SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 26
26 6. júní 2010
T
ími prófkjöranna í núverandi
mynd er liðinn. Peningarnir
gerðu út af við þau. Eftir þær
upplýsingar, sem fram hafa
komið á síðustu misserum um kostnað
við prófkjör og styrki til frambjóðenda
frá fyrirtækjum er ekki hægt að halda
lengur áfram á þeirri braut enda aug-
ljós afskræming á lýðræðinu. Hins veg-
ar gengur ekki að færa valdið til að
gera tillögur um niðurröðun framboðs-
lista aftur inn í flokkana, til kjör-
nefnda. Það væri ekki í takt við hug-
myndir nútímans um lýðræði. Nú
þurfa sérfróðir menn á þessu sviði að
setja fram hugmyndir, sem auka áhrif
kjósenda á niðurröðun framboðslista.
Ég hef reynslu af því að starfa í kjör-
nefndum Sjálfstæðisflokksins í upphafi
Viðreisnartímabilsins. Við gerðum það,
sem flokksforystan sagði okkur að
gera. Þau boð bárust í gegnum for-
menn kjörnefndanna. Þar var ekki um
að ræða viðleitni til þess að koma vin-
um og vandamönnum að á listunum
heldur til þess að halda jafnvægi á milli
ólíkra hópa innan flokksins.
Á þessum árum var Sjálfstæðisflokk-
urinn að gera tilraunir með prófkjör
innan flokksins. Það var m.a. gert fyrir
borgarstjórnarkosningarnar 1962.
Gunnar Thoroddsen, sem hafði látið af
embætti borgarstjóra við stjórnar-
myndun Ólafs Thors 1959 og orðið
fjármálaráðherra, var óánægður með
hlut sinna manna í þeirri prófkosn-
ingu. Framboðslistinn var frágenginn
en kjörnefndin var kölluð saman á ný
til þess að færa þann, sem settur hafði
verið í 18. sæti upp í 10. sæti. Þetta var
gert til þess að halda jafnvægi milli
tveggja arma í flokknum þannig að
eining gæti orðið um framboðslistann.
Fyrir þingkosningarnar 1963 hafði
Birgir Kjaran, sem setið hafði á þingi
frá 1959 ákveðið að gefa ekki kost á sér
á ný. Hann var ósáttur við sinn hlut.
Ákvörðun hans varð ekki breytt en
Bjarni heitinn Benediktsson hafði
áhyggjur af því, að Birgir kynni að
leita á aðrar slóðir. Þess vegna fengum
við kjörnefndarmenn boð um að setja
náinn vin og pólitískan samherja Birg-
is, Davíð Ólafsson í öruggt sæti á
framboðslistanum í hans stað. Það var
gert og samstaða sjálfstæðismanna
tryggð. Birgir kom svo aftur inn á þing
1967.
Fyrir þingkosningarnar 1971 var efnt
til opinna prófkjöra í Sjálfstæðis-
flokknum. Margir höfðu af því
áhyggjur. Í ljós kom, að þeir, sem
gátu byggt á stuðningi fjölmennra fé-
lagasamtaka, svo sem íþróttafélaga,
höfðu mikla möguleika í því kerfi.
Aðrir, sem höfðu kannski af litlu öðru
að státa en eigin hæfileikum áttu undir
högg að sækja. Ólafur Björnsson, pró-
fessor, sem á Viðreisnarárunum reynd-
ist einn öflugasti talsmaður stjórnar-
flokkanna á Alþingi í efnahagsmálum,
átti sér ekki pólitíska framtíð á tímum
opinna prófkjöra.
Eftir því sem árin liðu varð sífellt
ljósara, að veruleikinn í bandarískum
prófkosningum, þar sem máli skipti
hversu mikla peninga frambjóðendur
höfðu undir höndum var orðinn að
pólitískum veruleika hér. Meiri og
meiri peningar voru lagðir í prófkjör.
