SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 51
6. júní 2010 51
Þeir sem hafa áhuga á ljósmyndamiðlinum og sögu
hans, eiga sér eflaust flestir, ef ekki allir, sínar eft-
irlætis ljósmyndir. Ég held upp á mörg og ólík ljós-
myndaverk, fyrir ýmissa hluta sakir, en ef ég væri beð-
inn um að nefna hina fullkomnu ljósmynd þá hika ég
ekki við að nefna þessa mynd Cartier-Bressons: Hyè-
res, Frakklandi, 1932. Hvers vegna? Í þessari ljós-
mynd mætast allar helstu hugmyndir ljósmyndarans
frá fyrsta hluta ferils hans, hins frjálsa götuljósmynd-
ara sem var undir miklum áhrifum frá súrreal-
ismanum. Cartier-Bresson setti þá fram hugmyndina
um „hið afgerandi augnablik“ og þessi mynd er frá-
bært dæmi um slíkt, þar sem hugur, auga og hjarta
sameinast á sekúndubroti, fanga augnablik, sem
hefði einungis getað verið svona og alls ekki öðruvísi.
Af hverju finnst mér myndin vera fullkomin? Stiginn og
handriðið í forgrunni skapa dýpt í myndheiminn og
leiða inn í ávalt form götunnar, þar sem hjólreiðamað-
urinn birtist og var frystur til eilífðar á algerlega hár-
réttum stað. Hrynjandi og formspil er fullkomið, eig-
inleikar miðilsins nýttir á meistaralegan hátt.
Hina fullkomnu ljósmynd
tók Cartier-Bresson í
Hyères árið 1932.
© Henri Cartier-Bresson / Magnum Photos, með leyfi Fondation Henri Cartier-Bresson
© Henri Cartier-Bresson / Magnum Photos, með leyfi Fondation Henri Cartier-Bresson
Shanghai, Kína, 1948.
Silfurprent, 33 x 49.5
cm. Í eigu The Museum of
Modern Art, New York.
Hyères, Frakklandi. 1932.
Silfurprent, 19.6 x 29.1 cm.
Í eigu The Museum of Mod-
ern Art, New York.