SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 14

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 14
14 6. júní 2010 á haustið. Það hefur gengið ágætlega að undirbúa fyrirtækið undir það þótt við séum kannski lítilsháttar á eftir áætlun.“ – En stendur ákvörðunin? Verða Hagar skráðir í Kauphöllina og þá með því gagnrýnda fororði að Jóhannes Jónsson í Bónus og æðstu stjórnendur fyrirtækisins fái forkaupsrétt að 15% hlutabréfanna? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um neina breytingu á því. Ég held að ákvörðun fyrri stjórnar um að skrá félagið í Kauphöllina hafi verið góð og við mun- um vinna hörðum höndum að því að skráningin takist vel. Varðandi Jóhannes þá vinnum við sam- kvæmt því samkomulagi sem er í gildi og erum í góðu samstarfi við stjórnendur fé- lagsins við að gera það tilbúið fyrir skrán- ingu. Í rauninni er ekki hægt að segja meira um það í bili. Umræðan er hins vegar vel skiljanleg í ljósi aðstæðna.“ – Síðan þessi ákvörðun var tekin hafa komið fram bæði skýrsla rannsókn- arnefndar Alþingis og stefnur slita- stjórnar Glitnis á hendur fyrrverandi stjórnendum Haga. Finnst þér ekki að það eigi að hafa nein áhrif á þessa ákvörð- un? „Jú, það má vel vera að það gefi fullt tilefni til að fara yfir málin og skoða þau.“ Muntu gera það? „Það er í gildi samkomulag og ég er að kynna mér það. Ég get ekki sagt á þessu stigi hvort því verður breytt eða hvort aðstæður eru til þess að breyta því.“ Nú eru Hagar fyrirtæki á ykkar forræði sem beinir auglýsingum sínum eingöngu í miðla sem eru í eigu fyrrverandi eigenda Haga. Þetta skekkir samkeppnisstöðu annarra fjölmiðlafyrirtækja. Finnst þér þetta eðlilegt? „Hagar eru með eigin stjórnendur og sjálfstæða stjórn og okkur er gert að halda okkur í fjarlægð frá fyrirtækinu. Við komum því ekkert að daglegum rekstri þess. Á meðan stjórnendur fyrirtækisins standa sig almennt er á þeirra forræði að ákveða hvar þeir auglýsa. Grundvall- aratriðið er að það er ekki eðlilegt að eig- andi hafi afskipti af svona málum á með- an stjórnendunum er treyst fyrir rekstrinum. Í öðru lagi höfum við ekki tök á neinni sérstakri aðkomu að þessum málum því við höfum ekki fullgilda stjórnarmenn.“ – Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur sagt að í þessu máli geti bankinn ekki skýlt sér á bak við tilmæli þess um að halda sig fjarri rekstrinum? „Ég nefni tvær ástæður. Annars vegar að okkur er gert að halda okkur fjarri rekstrinum skv. skilyrðum Samkeppnis- eftirlitsins en líka, að það er sjálfstæð stjórn og stjórnendur í fyrirtækinu. Það hvaða fólk menn ráða í vinnu, hvaða hús- næði menn kjósa að hafa starfsemina í, hvar þeir auglýsa, hvar þeir kaupa inn – eigendur skipta sér ekki af því.“ – En finnst þér þetta eðlileg ráðstöfun? „Mér finnst eðlilegt að þeir ákveði þetta. Ég get fallist á að þetta sé mjög ein- hliða en það er ekkert nýtt. Ég var t.d. í mörg ár hjá Eimskip sem auglýsti mest í Mogganum og minna í öðrum miðlum.“ – Málefni Samskipa, þegar Ólafi Ólafs- syni gafst kostur á að halda 90% yfirráð- um í félaginu, voru líka umdeild í vetur. Fannst þér sú afgreiðsla eðlileg? „Annar, erlendur banki, Fortis hafði forræði á því máli og hann ákvað að ganga til samstarfs við þá aðila sem hafa forræði yfir félaginu. Arion banki, sem minni að- ili, hafði ekki aðra möguleika en að fylgja með til að verja sína hagsmuni.