SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 41
6. júní 2010 41 P ortúgal getur vissulega gert tilkall til þess að eiga einn stórkostlegasta vínstíl veraldar, þar sem púrtvínin eru annars vegar. Lengi vel var líka vinsælasta vín- tegund heimsins frá Portúgal – rósavínið Mateus. Samt sem áður hafa portúgölsku vínin eiginlega aldrei komist almennilega á kortið sem heild. Þeir sem horfa fram hjá Portúgal missa hins vegar af ýmsu. Víngerð á sér langa sögu og ríka hefð þar eins og annars staðar í Suður-Evrópu og mörg vínanna sem framleidd eru í vínhéruðum landsins eiga sér enga hliðstæðu annars staðar í heiminu. Annars vegar vegna þess að þau eru ræktuð við aðstæður sem eru oft einstakar og hins vegar vegna þess að í Portúgal er að finna aragrúa vín- þrúgna sem hvergi annars staðar er að finna. Þessi blanda gerir að verkum að Portúgal á marga stórkostlega vínstíla. Byrjum til dæmis á Vinho Verde eða „græna víninu“ sem framleitt er úr þrúgunum Arint, Avesso, Azal og Loureiro í hinu iðjagræna héraði Minho í norðurhluta landsins. Létt og áfengislítil, fersk og oft allt að því perlandi með agnarsmáum votti af kolsýru. Oft svekkjandi en þegar vel lætur einstök og undursamleg. Það sama má segja um vínin frá sama svæði úr Alvarinho-þrúgunni, þeirri sömu og kölluð er Albarino Spánarmegin við landamærin og er þar ekki síst ræktuð í Rias Baixas. Í Dao eru framleidd rauðvín sem stundum eru borin saman við Búrgundarvínin vegna þess að þau byggjast yfirleitt á fágun og fínleika en ekki afli og samþjöppun. Hér er það þrúgan Touriga Nacional sem stendur á bak við bestu vínin en eftir því sem maður smakkar fleiri vín frá Portú- gal kann maður betur að meta magnaða eiginleika þeirrar þrúgu, sem að öðrum ólöstuðum ber af í portúgölsku flórunni. Tinta Roriz er einnig mikið ræktuð í Dao en hún er eina meginþrúga Portú- gals sem ekki er upprunnin þaðan. Margir þekkja hana eflaust undir hinu spænska nafni Tempr- anillo og hinum megin á Íberíuskaganum er hún þrúgan á bak við mörg af þekktustu vínum Spán- ar svo sem þau frá Rioja og Ribera del Duero. Syðst er svo að finna Alentejo þar sem Portúgal breytir um svip. Hæðirnar sem einkenna lands- lagið í norður- og miðhluta landsins breytast í endalausa sléttu og Atlantshafið missir tangarhald sitt á loftslaginu, sem verður þurrara og heitara. Er Alentejo oft lýst sem Nýja heimi Portúgals. Vínin sólbökuð, heit, djúp og krydduð. Það eru ekki síst nýbylgjuframleiðendur sem hafa komið Alentejo á kortið með vínum sem einmitt minna oft á vín Kaliforníu eða Ástralíu í stílnum. Hér má líka finna alþjóðlegar þrúgur á borð við Syrah og Cabernet í bland við þær portúgölsku. Það er hins vegar erfitt að alhæfa um Alentejo. Héraðið er það stærsta í Portúgal og vínsvæðin mörg og meirihluti Alentejo-vína er í gamaldags, hefðbundnum stíl. Í rauðum vínum er það hins vegar Douro sem skarar fram úr. Vínekrurnar sem teygja sig í endalausum stöllum upp brattar hlíðarnar með- fram ánni Douro hafa löngum fyrst og fremst verið ræktaðar vegna þrúgna til púrtvínsfram- leiðslu. Á síðustu árum hafa menn áttað sig æ betur á því að rauðvínin af þessu svæði geta verið mögnuð. Loftslagið er heitt og þurrt og jarðvegurinn grýttur og eftir því sem áin tekur á sig hlykki breytast aðstæður og þar með vínin sem af ekr- unum koma. Fyrsta alvöru rauðvínið sem fram- leitt var til sölu sem rauðvín en ekki styrkingar sem púrtvín hét Barca Velha og var hugarfóstur eins af víngerðarmönnum púrtvínshússins Ferreira. Hann fékk þessa hug- mynd í kollinn eftir heimsókn til Bordeaux í Frakk- landi og lét úrtölur ekki á sig fá. Barca Velha er enn í dag algjörlega stórkostlegt vín, ekki bara það besta í Portúgal, heldur vín sem getur keppt við þau bestu í heiminum. Stöðugt fleiri framleiðendur hafa hins vegar fylgt í kjölfarið, oftar en ekki eru það púrtvíns- húsin sem taka smá hliðarspor – og þeim fjölgar stöðugt Douro-vínunum sem vekja athygli. Alls er að finna tæplega hundrað þrúgutegundir í ræktun í Douro en smám saman fóru menn að skilgreina hverjar það væru sem best hentuðu til rauðvínsgerðar. Þær eru nú yfirleitt Touriga Na- cional, Touriga Francesa, Tinta Cao og Tinto Ro- riz. Douro-vínin eru smám saman að koma Portú- gal á kortið og opna augu manna fyrir þeim fjár- sjóðum sem leynast í vínkjöllurum landsins. Næst Nýi heimurinn vs. sá gamli. Leynivínin frá Portúgal Í rauðum vínum er það Douro sem skarar framúr. Vín 101 Ellefti hluti Steingrímur Sigurgeirsson ’ Loftslagið er heitt og þurrt og jarðveg- urinn grýttur og eftir því sem áin tekur á sig hlykki breytast aðstæður og þar með vínin sem af ekrunum koma. Jón Rúnar Sigurðsson að störfum í eldhúsinu á Cafe Alma á Íslandsbryggju. Ljósmynd/Kristjana Sigurðardóttir 5 eggjarauður létt þeyttar Allt fer saman í pott og hitið við vægan hita, hrærið stöð- ugt í pottinum með sleikju og vel við botninn á pottinum svo eggjarauðurnar sitji ekki fastar þar. Má alls ekki sjóða! Þegar blandan er farin að þykkna, takið þá pottinn af hellunni og hrærið í 2 mín. Blandið matarlíminu saman við og hellið síðan í gegnum sigti yfir súkkulaðið. Hrærið súkkulaðið og kremið vel saman. Því næst er rjómanum blandað varlega saman við súkkulaðið með sleikju. Setjið í form eða skálar eftir eigin höfði og kælið í 2 klukkustundir við 4 gráður á Celsius. Með eftirréttinum er tilvalið að hafa hindberjasósu og hindberjasorbet. Einföld hindberjasósa 100 g af frosnum hindberjum 70 g af sykri Sett í pott og suðan látin koma upp, síðan látið standa með loki á pottinum í 10 mínútur og loks sett í blender. Súkkuladimousse með chilli og tímían.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.