SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Side 45
6. júní 2010 45
Víkingaheimar
422 2000 | info@gudridur.com
Ferðasaga Guðríðar - aukasýningar í júní
Fös 11/6 aukas. kl. 20:00 Ö Lau 12/6 aukas. kl. 20:00 Ö
Víkingaheimar, Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbæ
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Rómeo og Júlía
Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Fíasól (Kúlan)
Lau 12/6 kl. 13:00 Lau 4/9 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 15:00
Lau 12/6 kl. 15:00 Sun 5/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 13:00
Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00
Sun 13/6 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00
Lau 4/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00
Haustsýningar komnar í sölu!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00
Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00
Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00
Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00
Haustsýningar komnar í sölu!
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 10/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00
Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas. Lau 18/9 kl. 19:00 Fös 1/10 kl. 19:00
Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas. Sun 19/9 kl. 19:00 Lau 2/10 kl. 19:00
Fim 9/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00
Haustsýningar komnar í sölu! Sýningarnar hefjast kl. 19:00
Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan)
Sun 6/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 15:00
Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík
Rokk (Kassinn)
Fim 10/6 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Athyglisverðasta áhugasýning ársins!
V
ið gengum út að
vörmu spori. Guð-
mundur lokaði
hurðinni, ákveðinn.
Það var ekki verið að tvístíga,
leita að hurðum eða húnum.
Nei, þessi maður kunni á sitt
hús. Hér var sú veröld, sem
hann hafði búið til, eins og um-
gjörð utan um myrkrið. Og
þess veröld umgekkst hann
samkvæmt þeim vísdómi Háva-
mála, að hollt sé heima hvat.“
Svo skrifaði Matthías Jo-
hannessen um Guðmund Guð-
mundsson, forstjóra Trésmiðj-
unar Víðis, í Lesbók
Morgunblaðsins árið 1962.
Guðmundur fæddist þann 4.
júní árið 1910 að Önundarholti í
Villingaholtshreppi og hefði því
fagnað aldarafmæli sínu í ár.
Hann var sonur þeirra Hildar
Bjarnadóttur og Guðmundar
Bjarnasonar en faðir hans lést
skömmu áður en hann fæddist.
Í kjölfar þess brá móðir hans
búi og flutti með syni sína þrjá,
Bjarna Valdimar 13 ára, Gísla
Ísfeld 8 ára og Guðmund, til
Reykjavíkur. Miðbróðirinn Gísli
lést úr berklum langt fyrir ald-
ur fram úr berklum.
Guðmundur var blindur allt
frá æsku þegar hann fékk smá-
flís í augað í slysi af sprengju.
Smám saman eyðilagðist sjón
hans og þegar komið var fram á
12 ára aldur var hann orðinn
með öllu blindur. Eins og lýsing
Matthíasar gefur til kynna lét
Guðmundur fötlun sína þó ekki
hamla sér í lífinu og því síður
var hann bitur yfir hlutskipti
sínu.
„Þér munið vel eftir heim-
inum og birtunni?“ spyr Matt-
hías.
„Hún er skemmtileg þessi
birta, en ekki ómissandi. Það er
til svo margskonar birta,“ svar-
ar Guðmundur.
„Hvernig tilfinning er það
fyrir ungan dreng að missa
sjónina?“
„Það er haldið í vonina í
lengstu lög, og svo þegar hún
bregst er ekki annarra kosta völ
en sætta sig við orðinn hlut.
Verða ekki bitur. Ég tek þetta
ekki nærri mér lengur. Það er
langt síðan ég hef sætt mig við
þessi örlög. [...] Ég kvarta ekki.
