SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 31

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Síða 31
6. júní 2010 31 Upphrópanir hinna ólesnu Sjálfsagt eiga þeir tveir úr bankastjórn Seðlabanka Íslands sem sátu þar með Eiríki Guðnasyni eftir að tjá sig um þessa sögu alla. Ótrúlega margur gat fjallað um þúsunda síðna skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis klukkutímum eftir að hún kom út. Aðrir hafa viljað gefa sér betri tíma. Margur hinna ólesnu spekinga hefur einnig hiklaust fjallað um einkunnagjöfina „vanræksla í starfi“ án þess að gera neitt með út á hvað sú „vanræksla“ á að hafa gengið, og hefur kannski alls ekki kynnt sér það enn þá. Augljóst má vera að nefndarmennirnir mátu það svo að þeir fengju betri frið fyrir blogg- urum, opinberum „fréttaskýrendum“ og of- stopamönnum á vefnum ef þeir gerðu það sem þeir gerðu. Og þeim varð að ósk sinni. Einn úr hópi hinna vanstilltustu, landskunnur leigupenni, hefur lýst þeirri skoðun sinni að fyrst að embættismenn fengu stimpilinn „vanræksla í starfi“ fyrir það til að mynda að svara ekki munnlegum fyrirspurnum skriflega (!) í brimskaflinum miðjum, þá beri að hundelta viðkomendur, svipta þá áunnum lífeyri og þrengja kost þeirra sem verða má, því það hafi Pólverjar gert við menn sem báru ábyrgð á rit- skoðun, pyntingum, fangelsunum og morðum á þúsundum. Enn má bæta úr lestrarleysi Í grein Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra kemur fram að þótt rannsóknarnefndin léti prenta þús- undir blaðsíðna af upplýsingum, vangaveltum og áfellisdómum, þá birti hún ekki í skýrslunni sjálfri andmæli þeirra sem sérstaklega var vikið að. Er það með miklum ólíkindum. Því hafði reyndar verið lofað að andmælin yrðu birt í hinum prent- aða hluta skýrslunnar. Þau má víst finna í 11. við- auka skýrslunnar á vefnum! Sjálfsagt er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis dálítið dottin úr tísku. En það er þó full ástæða til að hvetja menn til að lesa hana og draga af henni sínar eigin ályktanir. Hinir fjölmörgu „fréttaskýrendur“ sem hafa fjallað ítarlega um skýrsluna fram til þessa án þess að lesa hana eru einnig eindregið hvattir til að gera það. Betra er seint en aldrei. Reykvíkingar sleikja sólina í Lækjargötunni. Morgunblaðið/Ómar H eimsmeistarakeppnin í Suður-Afríku hefst 11. júní. Suður-Afríka er land mikilla andstæðna. Ekki eru nema sextán ár frá því að aðskilnaðarstefnan í landinu leið undir lok og á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa orðið miklar breytingar. Undir styrkri forustu Nelsons Mandela tókst að koma því til leiðar að farin var leið sátta, en ekki haturs þegar kúgun hvíta minnihlutans á svarta meirihlut- anum lauk. Vandamálin eru þó gríðarleg og glæpir daglegt brauð. 50 morð eru framin á dag í Suður- Afríku eða rúmlega 18 þúsund á ári. Á nokkurra mínútna fresti er konu nauðgað og nokk- urra sekúndna fresti er framinn þjófnaður. Glæpir og kúgun eru hins vegar ekki lengur bundin í lög og greina má breytingar til batnaðar. Milljónir blökkumanna mynda nú milli- stétt Suður-Afríku. Milljónir manna brjótast nú úr sárri fátækt og skapa sér aðstæður til að geta lifað lífinu með reisn. Heimsmeistarakeppnin er hluti af þessari upprisu Suður-Afríku og færir ekki bara íbúum landsins heldur allrar álfunnar heim sanninn um hvers hún getur verið megnug. Orri Páll Ormarsson kallar fótbolta hnattrænan faraldur í fyrirsögn á grein um fyrri heimsmeistaramót í Sunnudagsmogganum í dag. Í