SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 14
14 20. júní 2010
Þ
að brakar í viðarstiga í gömlu
húsi í Litla-Skerjafirði þar sem
viðmælandi minn tekur á móti
mér á stigapallinum. Umgjörð-
in er viðeigandi; við ætlum að ræða
gömul hús þótt Snorri Freyr Hilmarsson
sé fyrst og fremst þekktur fyrir leik-
myndir sínar. Hann segir hús enda ann-
að og meira en stórar leikmyndir. „Eða
ég vona það – leikmyndirnar eru alltaf
rifnar niður að lokum.“
Tækifærin í gömlu byggðinni, hús-
unum þar götum og mannlífi, eru Snorra
hugleikin. Bók hans, 101 tækifæri, er ný-
komin úr prentsmiðjunni en þar fer
hann í máli og myndum yfir bygging-
ararfleifðina í miðborginni og hvers
vegna hún sé okkur mikils virði, hvernig
hugmyndir manna um varðveislu gam-
alla húsa hafa breyst og þær tillögur, sem
kynntar voru um uppbyggingu og nið-
urrif á Laugaveginum þegar hið svokall-
aða góðæri var í hámarki.
„Bókin sýnir hvað bærinn okkar hefur
upp á að bjóða,“ segir Snorri. „Þessi
gömlu timburhús eru gjarnan töluð nið-
ur með því að kalla þau kofa og fúa-
spýtur auk þess sem því er iðulega haldið
fram að það þurfi að gera svo mikið fyrir
umhverfi þeirra. Umhverfið í sjálfu sér
býður hins vegar upp á svo mörg tæki-
færi að það þarf engar stórkostlegar
hrossalækningar.“
Slíkar stórtækar aðgerðir hafa þó
löngum verið á dagskrá borgaryfirvalda,
eins og aðalskipulag borgarinnar frá 1962
ber með sér. „Þetta var mikið niðurrifs-
skipulag en þar komu engu að síður fram
fyrstu hugmyndirnar um varðveislu
byggðarinnar,“ segir Snorri. „Menn voru
þó fyrst og fremst að hugsa um að varð-
veita góð dæmi um byggingarsöguna en
rífa annað til að rýma fyrir götum og ný-
byggingum. Þarna átti að taka einhver
hús til hliðar og varðveita eins og verið
væri að setja þau á safn en ekki hugsað
um hvernig byggingarnar gætu glætt
borgina lífi og verið hluti af Reykjavík
sem nútímaborg. Þrátt fyrir almenna
viðhorfsbreytingu hér á landi í garð
gamalla húsa hefur þessi hugsun ekki
enn verið tekin inn í aðalskipulag. Ná-
grannaborgir okkar hafa gert það og nýtt
sér þannig þau tækifæri sem felast í
sögulegu umhverfi.“
Gylliboð og hótanir
Niðurrifshugsunin var áfram ríkjandi í
aðalskipulagi árið 1986 og Snorri bendir
á að þar geti hundurinn hugsanlega legið
grafinn. „Tíu árum síðar var samþykkt
mjög metnaðarfull húsaverndunar-
áætlun Reykjavíkurborgar. Hún varð
hins vegar aldrei hluti af aðalskipulagi
þannig að hún var alltaf opin fyrir
ákveðnum geðþótta. Það er ástæðan fyrir
því að menn standa í stappi niðri á Ing-
ólfstorgi þar sem götumyndin er friðuð –
Byggingakranarnir í miðborginni þjóna hinu gamla og nýja. Við Lækjargötu er unnið að endurbyggingu húsa sem þar brunnu en við höfnina er nýtt tónlistarhús í smíðum. Snorri Freyr Hilmarsson
hefur látið sig húsin í borginni varða, en hægra megin við hann eru gömul hús við Bernhöftstorfu sem þóttu ekki mikil augnayndi „í denn“ þótt enginn deili um ágæti þeirra í dag.
Morgunblaðið/Kristinn
Þarf engar
hrossa-
lækningar
Snorri Freyr Hilmarsson segir tíma kominn til að
Reykjavík taki sjálfa sig í sátt. Í bók sinni 101
tækifæri fjallar hann um verðmætin sem eru
fólgin í byggingarsögu borgarinnar.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Brynjuhúsið er meðal húsa við Laugaveg sem samkvæmt skipulags-tillögum má rífa..
Húsið Sund við Hverfisgötu sem byggt var árið 1898 er meðal þeirra húsa sem má rífa.
Hljómalindarhúsið við Laugaveg var á niðurrifslista en hætt hefur verið við þau áform.