SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Qupperneq 49

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Qupperneq 49
6. júní 2010 49 Það er nokkuð víst að hefði Austur- Þýskaland ekki fallið hefði komið að því að Gert Hof hefði verið vísað úr landi. Skömmu eftir hrunið var Þýskaland sameinað. „DDR var einræðisríki og sú list var styrkt sem lagaði sig að ríkinu. Ef maður lagaði sig ekki að ríkinu eins og ég og margir aðrir átti maður engan möguleika. Ég lít þannig á mál- ið: Margt fólk, sem var skapandi og klókt, ekki bara í listum heldur einnig í vísindum, átti skyndilega möguleika við sameininguna, en þurfti að stilla sér upp á markaðnum, í samkeppni. Ef viðkomandi var góður gat hann náð árangri, en það kostaði vinnu.“ Um miðjan tíunda áratuginn tók Hof upp samvinnu við hljómsveitina Rammstein, en félagar hennar komu einnig frá Austur- Þýskalandi. Hof hefur sviðsett tónleikaferðir þeirra og breytt þeim í leikhús. „Tökum Rammstein, góða vini, sem ég hef unnið með í 15 ár. Það voru strákar með eld í mag- anum og þeim tókst að slá í gegn, en það kostaði mikla vinnu. Á hinn bóginn var mörg- um ýtt til hliðar, þeir urðu atvinnulausir og því birtist nú þessi ostalgía, þrá eftir austrinu. Ég bendi alltaf á að nú fái þetta fólk at- vinnuleysisbætur, sem eru hærri en launin, sem fólkið fékk í DDR. Viljið þið í alvöru snúa aftur til þeirra tíma? Hafið þið gleymt njósn- unum um náungann? Hinum látnu við múr- inn? Einræðinu? Þetta náði í innsta kjarna fjölskyldna. Þetta má aldrei gleymast. Auð- vitað eru einnig neikvæðar hliðar á frelsinu, en maður þarf líka að berjast fyrir frelsinu og það veitir möguleikana, möguleikann til að vinna og ferðast. Auðvitað getur maður verið óheppinn, en þessa möguleika hafði ég ekki í DDR. Sama hvað ég gerði, ég var múraður inni og þegar upp var staðið sögðu þeir við mig: Herra Hof, nú er nóg komið.“ Hann ber í borðið til að leggja áherslu á orð sín og held- ur áfram: „Ef ég bregst í þessu samfélagi er það vegna eigin vanhæfni, en það kemur enginn og segir: Þetta má ekki.“ Hann yfirfærir þessa hugsun á verkefnið á Íslandi. „Í DDR hefði á þessum tímapunkti verið sagt: Stopp, þetta gengur ekki. Það þarf að berjast fyrir frelsinu, það hefur sagan kennt okkur, og það er gott. Gefins frelsi eða gefins árangur er ófullnægjandi.“ Það þarf að berjast fyrir frelsinu frá veðri og birtu. Það þarf að vera dimmt og með því að tímasetja þetta í október höfum við fjóra mánuði til að koma bún- aðinum í skip og setja hann upp á Íslandi. Síðan þarf á milli 40 og 60 flutningabíla til að flytja búnaðinn. Venjulega þarf ég sex mánuði þannig að ég varð að hefja störf á morgun. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði ég sagt nei, en hjarta mitt tók völdin.“ Gert Hof á litríkan feril að baki. Hann fæddist í Austur-Þýskalandi og komst snemma upp á kant við stjórnvöld þar. Í grjótið vegna rokksins „Þegar ég var fjórtán, fimmtán ára elskaði ég eins og allir unglingar Bítlana og Rolling Stones,“ segir hann. „Í DDR var það hins vegar bannað, þessi tónlist var kölluð „vestræn, formlaus úrkynjun“. Þegar maður er fjórtán ára vill maður hins vegar heyra þessa tónlist og ég náði mér í plötur og upptökur. Ég var svo óheppinn að ég var gripinn til að sýna öðrum unglingum í DDR að þeir ættu að vara sig: Ef þið hlustið á þessa andófstónlist lendið þið í fangelsi.