SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Page 54
54 6. júní 2010
H
vað er að vera nörd? Ætli það megi ekki skil-
greina það sem einstakling sem hefur
óvenjulega mikinn áhuga á afmörkuðu fyr-
irbæri eins og til dæmis stærðfræði, málvís-
indum eða tönnum. Áhuga? Kannski frekar ástríðu.
Stærðfræðinördar sjá hrífandi fegurð í hlutföllum og
tölum. Málvísindamenn fara með tungumálið eins og
margbrotna og spennandi lífveru og sumir tannlæknar
hafa dásamlega ástríðu fyrir tönnum. Undirrituð er
auðvitað myndlistarnörd, eins og margir myndlist-
armenn. Það brýst ekki út í taumlausri og stöðugri
myndlistarfíkn. Meira í ástríðufullum áhuga á ein-
stökum fyrirbærum innan myndlistarinnar og í svolítið
skringilegum húmor.
Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður og myndlist-
arnörd skrifaði árum saman um íslenska myndlist og
skildi mikið eftir sig. Sumum þóttu skrif hans ein-
strengingsleg og fordómafull, sérstaklega gagnvart
yngri kynslóðum listamanna, þeim sem lærðu í Hol-
landi og þeim sem fengust við hugmyndalist. „Aðeins
fyrir innvígða“ var dauðadómur í skrifum Braga. Þegar
ég skoðaði sýningu þýska tvíeykisins Nikolai von Rosen
og Florian Wojnar í Nýlistasafninu kom þessi setning
Braga upp í huga mér, en í þetta sinn í jákvæðum
skilningi.
Sýning Rosen og Wojnar er ekki fyrir alla. Og í því
samhengi; af hverju þessi algenga ósk um að listin sé
fyrir alla? Hvorki súkkulaði né fótbolti eru það, af
hverju að gera þær kröfur til samtímamyndlistar? Þess-
ir listamenn gera örugglega ekki þá kröfu. Sýning
þeirra er ekki gerð fyrir almenning svona almennt séð,
ekki fyrir þá sem kjósa að sjá í myndlistinni staðfest-
ingu á þeim raunveruleika sem þeir þekkja nú þegar og
viðteknum hugmyndum sínum um listina. Verk Rosen
og Wojnar eru fyrir hina, sem hafa áhuga á listum og
eru forvitnir.
Rosen og Wojnar eru samt ekki að gera neitt
splunkunýtt, þannig lagað. Þeir byggja á arfi sem er vel
þekktur, á vangaveltum um það hvað er list. Að baki
leik þeirra með samsetningar fundinna stóla og fund-
inna listaverka er hugarmynd okkar – hinna innvígðu
– af aldargömlu „readymade“ Duchamp; hjól af reið-
hjóli sem fest er á koll. Það má líka hugsa til Joseph
Kosuth og innsetningar hans Einn og þrír stólar frá
síðari hluta síðustu aldar.
Þýska tíveykinu tekst vel upp og þeir eru skemmti-
legir. Það má segja bráðfyndnir. Kannski tekur mynd-
listarnördinn nú yfir en myndband þeirra, þar sem þeir
stilla upp fundnum listaverkum í eigu Nýlistasafnsins,
á ýmsa stóla, einnig í eigu safnsins, er kostulegt.
Listamennirnir spyrja margra spurninga í verkum
sínum, um form og innihald, um eiginleika listaverka
og ekki síst það hvernig við horfum á listaverk. Nálg-
unin er blátt áfram, listaverk eru miskunnarlaust tekin
úr fyrra samhengi sínu og sett í nýtt. Ætlun þeirra
listamanna er gerðu verkin sem notuð eru er gersam-
lega hunsuð en þó er allt unnið af fullri virðingu.
Sýningin þeirra Nikolai von Rosen og Florian Wojnar
er vandlega útfærð í alla staði og vel ígrunduð. Á léttan
og leikandi hátt tekst þeim að skapa eftirminnilegar
myndir sem spyrja áleitinna spurninga um þróun og
eðli samtímalistar. Aðvörun: bara fyrir innvígða.
Aðeins
fyrir
innvígða
Myndlist
CharlieHotelEchoEchoSierraEcho
bbbbn
Nikolai von Rosen og Florian Wojnar í Nýlistasafninu. Til 26. júní.
Opið þri. – lau. frá kl. 12-17. Aðgangur ókeypis.
Ragna Sigurðardóttir
Eitt verka þýska tvíeykisins Nikolai von Rosen og Florian Wojnar á sýningu þeirra í Nýlistasafninu.
