SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Page 36

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Page 36
36 6. júní 2010 M óðir mín hafði aldrei þessu vant einhvern ama af mér. Ég var tveggja ára og hún þurfti sárlega að dreifa at- hygli minni. Eftir umhugsun datt henni í hug að setja kappann niður fyrir framan knattspyrnuleik í sjónvarpinu. Það svín- virkaði – ég hef varla staðið upp síðan, alltént ef marka má eiginkonuna. Ekki man ég hvaða lið öttu kappi þennan ör- lagaríka dag en margir leikir eru ógleym- anlegir, ekki síst á heimsmeistaramótinu (HM), sem hefst einmitt í nítjánda sinn á föstudag. HM er einstök upplifun sem dregur fram allt það besta (og stundum versta) í hinni breysku tegund enda keppni eitt göfugasta form mannlegra samskipta sem hægt er að hugsa sér. Fyrsta heimsmeistaramótið sem ég man eftir fór fram í Argentínu sumarið 1978. Ég var að verða sjö ára og sat agndofa yfir sjónvarpsmyndum frá mótinu enda þótt beinar útsendingar hefðu ekki verið komnar til sögunnar hér uppi á skerinu. Sparkunnendur urðu fyrir miklu áfalli fyrir mót þegar í ljós kom að fremsti leik- maður heims á þessum tíma, Johan Cru- yff, yrði ekki með Hollendingum af per- sónulegum ástæðum. Ýmsar kenningar voru um fjarveru kappans og hann upp- lýsti málið ekki fyrir en þremur áratugum síðar. Skýringin var sumsé sú að viðhorf hans til lífsins breyttist með afgerandi hætti eftir að mannræningjar ruddust inn í íbúð hans í Barselónu, brugðu rifflum á loft og bundu þau hjónin á höndum og fótum fyrir framan skelfingu lostin börn- in. Eftir þessa upplifun var HM hálfgert hjóm í huga Cruyffs. Sleggjurnar hans Haans En maður kemur í manns stað og eftir erf- iða byrjun á mótinu fóru Hollendingar alla leið í úrslitaleikinn, þar sem þeir mættu heimamönnum. Ógleymanlegir eru fleyg- ar Aries Haans á mótinu, tvö af fallegustu mörkunum í sögu HM. Almennilegar sleggjur. Rob Rensenbrink lagði líka sitt af mörkum, skoraði í fimmgang. Argentínumenn þurftu að vinna Perú með fjögurra marka mun í milliriðlinum til að skilja nágranna sína Brasilíumenn eftir með sárt ennið. Leiknum lauk með 6:0-sigri Argentínu og báru ýmsir þeim svik á brýn en svo óheppilega vildi til að markvörður Perú, Ramón Quiroga, fædd- ist í Argentínu. Ekkert var þó sannað. Úrslitaleikurinn var ekki síður um- deildur en Hollendingar sökuðu heima- menn um að reyna að tefja leikinn með því að skila sér seint út á grasflötina og gera athugasemdir við plastumbúðir á handlegg annars van de Kerkhof-bræðra, Rénes. Mario Kempes, sem varð marka- kóngur mótsins með sex mörk, kom Arg- entínu yfir en varamaðurinn Dick Nann- inga jafnaði fyrir Holland og í uppbótartíma skaut Rensenbrink knett- inum í stöng. Í framlengingunni voru heimamenn sterkari og Kempes og Daniel Bertoni tryggðu þeim sinn fyrsta heims- meistaratitil. Buenos Aires ærðist. Sendi á varamanninn Inn á í lið Argentínu í leiknum kom René nokkur Houseman, eini heimsmeistarinn sem hér um bil lék á Íslandi. Nokkrum ár- um síðar náði hann nefnilega sam- komulagi við KR um að leika með félaginu á Íslandsmótinu með því skilyrði að litli bróðir hans, Marcelo, fengi að koma líka. Sá stutti var sendur á undan og óhætt er að segja að það hafi ekki verið ást við fyrstu sýn. Vesturbæingar skiluðu honum með þökkum og René ákvað fyrir vikið að sitja heima. Ein skemmtilegasta uppákoman á HM í Argentínu tengist einmitt René House- man. Í einum leik heimamanna fékk (að mig minnir) vinstri-bakvörðurinn Al- berto Tarantini, sem aldrei var kallaður annað en „Kanínan“, knöttinn, leit upp og sá Houseman félaga sinn á auðum sjó hinum megin á vellinum. Tarantini lét ekki segja sér það tvisvar heldur hlóð í einn „Sigurvinsson“ og tuðran stein- drapst á túkalli við tærnar á Houseman. Án efa sending mótsins. Eini gallinn var sá að Houseman var ekki inni á vellinum, heldur handan hliðarlínunnar að hita upp. Eftir þetta var varamönnum á HM gert að hita upp í þar til gerðum vestum utan yfir keppnistreyjuna. Enskukennsla féll niður HM á Spáni 1982 sætti miklum tíð- indum fyrir þær sakir að þá voru leikir (alltént nokkrir) í fyrsta sinn sýndir í beinni útsendingu á Íslandi, þeirra á meðal opnunarleikur keppn- innar milli Argentínumanna og Belga á kostnað sunnudagshugvekjunnar og enskukennslunnar. Vonandi hefur þjóðinni ekki orðið meint af því. Sparkelskir þóttust vitaskuld hafa him- in höndum tekið þangað til Ríkissjón- varpið skellti sér í sumarfrí í miðri keppni, 1. júlí. Eins og lög gerðu ráð fyrir. Unga kynslóðin heldur örugglega að hér sé um prentvillu að ræða, þetta hafi gerst árið 1882 en ekki 1982. Svo er ekki. Að vísu voru Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður emeritus, og tæknilið kvödd inn til að sýna úrslitaleikinn beint þann 11. júlí. Þar með var blað brotið í íslenskri sjónvarpssögu. Ýmsum var heitt í hamsi. „Nú hafa runnið tvær grímur á staðföstustu andmælendur frjáls útvarps- og sjón- varpsrekstrar, og hinir veiklyndari í þeirra hópi hafa fengið skell sem þeir eiga skilið að muna lengi. Og slíkur hefur aumingjaskapur og stirðbusaháttur sjón- varpsins verið við afgreiðslu heimsmeistarakeppninnar á Spáni að enginn reynir að bera í bætifláka fyrir stofnunina,“ skrifar H.P. í Velvakanda í Morg- unblaðinu 9. júlí 1982. Læknirinn skar upp varnir Meðan útsendingar entust horfði landinn opinmynntur á dýrðina, ekki síst Bras- ilíumenn sem léku framsækna Hnattrænn faraldur Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefst á föstudag. Fyrri mót eru hvert öðru eftirminni- legri, ekki síst mótin 1978, 1982 og 1986, þegar (hér um bil) KR-ingur varð heimsmeistari, úlfaldi fékk ekki að fara á völlinn, íslenska sjónvarpið fór í sumarfrí í miðju móti og Guð almáttugur var meðal markaskorara. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mario Kempes var Hollend- ingum Þrándur í götu í úrslita- leiknum í Argentínu 1978. Diego Maradona með heims- bikarinn eftir mergjað ein- leiksmót í Mexíkó 1986. Toni Schumacher lætur Patrick Battiston hafa það óþvegið í undanúrslitaleik Vestur- Þjóðverja og Frakka 1982. Hæpið er að ljótara brot hafi verið framið á velli um dagana.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.