SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 39
6. júní 2010 39
Vissir þú að …?
mikla auglýsingu. Þar má nefna Manolo
Blahnik, Jimmy Choo, Fendi, Dior,
Dolce & Gabbana, Chanel, Prada, Ro-
berto Cavalli og Richard Tyler og svo
mætti lengi telja. Sannur Sex and the
city-aðdáandi er nefnilega ansi hlið-
hollur „sínum“ merkjum; drekkur ein-
ungis Cosmopolitan, giftir sig í kjól frá
Vivienne Westwood og slær ekki hend-
inni á móti Hermes Birkin-töskum eða
Manohlo Blahnik-skóm.
Fjórar ólíkar vinkonur
Vinkonurnar fjórar eru allar mjög ólík-
ar, hvort sem litið er til persónuleika
þeirra eða fatavals. Einhvern tímann á
flakki mínu um veraldarvefinn rakst ég
á skondinn samanburð þar sem stíl
vinkvennanna var líkt við ólík tíma-
skeið kvenna. Ungar stelpur klæða sig
líkt og Carrie Bradshaw; fylgjast með
tískunni, prófa sig áfram og klæða sig
með stæl. Á útskriftaraldri tekur fag-
legur stíll Miröndu við; þá skiptir
mestu máli að líta fullorðinslega út.
Þegar börnin svo líta dagsins ljós er það
húsmæðrastíllinn hennar Charlotte sem
verður í aðalhlutverki. Þegar konur eru
svo komnar á fimmtugsaldurinn breyt-
ast þær í Samönthu; klæða sig glæsilega
og leita ef til vill eftir augngotum yngri
manna. Þó að þetta sé svolítið ýkt
dæmi leynist þarna smásannleikskorn.
Það verður áhugavert að sjá hvort
vinkonurnar fjórar eru enn í sínu
gamla „trendsetter“-formi og við fáum
að sjá enn eitt tískufyrirbrigði Sex and
the City á förnum vegi í sumar. Það
myndi svo sannarlega lífga upp á land-
ann því klæðnaðurinn í myndinni er að
þessu sinni með austurlenskum blæ þar
sem þessar fjórar fræknu skella sér til
Abu Dhabi, langt frá ys og þys borg-
arinnar.
’
Sannur Sex and the
City-aðdáandi
drekkur einungis
Cosmopolitan, giftir sig í
kjól frá Vivienne
Westwood og slær
ekki hendinni á
móti Hermes
Birkin-tösku
eða Manohlo
Blahnik-
skóm.
Leikin af Cynthiu Nixon.
Trausta vinkonan Miranda er lögfræð-
ingur sem tekur starfsframa sinn oftar en
ekki fram yfir aðrar skyldur. Hún er vel
stæð allt frá fyrsta þætti og er fyrst af
stelpunum til að festa kaup á eigin íbúð.
Miranda er einstaklega hnyttin og með
heldur kaldhæðnislegan húmor sem fær
mann alltaf til að brosa. Karakterar Sex
and the City hafa verið slípaðir til í gegn-
um árin og er Miranda þar efst á blaði.
Hún er algjör A-manneskja, frekar íhalds-
söm í klæðnaði og sést nánast aldrei í
flegnum fötum. Á daginn klæðist hún
drögtum og flíkum sem henta vinnunni en
tekur sig ekki jafn alvarlega eftir sólsetur.
Þá velur hún líflegri föt sem eru þó einföld
í sniði og toppar útlit sitt með glæsilegum
opnum skóm sem eru hæfilega háir.
Setning: „Ég hef lítið sjálfstraust, en
læt það í ljós á heilbrigðan hátt … með
því að borða heilan kassa af tvöföldu Oreo
kexi.“
Mennirnir: Steve Brady, dr. Robert
Leeds, Skipper Johnston.
Miranda Hobbes
Leikin af Kim Cattrall.
