SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 14
14 20. júní 2010 Þ að brakar í viðarstiga í gömlu húsi í Litla-Skerjafirði þar sem viðmælandi minn tekur á móti mér á stigapallinum. Umgjörð- in er viðeigandi; við ætlum að ræða gömul hús þótt Snorri Freyr Hilmarsson sé fyrst og fremst þekktur fyrir leik- myndir sínar. Hann segir hús enda ann- að og meira en stórar leikmyndir. „Eða ég vona það – leikmyndirnar eru alltaf rifnar niður að lokum.“ Tækifærin í gömlu byggðinni, hús- unum þar götum og mannlífi, eru Snorra hugleikin. Bók hans, 101 tækifæri, er ný- komin úr prentsmiðjunni en þar fer hann í máli og myndum yfir bygging- ararfleifðina í miðborginni og hvers vegna hún sé okkur mikils virði, hvernig hugmyndir manna um varðveislu gam- alla húsa hafa breyst og þær tillögur, sem kynntar voru um uppbyggingu og nið- urrif á Laugaveginum þegar hið svokall- aða góðæri var í hámarki. „Bókin sýnir hvað bærinn okkar hefur upp á að bjóða,“ segir Snorri. „Þessi gömlu timburhús eru gjarnan töluð nið- ur með því að kalla þau kofa og fúa- spýtur auk þess sem því er iðulega haldið fram að það þurfi að gera svo mikið fyrir umhverfi þeirra. Umhverfið í sjálfu sér býður hins vegar upp á svo mörg tæki- færi að það þarf engar stórkostlegar hrossalækningar.“ Slíkar stórtækar aðgerðir hafa þó löngum verið á dagskrá borgaryfirvalda, eins og aðalskipulag borgarinnar frá 1962 ber með sér. „Þetta var mikið niðurrifs- skipulag en þar komu engu að síður fram fyrstu hugmyndirnar um varðveislu byggðarinnar,“ segir Snorri. „Menn voru þó fyrst og fremst að hugsa um að varð- veita góð dæmi um byggingarsöguna en rífa annað til að rýma fyrir götum og ný- byggingum. Þarna átti að taka einhver hús til hliðar og varðveita eins og verið væri að setja þau á safn en ekki hugsað um hvernig byggingarnar gætu glætt borgina lífi og verið hluti af Reykjavík sem nútímaborg. Þrátt fyrir almenna viðhorfsbreytingu hér á landi í garð gamalla húsa hefur þessi hugsun ekki enn verið tekin inn í aðalskipulag. Ná- grannaborgir okkar hafa gert það og nýtt sér þannig þau tækifæri sem felast í sögulegu umhverfi.“ Gylliboð og hótanir Niðurrifshugsunin var áfram ríkjandi í aðalskipulagi árið 1986 og Snorri bendir á að þar geti hundurinn hugsanlega legið grafinn. „Tíu árum síðar var samþykkt mjög metnaðarfull húsaverndunar- áætlun Reykjavíkurborgar. Hún varð hins vegar aldrei hluti af aðalskipulagi þannig að hún var alltaf opin fyrir ákveðnum geðþótta. Það er ástæðan fyrir því að menn standa í stappi niðri á Ing- ólfstorgi þar sem götumyndin er friðuð – Byggingakranarnir í miðborginni þjóna hinu gamla og nýja. Við Lækjargötu er unnið að endurbyggingu húsa sem þar brunnu en við höfnina er nýtt tónlistarhús í smíðum. Snorri Freyr Hilmarsson hefur látið sig húsin í borginni varða, en hægra megin við hann eru gömul hús við Bernhöftstorfu sem þóttu ekki mikil augnayndi „í denn“ þótt enginn deili um ágæti þeirra í dag. Morgunblaðið/Kristinn Þarf engar hrossa- lækningar Snorri Freyr Hilmarsson segir tíma kominn til að Reykjavík taki sjálfa sig í sátt. Í bók sinni 101 tækifæri fjallar hann um verðmætin sem eru fólgin í byggingarsögu borgarinnar. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Brynjuhúsið er meðal húsa við Laugaveg sem samkvæmt skipulags-tillögum má rífa.. Húsið Sund við Hverfisgötu sem byggt var árið 1898 er meðal þeirra húsa sem má rífa. Hljómalindarhúsið við Laugaveg var á niðurrifslista en hætt hefur verið við þau áform.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.