Ég hef við engan að sakast. Það
á enginn að láta líf sitt tak-
markast við það að vera blind-
ur.“
Guðmundur hafði alið í
brjósti vonir um að ganga
menntaveginn en fötlun hans
gerði það ómögulegt í þjóð-
félagi þess tíma. Þess í stað
sneri hann sér ungur að smíð-
um. Í fyrstu smíðaði hann litla
og einfalda hluti en með tíð og
tíma óx honum ásmegin og
smíðisgripirnir urðu stærri og
vandaðri. Fræjum Víðis, tré-
smiðjunnar sem hann stofnaði
og varð að einu stærsta fyr-
irtæki landsins í húsgagnaiðn-
aði, sáði Guðmundur í kjall-
arakompu á heimili móður
sinnar á Grettisgötunni. Með
eljusemi sinni tókst Guðmundi
að sjá sér farborða með smíð-
unum. Vann hann við trésmíði
allt fram að síðari heimsstyrjöld
og átti lítið verkstæði við Ljós-
vallagötu 12. Þrátt fyrir að fá
berkla í annað lungað sem dró
úr starfsþreki hans lét Guð-
mundur ekki deigan síga. Reisti
hann hús við Víðimel sem hýsti
nýtt verkstæði þar sem hann
hóf að ráða menn í vinnu. Árið
1945 reisti hann svo Trésmiðj-
una Víði við Laugaveg sem sá
þegar best lét um hundrað
manns fyrir vinnu.
Guðmundur kvæntist tvisvar.
Fyrri kona hans var Guðrún
Axelsdóttir en þau skildu.
Seinni eiginkona Guðmundar
var Ólafía Ólafsdóttir og eign-
uðust þau fimm syni, þá Ólaf
Kristin, Gísla Ísfeld, Björn Inga,
Sigurð Vigni og Guðmund Víði.
„Sá sem einbeitir sér að einu
ákveðnu verkefni nær fastari
tökum á því en hinn, sem hefur
margt í takinu,“ sagði Guð-
mundur við blaðamanninn
Matthías árið 1962. „Við getum
náð langt með sterkum vilja.
Þegar ég varð fyrir því slysi að
missa sjónina ungur drengur,
glataði ég lönguninni til að sóa
tímanum í skemmtanir. Ég
keppti heldur að því að búa
mér það umhverfi sem ég vildi
dveljast í.“
Lokaorð Matthíasar Johann-
essen um Guðmund Guð-
mundsson í Víði, sem lést þann
13. desember árið 1987, voru
lýsandi um þann viljastyrk og
ákveðni þrátt fyrir erfiðleika
sem Matthías sá í viðmælanda
sínum:
„Ég kvaddi þennan mann
sem var eins konar staðfesting
á því, að ekkert ljós er án
myrkurs og ekkert myrkur án
ljóss.“
Hundrað ár voru á föstudag liðin frá fæðingu Guðmundar Guðmundssonar forstjóra Trésmiðjunar Víðis.
Ekkert myrkur án ljóss
Aldarminning
Leikhúsin í landinu
www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F
Fimmtudagur
Unnur Ösp Stefánsdóttir er agn-
dofa eftir að hafa barið augum
myndina PRECIOUS í gær, þvílík
mynd, þvílíkur leikur … Mo’ni-
que, í hlutverki móðurinnar,
hlaut Óskarsverðlaun fyrir ein-
hvern stórbrotnasta leik sem ég
hef séð!
Miðvikudagur
Johanna Vigdis Gudmundsdottir
On Beauty eftir Zadie Smith, lík-
lega besta bók sem ég hef les-
ið.
Þriðjudagur
Kristján Valur Jónsson Ég fyllist
vonleysi og uppgjafarmóð er ég
horfi upp á þululaust sjónvarpið.
Það er engin reisn yfir neinu
lengur.
Mánudagur
Sveinn Birkir Björnsson Nú er
ég að reyna að horfa á þetta
Wire-kjaftæði til að komast að
hvernig Jón Gnarr ætlar að
stjórna borginni og mér líst ekk-
ert á þetta. Það er allt vaðandi í
eiturlyfjum þarna og menn eru
skotnir hægri vinstri. Er það alls
konar fyrir aumingja?
Sunnudagur
Hrafn Jökulsson Spurt er: Fela
úrslitin í sér kröfu um þingkosn-
ingar?
Fésbók vikunnar flett
Mo’Nique með óskarinn sem hún
fékk fyrir leik sinn í Precious.
Reuters