“ – Þú sagðir áðan að þú skildir vel reið- ina yfir þessum málum og þetta er vænt- anlega ekki til þess fallið að auka traustið á bankanum. Hversu mikilvægt er það fyrir bankann og trúverðugleika hans að misbjóða ekki almenningi þegar verið er að ráðstafa svona fyrirtækjum? „Við erum fjármálafyrirtæki sem hefur það verkefni að verja eigur og fjármuni sem okkur er treyst fyrir. Við þurfum alltaf að vega það og meta og ég held að það sé óhjákvæmilegt við okkar aðstæður að það komi upp mál sem orka tvímælis. Bankinn stendur frammi fyrir því að verja sína hagsmuni eða ekki og þarna hafði bankinn ákaflega takmarkaða möguleika á að hafa áhrif á niðurstöður í því hverjir fengju yfirráð yfir félaginu.“ – En finnst þér eðlileg ráðstöfun að maður, sem hefur stöðu grunaðs manns í markaðsmisnotkunarmáli, skuli geta eignast 90% í þessu fyrirtæki? „Ef ekki hefði náðst að semja um end- urskipulagninguna var það mat Arion banka að verulegar líkur væri á því að bankinn myndi tapa stærstum hluta af sínum kröfum. Það er rangt að Arion banki hafi afhent einhverjum Samskip enda hafði bankinn aldrei umráðarétt yfir félaginu og bankanum tókst að tryggja veðstöðu sína mun betur.“ – Hvaða viðmið finnst þér að bankinn eigi almennt að hafa við sölu og end- urskipulagningu skuldsettra fyrirtækja? „Ég held að bankinn eigi fyrst að meta rekstrarhæfi fyrirtækjanna og ef þau eru rekstrarhæf á að reyna með öllum leiðum að koma þeim í hendur á aðilum sem geta tekið við rekstrinum. Bankinn á að forð- ast í lengstu lög að vera sjálfur í rekstr- inum, en það getur verið óhjákvæmilegt. En um leið og ég segi að það skipti máli að koma fyrirtækjunum hratt í hendur ann- arra verða menn líka að vega hags- munina. Það getur verið réttlætanlegt að bíða í einhvern tíma þar til réttu kaup- endur fást. Síðan geta komið upp önnur sjónarmið, eins og að halda störfum. Svona mál hafa alltaf verið í gangi í bönkunum en flækjustigið núna er svo mikið því þau eru svo ofboðslega mörg. Og ef það þarf að selja tugi fyrirtækja á sama tíma segir sig sjálft að það eru ekki til kaupendur að þeim öllum. Flækjustig- ið getur líka gert erfiðara um vik að kom- ast að skýrum niðurstöðum svo menn þurfa meiri tíma í hlutina, jafnvel þótt það liggi í raun meira á. Það er þó mik- ilvægt að við höfum verklagsreglur að styðjast við til að hjálpa mönnum þegar þeir eru með marga bolta á lofti í einu. En það má líka gera ráð fyrir að í einhverjum tilfellum fáist ekki ákjósanlegustu lausn- irnar.“ Gengið eins langt og hægt er – Úrræði vegna skuldavanda heimilanna og fyrirtækjanna liggja fólki eðlilega þungt á hjarta. Hversu vel finnst þér þessi úrræði virka? „Þessi banki hefur gengið mjög langt í að bjóða úrræði og sem dæmi höfum við boðið 30% höfuðstólslækkun íbúðalána. Hins vegar finnur maður það sem al- mennur borgari að það getur verið um- deilanlegt hvort gengið hefur verið nægi- lega langt. Á móti eru takmörk fyrir því hvað bankarnir geta gert. Ég held að það hafi verið gengið eins langt og bankarnir hafa tök á. Við þurfum m.a. að standast kröfur Fjármálaeftirlitsins, og t.a.m. er- um við rétt yfir mörkunum varðandi eig- ið fé svo það má ekki mikið út af bregða.“ – Það hefur komið fram að lán þessara viðskiptavina voru færð í bankann með miklum afskriftum og t.d. voru yfirdrátt- arlán færð í bankann með 40% af- skriftum. Er ekki borð fyrir báru að gera meira? „Það er ekki hægt að alhæfa að yf- irdráttarlán hafi verið færð yfir á þessari tölu. Það var ekki þannig að lánastaflinn hafi verið færður yfir sem blokk heldur var verðmæti stærsta hluti lánanna metið „Við metum það svo að þó að þetta fólk hafi réttarstöðu grunaðra sé það í raun og veru vitni,“ segir Höskuldur um starfsmenn bankans sem koma við sögu rannsóknar sérstaks saksóknara.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.