“ Þýska öryggislögreglan, Stasi, handtók Hof 1967 og 1968 var hann dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi. „Þar kom að mér var sleppt, en ein- hvern veginn setti þetta mark sitt á sam- band mitt við austur-þýsk stjórnvöld, það er ljóst,“ segir Hof og hlær. Leið Hofs lá í leikhúsið og hann setti upp leiksýningar, sem ekki voru yfirvöld- um að skapi. Í einu verki, sem var frum- sýnt í ágúst 1988, rúmu ári fyrir fall múrs- ins, var sérlega háðulega farið með miðstjórn austur-þýska komm- únistaflokksins. „Verkið hét Nina, Nina, Tam Kartina,“ segir hann. „Það gerðist í Rússlandi og snerist um spillingu stjórn- málamannanna. Ég yfirfærði þetta þema yfir á DDR. Áhorfendur þar voru mjög með á nótunum. Í einu atriði kom mið- stjórn flokksins á sviðið með blindragler- augu og blindraborða um upphandlegg- inn. Áhorfendur ærðust. Miðstjórnin framdi fjöldasjálfsmorð á sviðinu og söng flokkslög á meðan. Verkið var sýnt þrisv- ar. Þá var sýningum hætt og skilaboðin, sem ég fékk, voru skýr: Herra Hof, nú er komið nóg af veru þinni í þessu landi.“ Eftir þetta fékk hann ekki að vinna meira í austur-þýsku leikhúsi, en hann átti sér annan vettvang, rokktónlistina. „Ég hafði unnið með austur-þýskum rokkhljómsveitum á borð City, Silly og Pankow og einnig sviðsett tískusýningar,“ segir hann. „Ég hafði nóg að gera. Ég var hins vegar áfram í DDR þótt ég hefði getað farið yfir. Mér fannst ég eiga verk að vinna í DDR, þar voru heimkynni mín og áhorf- endur mínir, sem vissu sínu viti og skildu það sem ég var að gera. Í vestrinu hefði það gufað upp.“ Í Austur-Þýskalandi ögraði Hof stöðugt yfirvöldum, en hann segir að tilgangurinn hafi aldrei verið að ögra. „Minn skilningur á frelsinu og sýn á listina var málið, en ég hafði aldrei áhuga á að ögra bara til þess að ögra. Hjá mér snerist þetta um innihald. Tökum Rammstein. Með þeim vildi ég búa til nýtt form í rokkinu og fólk kann að hafa upplifað það sem ögrun, en fyrir mér var samstarfið með Rammstein einfald- lega án málamiðlana. Ég ætla mér ekki að ögra.“ Hann segist ekki heldur gera neinar málamiðlanir þegar kemur að ljósasýn- ingum og um leið og reynt sé að segja honum fyrir verkum sé hann farinn. Dresden lýsir á ný Einn tilgangur verkefnisins á Íslandi er að vekja áhuga á landinu og hleypa lífi í ferðaþjónustuna að nýju. Hof hefur áður unnið verkefni, sem hafði svipaðan til- gang. „Fyrir fjórum árum varð mikið flóð í Dresden og allt fór á kaf. Ég fékk símtal þegar flóðið var afstaðið þess efnis að engu að síður væri vandamál: engir ferðamenn. Ég var beðinn um að setja upp sýningu við óperuna í Dresden, sem heimurinn tæki eftir, en engir væru peningarnir. Þegar listin getur hjálpað er það gott mál. Ég gerði þetta og það var sýnt frá atburðinum um allan heim, CNN, Reuters og svo fram- vegis. Staðreyndin var sú að ferðamenn- irnir komu aftur. Ég kallaði verkefnið Dresden lýsir á ný.“ Hann víkur talinu aftur að ögruninni: „Ég er svarinn óvinur meðalmennskunnar og kannski er það ögrunin. Í mínum huga er hægt að vera hæst uppi eða lengst niðri, í miðjunni kafnar maður. Ég reyni að skipuleggja verkefnin mín þannig að þau höfði til fólks á öllum aldri, frá sex ára til áttræðs. Ég vil gera verkefnið á Íslandi fyrir fólkið og umhverfið, en einnig fyrir ferðamennskuna og það er fullkomlega í lagi.“ Fyrir fjórum árum flæddi Saxelfur yfir bakka sína og olli miklum tjóni í Dresden. Þegar flóðin voru afstaðin hafði ferðamannastraumurinn þurrkast upp líka. Gert Hof var fenginn til að setja á svið ljósasýningu undir heitinu Dresden lýsir á ný og ferðamennirnir sneru aftur. Eitt markmiðið með því að lýsa upp jökul á Íslandi yrði að laða ferðamenn hingað á nýjan leik. Gert Hof snýr baki í Bessastaði. Hof ætlar að lýsa upp íslenskan jökul í október.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.