Auglýsingastofur voru ráðnar til þess
að vinna að kjöri einstakra frambjóð-
enda. Sífellt meiri peningar voru lagðir
í auglýsingar. Símaúthringingar voru
keyptar fyrir stórfé í stað þess að áður
sáu sjálfboðaliðar um þá hlið kosn-
ingastarfsins. Allt fór þetta úr böndum
í prófkjörum fyrir þingkosningarnar
2007, þegar peninganotkun til þess að
vinna prófkjör náði nýjum og áður
óþekktum hæðum.
Þetta er auðvitað afskræming á lýð-
ræði. Það á ekki að vera hægt að
„kaupa“ þingsæti eða sæti í sveitar-
stjórn. Þó er talað opinskátt um þessa
hlið mála í Bandaríkjunum. Þar eru
möguleikar manna í kosningum metnir
eftir því, hversu miklum peningum
þeim hafi tekizt að safna í kosninga-
sjóði. Og þar er þeim, sem leggja mesta
peninga fram umbunað fyrir opnum
tjöldum, m.a. með sendiherraemb-
ættum. Við höfum aldrei komizt á það
stig og alla vega ekki að slíkt væri gert
í allra augsýn!
Þessi tími verður að vera liðinn á Ís-
landi. Við getum ekki lengur haldið
áfram á þessari braut enda öllum ljóst
hversu óheilbrigt það er.
Hitt getur verið flóknara að finna út
hvað á að koma í staðinn. Afturhvarf
til kjörnefndanna og þeirra starfs-
aðferða, sem tíðkuðust fyrr á árum
gengur ekki. Það væri ekki í takt við
tíðarandann. Það er töluvert útbreidd
krafa í samtímanum að fólk geti ekki
bara valið um hvaða flokk eða lista það
kjósi heldur líka einstaklinga á þeim
lista. Nú má segja, að sá möguleiki sé
fyrir hendi. Kjósandi getur breytt röð-
un á lista og strikað út nafn frambjóð-
anda. Fyrri möguleikinn virðist ekki
mikið notaður og sá seinni ekki í þeim
mæli að máli skipti.
Á næstu mánuðum má gera ráð fyrir
töluverðum umræðum um beint lýð-
ræði. Ekki er ósennilegt að umræður
um kjördæmaskipanina verði einnig
töluverðar enda finnst mörgum núver-
andi kjördæmaskipan misheppnuð og
þjóni ekki hagsmunum kjósenda. Í
tengslum við þessar umræður þarf
einnig að ræða, hvernig hægt er að
auka vald kjósenda tiltekins lista til að
hafa áhrif á röð frambjóðenda á listan-
um.
Hvað getur komið í stað prófkjör-
anna og peninganna?
Tími prófkjöranna er liðinn
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
E
ftir 26 klukkustunda baráttu urðu læknar á
Good Samaritan-sjúkrahúsinu í Los Angeles að
játa sig sigraða, Robert F. Kennedy, öldunga-
deildarþingmaður og forsetaframbjóðandi
demókrata, lést á þessum degi fyrir 42 árum af sárum
sem hann hlaut þegar skotið var á hann á kosningafundi
á Ambassador-hótelinu rúmum sólarhing áður.
Kennedy hafði sigrað í prófkjöri demókrata í Kali-
forníu og var að fagna þeim áfanga með stuðnings-
mönnum sínum á téðu hóteli þegar hann var skotinn.
Hann lýsti formlega yfir sigri laust eftir miðnætti 5. júní
og ávarpaði sitt fólk sigurreifur í danssal hótelsins. Að
því búnu ætlaði hann að ganga í gegnum salinn og spjalla
við fleiri stuðningsmenn annars staðar í byggingunni.
Blaðamenn, sem höfðu „deadline“ hangandi yfir sér,
báðu hann hins vegar um að efna til snarps blaða-
mannafundar og maður úr kosningaliði Kennedys, Fred
Dutton, ákvað að verða við þeim óskum. Fyrir vikið var
Kennedy beint gegnum eldhús og matarbúr hótelsins
áleiðis inn í fjölmiðlarýmið.