Opinskáa og einstaka vinkonan
Samantha er almannatengill fræga
og ríka fólksins. Hún er með lykla að
öllum helstu partíum New York-
borgar og klæðir sig í samræmi við
lífsstíl sinn. Stórir og glæsilegir
skartgripir, glansandi kjólar, áber-
andi dragtir og í rauninni allt sem
æpir glamúr einkennir Samönthu.
Hún setur ekki aldurinn fyrir sig og
sést í flegnari kjólum en flestar kon-
ur þora að klæðast, enda vön mikilli
nekt. Hún gengur ávallt hreint til
verks og hugsar og talar umkynlíf
daginn út og inn. Það hafa eflaust
flestir aðdáendur Sex and the City
farið hjá sér í ófáum kynlífsatriðum
hennar sem eru engu lík.
Setningin: „Menn halda framhjá af
sömu ástæðu og hundar sleikja eist-
un á sér … því þeir geta það.“
Mennirnir … og konan: Richard
Wright, Smith Jerrod og Maria.
Samantha Jones
Carrie hitti Mr. Big í fyrsta þættinum
af Sex and the City. Þau rákust á úti á
götu og Carrie missti nokkra hluti úr
tösku sinni, þar á meðal smokkapakka.
Alec Baldwin og George Clooney höfn-
uðu báðir hlutverki í þættinum „Escape
from New York,“ sem síðar fór til glaum-
gosans Matthew McConaughey.
Að fimmta þáttaröðin var stytt í átta
þætti vegna þess að Sarah Jessica Park-
er varð ólétt. Í þáttaröðinni klæðist Car-
rie víðum fötum og ef vel er að gáð má
greina litla bumbu.
Cynthia Nixon er ekki með gat í eyr-
unum. Allir eyrnalokkar sem hún ber eru
klemmu-lokkar.
Kim Cattrall er bresk. Hún fæddist ár-
ið 1956 í Bítlaborginni Liverpool en flutti
þaðan til Kanada með foreldrum sínum
aðeins þriggja mánaða gömul.
Sarah Jessica Parker lék ásamt fjór-
um systkinum sínum í uppfærslu Munici-
pal-leikhússins af Söngvaseið í St. Lou-
is, Missouri.
Sara Jessica Parker er eina leikkonan
í þáttunum sem hefur klausu í samningi
sínum sem tryggir að hún þurfi ekki að
koma nakin fram, enda sést hún aldrei
án nærfata.
Patricia Field er helsti búningahönn-
uður Sex and The City. Hún á einnig heið-
urinn af flestum búningum í myndinni
The Devil Wears Prada..
Chris Noth (Mr Big) sat í tvö ár á skóla-
bekk í Marlboro-menntaskólanum í Ver-
mont. Á þeim tíma bjó hann í trékofa
sem hann reisti sjálfur.
Í upphafsstefi þáttanna mátti sjá glitta
í tvíburaturnanna í New York. Eftir árás-
irnar 11. september fannst framleið-
endum þáttanna myndskeiðið ekki við
hæfi og skiptu turnunum út fyrir Empire
State-bygginguna.
Kim átti í ástarsambandi við fyrrver-
andi forsætisráðherra Kanada, Pierre
Trudeau.
Amma Kristin Davis hefur hvorki séð
þættina né myndirnar.
Kim og fyrrverandi eiginmaður hennar
gáfu út bók sem bar titilinn „Listin við
fullnægingu kvenna“.
Bakaríið „The Magnolia Bakery“ í New
York varð svo vinsælt í kjölfar heimsókn-
ar Miröndu og Carrie í einum af þáttunum
að eigendurnir neyddust til að ráða dyra-
vörð.
Nafni Mr. Big var haldið leyndu þar til í
lokaatriði þáttaraðanna. Fullt nafn hans,
John James Preston, birtist í stiklu mynd-
anna en hann er nefndur í höfuðið á
Preston Sturges sem leikstjóri mynd-
anna heldur mikið upp á.