Rosen/Wojnar
Þetta verður alveg óskaplega róleg og góð helgi þar sem
Sprengjuhöllin hefur legið í dvala í nokkurn tíma en
undanfarið hef ég setið sveittur í hljómfræði uppi í LHÍ
en ég er að undirbúa mig fyrir nám í tónsmíðum næsta
haust. Annars hef ég virkilega góða tilfinningu fyrir
helginni þó mér sé alltaf hálf-illa við að gera of mikil
plön. En kærasta mín, hún Erna Halldórsdóttir dans-
kennari, var að koma heim frá Englandi í gær við vorum
boðin í mat heima hjá ömmu og afa ásamt pabba og ynd-
islegu bræðrum mínum. Síðan förum við í aðra grill-
veislu í kvöld þar sem einn stórsöngvari úr Garðabænum
á stórafmæli. Síðan verður maður að passa sig að nota
allar sólarstundirnar. Reykjavík fer öll að iða þegar það
er svona gott veður og það er bara virkilega
gaman að ráfa um og taka inn stemn-
inguna. Leyfa henni að seytla inn. Hver
veit nema maður reyni að hóa saman
í frisbí á Miklatúni og ég geri fast-
lega ráð fyrir því að dvelja í að
minnsta kosti 3-4 tíma í Nes-
lauginni. Annars ætlum við
Bergur vinur minn að reyna
að komast í tennis um
helgina, maður á að vera
duglegur að fara í allar
íþróttir sem mann langar í á
sumrin en við höfum síðustu
sumur verið að leika okkur
svolítið í tennis.
Helgin mín Georgi Kári Hilmarsson
Grillveislur
og afslöppun
Í
frumraun sinni sem skáldsagnahöfundur segir Kári
Tulinus, sem áður hefur fengist við ljóðasmíði, sam-
tímasögu af nokkrum íslenskum ungmennum. Fyrri
hluti sögunnar Píslarvottar án hæfileika – Saga af
hnattvæddri kynslóð gerist í september árið 2008, fyrir
búsáhaldabyltingu, en sá síðari í nóvember sama ár. Þá er
af og til stigið aftur í tímann í köflum þar sem brugðið er
upp myndum úr fortíð persónanna, af atburðum sem
skýra framvinduna eða hafa mótandi áhrif á fólkið.
Lesandinn kynnist tveimur stúlkum og þremur piltum
í Reykjavík sem segja má að glími við ákveðinn tilvist-
arvanda og stofna hryðjuverkahóp til að gefa lífi sínu til-
gang. Það gengur hinsvegar upp og ofan að koma hug-
myndum af umræðustiginu, hvað þá að gefa hópnum
nafn við hæfi. Inn í söguna blandast ástarmál ungmenn-
anna, þarna er eitt par, einn piltanna er samkynhneigður
og aðrir skotnir, eins og gengur. Ástarmálin verða mik-
ilvægur hluti fléttunnar og einnig uppljóstranir höfundar
um mikilvæga atburði í fortíðinni.
Búsáhaldabyltingin blandast ekki inn í söguna, sem er
áhugavert bragð hjá höfundi, því persónunarnar hafa hug
á að fremja hryðjuverk og bylta samfélaginu; en þau
skortir tilefnið og eru meira að segja utangátta þar. Sagan
berst hinsvegar suður til Ísraels og vísar þá aftur í sam-
tímaatburði á forvitnilegan hátt.
Styrkleiki Píslarvotta án hæfileika felst einkum í bygg-
ingunni, hvernig tímaplanið er spunnið saman, og flétt-
unni. Þá notar höfundur á forvitnilegan hátt ýmis smáat-
riði til að útskýra persónuleikann; stússið í kringum
gráan kött afhjúpar þannig sakleysi fólksins. Samtölin og
beinar lýsingar á persónum eru hinsvegar veikleikar sög-
unnar, einkum þó samtölin, sem vilja verða orðmörg,
stirð og óraunveruleg, þótt þau eigi að vera hversdagsleg.
Þetta er þó fyrirtaks frumraun.
Af byltingar-
sinnum og
kattarvinum
Bækur
Píslarvottar án hæfileika.
Saga af hnattvæddri kynslóð.
bbbmn
Eftir Kára Tulinius. JPV útgáfa, 2010. 224 bls.
Píslarvottar án hæfileika, með undirtitilinn Saga af hnatt-
væddri kynslóð, er fyrsta skáldsaga Kára Tulinius.
Einar Falur Ingólfsson
Lesbók