur leikari sem hefði haldið að hann vissi allt. Hopper fór til New York en útlegðin varði aðeins í fimm ár. Eftir 1961 fór hann að fá lítil hlutverk á ný. Kvikmyndin Easy Rider skipti sköpum. Peter Fonda leikstýrði og skrifaði handritið ásamt Hop- per og Terry Southern. Efniviðurinn hefði alveg eins getað verið í kúrekamynd, en myndin fjallaði um menn á ferðalagi á mótorhjólum. Easy Rider fékk verðlaun sem besta myndin í Cannes 1969. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir besta handritið, en Jack Nicholson var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik í aukahlutverki. Easy Rider gekk þvert á hefðir í kvikmyndagerð og var afsprengi þess uppreisnaranda, sem ríkti á þessum tíma. Hopper á fullri ferð á mótorhjóli undir laginu Born to be Wild varð ein af tákn- myndum þessara tíma. Og aðstandendum mynd- arinnar opnuðust ýmsar dyr. Hann fékk tæpa milljón dollara hjá kvikmynda- verinu Universal til að gera mynd. Hann mátti gera það sem honum sýndist og fór ásamt hópi hippa til Perú og gerði þar myndina The Last Mo- vie, sem kolféll þrátt fyrir að vera valin besta myndin á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hopper hafði verið veikur fyrir víni fyrir, en nú fór neysla hans á áfengi og vímuefnum á fullt og hann fékk orð á sig fyrir að vera gjörsamlega stjórnlaus. Hjónaböndin komu og fóru og urðu alls fimm. Eitt þeirra stóð í átta daga. Um miðjan níunda áratug tuttugustu aldarinnar fór Hopper í afvötnun. Þá var hann farinn að neyta þriggja gramma af kókaíni á dag, drekka 30 bjóra auk þess að reykja marijúana og kneyfa Cuba Libre. „Ég var hræðilega barnalegur á þessum tíma,“ sagði hann í viðtali við The New York Tim- es fyrir nokkrum árum. „Ég hélt að eftir því sem ég hegðaði mér með geggjaðri hætti, þeim mun meiri listamaður yrði ég.“ Árið 1986 lék hann eftirminnilegt hlutverk ískyggilegs glæpamanns í Blue Velvet. Hann hefur sagt að eftir að hann varð edrú hafi hann aldrei hafnað hlutverki. Á skjön við Hollywood Dennis Hopper var uppreisnar- maður í draumaverksmiðjunni Dennis Hopper var í mars heiðraður með stjörnu í gangstétt fræaga fólks- ins í Hollywood og fagnaði með vinum þrátt fyrir veikindi sín. Reuters Peter Fonda og Dennis Hopper í myndinni Easy Rider. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is „Það er erfitt að vera goðsögn ef þú deyrð ekki ungur. En- fants terrible á að kæfa í fæð- ingu. Ef ég lifi mikið lengur mun fólk þurfa að segja mér um hvað allt tilstandið snerist því að það er fjandans víst að ég man ekki mikið af því.“ Dennis Hopper eftir komuna úr afvötnun á níunda áratugn- um. Erfitt að vera goðsögn Dennis Hopper var ýmislegt til lista lagt auk þess að leika og leikstýra fjölda mynda. Hann skrifaði ljóð og málaði snemma á ferlinum. Einnig stundaði hann ljósmyndun og voru myndir hans gefnar út á bók. Hopper var einn af fáum re- públikönum í Hollywood, en hann greiddi þó Barack Obama atkvæði sitt. Hann var fyrst greindur með krabbamein fyrir áratug og meinið tók sig aftur upp í fyrrahaust. Jack Nicholson fagnaði með Dennis Hopper þegar sá síðarnefndi var heiðraður í Hollywood í mars. Þeir léku saman í myndinni Easy Rider. Ýmislegt til lista lagt Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 7. júní, kl. 18.15 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Erró Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: laugardag 11–17, sunnudag 12–17 og mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.