SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 9
6. júní 2010 9
H
ver fann upp stig-
ann? Því verður
líklega seint svar-
að, en vitað er að
til voru stigar og tröppur fyrir
þúsundum ára. Líklega hefur
ekki þurft að horfa lengi til
náttúrunnar til að finna lausn
þegar menn ákváðu að reisa
hús með fleiri en einni hæð.
Aðeins einu sinni hefur verið
reistur stigi til himna, það
gerði Guð fyrir Jakob, forföður
gyðinga, en fyrir nokkrum
áratugum söng Led Zeppelin
reyndar um Stairway to Hea-
ven.
Lengsti stigi í heimi mun
vera þjónustustiginn fyrir Nie-
senbahn-togbrautina í Sviss,
þrepin eru 11.674 og hæðin
1.669 metrar. Hringstigar voru
vinsælir í köstulum til forna
vegna þess að þar var gott til
varna. En stigar geta líka verið
samsettir úr nokkrum, beinum
stigum sem tengdir eru saman,
eins og gerist í fjölbýlishúsum.
Og allir vita að aldrei skal hafa
bara eitt þrep í húsi, lágmarkið
er tvö. Annars dettum við bara
um þrepið, tökum ekki eftir
því fyrr en of seint.
Illa hannað þrep boðar ógæfu
Miklu skiptir hvernig þrepin
eru, hæð þeirra og breidd. All-
ir vita að flókinn stigi og
óvænt lögun á þrepi er upp-
skrift að óhappi. En fólk er
með ólíka fætur og því erfitt að
setja reglur sem henta öllum.
Samt er oft reynt að tilgreina
nokkra grunnþætti í bygging-
arreglugerðum til að koma í
veg fyrir að smíðaðir séu of
brattir eða þröngir stigar í
húsum. Fyrstur til að setja
slíkar reglur á blað var Frakk-
inn Jacques-Francois Blondel
árið 1771.
Rúmgóður stigapallur er
lífsnauðsynlegur í fjölbýlis-
húsum, það sjáum við þegar
við kynnumst gömlum húsum
þar sem plássið hefur verið
sparað um of. Góð lýsing er
mikilvæg, dimmir stigar eru
varasamir, þá sér fólk t.d. ekki
leikföng eða annað óvænt og
hættulegt dót á þrepunum, að
ekki sé minnst á ketti.
Mest er hættan á falli á nið-
urleiðinni og efstu og neðstu
þrepin eru helstu gildrurnar.
Þeir sem eru vel þjálfaðir og
hraustir detta oftar en aðrir,
þeir taka meiri áhættu og
hespa stundum af nokkur þrep
í einu stökki. Fyrir þá eru stig-
ar með þrem eða fjórum þrep-
um ævintýri sem oft enda með
skelfingu.
Aðeins bíllinn er hættulegri
Ein mikilvægasta viðbótin við
upprunalega hönnun stigans er
vafalaust handriðið, sem hefur
bjargað mörgum frá falli. Ekki
eru víða gerðar árlegar
skýrslur um stigaslys, en ljóst
er að fáir staðir eru jafn hættu-
legir fólki, einkum þeim sem
eru hreyfihamlaðir.
Síðustu tölur frá Bretlandi
eru frá 2002, en það ár meidd-
ust 306.166 Bretar svo illa eftir
að hafa hrasað í stiga að þeir
urðu að leita læknishjálpar.
Um 84% þeirra sem láta lífið
við að detta í stiga eru 65 ára
eða eldri. Aldraðir ættu að
gæta sín sérstaklega vel, þótt
börn detti oft þola þau fallið
betur. En eina tækið sem er
hættulegra mönnum en stiginn
er bíllinn. Morgunblaðið/Sverrir
Hægt að komast
um stiga til himna
Saga hutanna
N
B
I
h
f.
(L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
17
6
0
Einkabankinn í
símann þinn á l.is
EINKABANKINN | landsbankinn.is | 410 4000
Nú getur þú sinnt bankaviðskiptum í símanum þínum, hvar og hvenær sem er.
Það er einfalt að skoða yfirlit yfir stöðu reikninga og kreditkorta, framkvæma
millifærslur, kaupa inneign fyrir GSM síma, sækja PIN-númer fyrir VISA kreditkort,
greiða inn á kreditkort og fletta upp í þjóðskrá.
Farðu inn á l.is og prófaðu Einkabankann í símanum þínum. Innskráning er með
sama hætti og þegar farið er í Einkabankann í tölvunni þinni. Þú skráir notendanafn,
lykilorð og auðkennisnúmer og þar með er fyllsta öryggis gætt.