Hið opinbera sá forsetaframbjóðendum ekki fyrir líf-
vörðum á þessum tíma en öryggisgæsla var í höndum
fyrrverandi alríkislögreglumanns, Williams Barrys, sem
hafði tvo fyrrverandi íþróttamenn sér til halds og
trausts. Hófu þeir að ryðja Kennedy braut gegnum eld-
húsið, þar sem frambjóðandanum var ákaft fagnað. Tók
hann í höndina á fjölmörgum stuðningsmönnum sínum
en athygli vakti í kosningabaráttunni hversu frjálslegur
hann var í fasi og ósmeykur að nálgast fólk í ljósi þess að
bróðir hans, John F. Kennedy forseti, hafði fallið fyrir
morðingjahendi tæpum fimm árum áður.
Múgur og margmenni varð á vegi Kennedys en gleðin
breyttist á augbragði í skelfingu þegar 24 ára gamall
maður, Sirhan Sirhan, brá lítilli skammbyssu og skaut
ítrekað á hann af stuttu færi. Kennedy féll til jarðar.
Hópur manna, þeirra á meðal gullverðlaunahafinn í tug-
þraut á Ólympíuleikunum í Róm 1960, Rafer Johnson,
stökk á Sirhan og afvopnaði hann. Hann náði raunar
tökum á byssunni aftur en þá var skothylkið tómt.
William Barry hlúði umsvifalaust að Kennedy, lagði
jakkann sinn undir höfuð hans. „Ég vissi strax að þetta
var .22, lítil hlaupvídd, þannig að ég vonaði að þetta
væri ekki svo slæmt en þá kom ég auga á gatið á höfði
þingmannsins og gerði mér grein fyrir alvöru málsins,“
rifjaði Barry upp síðar.
Ungur piltur, Juan Romero, síðasti maðurinn sem
Kennedy hafði heilsað, kraup við hlið hans og lagði
talnaband í hönd hans. „Eru allir heilir á húfi?“ spurði
Kennedy. „Já, já, allt verður í besta lagi,“ svaraði Ro-
mero. Þetta augnablik festu Life og The Los Angeles
Times á filmu og varð það táknmynd morðsins.
Eiginkona Kennedys, Ethel, braust í gegnum mann-
fjöldann og kraup við hlið bónda síns. Sjónarvottar stað-
hæfa að hann hafi borið kennsl á hana. Því næst var
frambjóðandinn lagður á börur. „Ekki lyfta mér upp,“
voru síðustu orðin sem hann hvíslaði áður en hann
missti meðvitund. Þrjár kúlur hæfðu Kennedy. Tvær
fóru inn um hægri handarkrika, önnur út gegnum
brjóstið en hin sat föst í hálsi hans. Þriðja kúlan fór inn
aftan við hægra eyrað og splundraðist í heila hans.
Sirhan Bishara Sirhan er kristinn Palestínumaður.
Hann hafði um skeið lagt fæð á Kennedy vegna stuðn-
ings hans við Ísraelsríki og í dagbók sem lögregla fann á
heimili hans stóð meðal annars: „Ásetningur minn að
drepa RFK er að breytast í þráhyggju. RFK verður að
deyja. Það þarf að myrða RFK.“
Dagurinn var ekki valinn af handahófi en ári áður, 5.
júní 1967, hófst Sex daga stríðið fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Sirhan Sirhan var dæmdur til dauða fyrir verkn-
aðinn en árið 1972 var dómnum breytt í lífstíðarfangelsi.
Sirhan situr ennþá bak við lás og slá.
orri@mbl.is
Robert
Kennedy
myrtur
Robert Francis Kennedy forsetaframbjóðandi í ræðustól.
’
Ásetningur minn að drepa
RFK er að breytast í þrá-
hyggju. RFK verður að
deyja. Það þarf að myrða RFK.
Ethel og Robert Kennedy ásamt sex af ellefu börnum sínum.
Á þessum degi
6. júní 1968