blaðinu er einnig sagt frá nýrri og glæsi- legri ferða- og fótboltabók með myndum Páls Stefánssonar, Áfram Afríka, þar sem sést hvernig þessi faraldur hefur tekið sér bólfestu í Afríku. Rithöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie, sem skrifaði skáldsöguna Hálf gul sól, skrif- ar grein um fótbolta í Afríku og þjóðerniskenndina í bók Páls. „Þjóðerniskenndin blómstraði þessa nótt en það var ekki allt,“ skrifar hún um daginn, sem Nígería varð ólympíumeistari í fótbolta í Atlanta. „Til varð þjóðerniskennd sérstakrar ættar, mild, fyrirgefandi og bjart- sýn.“ Síðar bætir hún við að hún hafi áttað sig á að „íþróttir gera okkur svörtum Afr- íkubúum kleift að fjalla um sögulega og pólitíska erfiðleika á göfugan og sálarhreinsandi hátt“. Hún talar um fótboltaþjóðarstolt, sem gefi „sjaldgæft tilefni til að skynja ómengað stolt“, sem „færir heiminum þau skilaboð að jafnvel þótt við séum ekki í G-20 hópnum sem ákvarðar örlög heimsins, jafnvel þótt við verðum alltaf neðst á kvörðum sem mæla heilsu, góða stjórnarhætti og gagnsæi í stjórnsýslu, jafnvel þótt saga okkar sé vörðuð vonlausum ríkisstjórnum, innviðir samfélagsins séu að hruni komnir, stofnanir okkar óstarfhæfar og flest sé okkur mótdrægt, þá skiptir það ekki máli … við unnum vegna þess að við erum greind og hæfileikarík. Þetta er ekki allt vonlaust. Við getum líka átt okkar góðu stundir.“ Rick Bender hefur ekki alltaf átt góðar stundir. Hann greindist með krabbamein í munni vegna tóbaksnotkunar, missti helming kjálkans, þriðjung tungunnar og allar tennurnar nema sex. Rúm tuttugu ár eru frá því að þetta gerðist og Bender hefur helgað krafta sína baráttunni gegn tóbaksnotkun. „Ég var aldrei neitt sérstaklega myndarlegur áður en núna er ég með andlit sem enginn gleymir,“ segir Bender í viðtali í Sunnudagsmogganum. Andlit sem er áminning til þeirra sem nota munntóbak. Fótboltaþjóðarstolt „Ég tel að þetta sýni að almenningur vilji venjulegt fólk til að vinna fyrir sig.“ Geir Kristinn Aðalsteinsson oddviti L-listans á Ak- ureyri um stórsigur flokksins í bæjarstjórnarkosn- ingunum. „Þetta er náttúrlega flokkur sem er með allskonar.“ Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, sem vann kosningasigur í Reykjavík. „Okkar forysta sam- anstendur af millistéttarfólki, háskólafólki, sem hefur það ágætt og hefur misst tengslin við alþýðuna.“ Þorleifur Gunnlaugsson, fráfar- andi borgarfulltrúi VG. „Ég held að þetta sé pólitískur landskjálfti sem er að ganga yfir landið.“ Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra um niðurstöður kosninganna. „Eigum við að trúa því að Evrópa sé að refsa okkur fyrir eldgos og flugsamgöngur? Þetta var ekki sanngjarnt.“ Páll Óskar Hjálmtýsson um gengi íslenska lagsins í Evróvisjón. „Ég held að hann sé að leika.“ Guðni Ágússton, fyrrverandi ráðherra, um framboð Jóns Gnarrs. „Hver er þessi Guðni Ágústsson?“ Jón Gnarr í tilefni af ummælunum hér að ofan. „Karlar væla meira.“ Evert Víglundsson CrossFit-þjálfari um mun- inn á kynjunum. „Þegar ég sótti um var ég spurð hvort ég væri að sækja um fyrir bróður minn eða pabba minn.“ Anna Kristín Guðnadóttir sem er að ljúka sveinsprófi í bifreiða- smíði. „Þetta er pólitísk að- gerð en framkvæmd í kærleika.“ Jón Atli Jónasson sem hefur neitað að taka við tilnefningum til Grím- unnar. „Fangelsi er ekki góður staður fyrir börn.“ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaverndar Reykja- víkur. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.