SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 41
20. júní 2010 41 Þ að er eitthvað mjög fágað við það að sitja við dekkað borð á sænskum herragarði og taka litla sopa af ljósbrúnu mjólkurtei úr fallega ámáluðum postulínsbolla. Ekki spillir heldur fyrir að með teinu eru bornar fram samlokur skornar í netta þríhyrninga og skonsur með sultu og enskum clot- ted cream. Teið spilar fagmannlega undir um leið og gómsætið lætur bragðlaukana svífa um í sænskum vals sem síðan breyttist í rífandi ræl þegar teið og skonsurnar mætast í full- komnum bragðsamhljómi. Svona er sparihliðin á tei unaðsleg, settleg og fáguð. Sjóðandi vatni er hellt á telaufin sem bíða þess að gefa vatninu bragð í fallegum tekatli. Síðan er beðið og mjólkin borin fram í fallegri mjólkurkönnu, hunang jafnvel líka dregið út úr ísskápnum ef við á. Þegar drukkið er te úr tekatli skal hella mjólkinni fyrst í boll- ana, mjólkinni á eftir ef notaður er tepoki. Fallegir bollar í breskum stíl auka á ánægjuna en eru ekki nauðsynlegir. Loks er komið að því að tylla sér og njóta drykksins sem hefur styrkt og hlúð að ótal enskum sálum í gegnum ár- in. Til að gera upplifunina enn betri spillir ekki fyrir að hafa nokkrar gúrkusamlokur eða sætindi við höndina til að njóta með sopanum. Í þröngum herbergisskonsum breskra háskólastúdenta og eldhúsum húsmæðra má finna annars konar temenningu. Þar er teinu gjarnan hellt í eins stóra bolla og hugast getur og heilu fantarnir af hinum ástkæra vökva innbyrtir til að vinna bug á þreytu, timburmönnum, slappleika og jafnvel ástarsorg. Í norðurenskri málýsku stendur orðið tea oftar en ekki fyrir kvöldmat og dinner fyrir hádegismat. Nokkuð sem er afar ruglandi fyrir erlenda námsmenn sem vita aldrei almennilega hvenær eða hvað þeir eru að fara að borða með nýfundnum vinum sínum. Ís- lenskur vatns- og mjólkurþambari strengdi þess heit að snerta aldrei á drykknum góða við upphaf námsdvalar í telandi en ekki leið á löngu þar til fíknin hafði heltekið hann. Sakleys- islegur tebolli með eðaltei frá Marks & Spencer með nóg af mjólk og teskeið af hunangi, lagaður af indælli sambýliskonu sem vinahót, varð upphafið að áralangri tefíkn. Fyrsti bollinn leiddi í fyrstu til hóflegrar drykkju sem nokkrum mánuðum seinna var algjörlega komin úr böndunum. Sérstaklega um haust og vetur þegar námsbækurnar kalla, þá leikur teið ljúft stef sem vekur heilafrumurnar varlega af værum blundi og leiðir þær síðan út á gólfið í rokk og ról. Það sama er að segja á rigningarlegum sumardögum. Þá er fátt betra en að vera í fríi, skríða undir teppi í sófanum og kúra þar í náttföt- unum með einn heitan og góðan fant af tei. Kósíheit og kæti Sumarið er vissulega komið en sumarveðrið fylgir því ekki endilega. Þegar rignir og blæs er gott að sitja inni með góðan kaffi- eða tebolla og láta fara vel um sig. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Sakleysislegur tebolli með eðaltei blönduðu hunangi varð upphaf- ið að áralangri tefíkn. Kaffiunnendur eru líklegast þegar margir hverjir farnir að skjálfa á beinunum af koffínskorti ef marka má nýj- ustu fréttir utan úr heimi. Nýleg grein í Financial Times greindi frá því að verð á kaffi væri nú farið að rjúka upp sökum efnahagsþrenginga á markaðnum. Verðhækkunin á við kaffibaunir í öllum gæðaflokk- um og þannig hefur tonnaverð á Robusta, sem talin er meðal lággæða-kaffibauna, hækkað um tæp 20 pró- sent en arabica gæða-kaffibaunin hefur hækkað um 11 prósent. Haldi áfram sem horfir má því búast við því að kaffibollinn verði orðinn nokkuð dýr í nánustu fram- tíð og kaffi sannkölluð lúxusvara. Lúxusverð á kaffi Kaffisopinn gæti orðið dýr í framtíðinni. Tedrykkja og vinsældir teboða í Englandi juk- ust til muna í byrjun 18. aldar. Vinsældirnar má rekja til Önnu, 7. her- togaynju af Bedford, sem sögð er hafa kvart- að yfir garnagauli seinnipart dags. Til að seðja hungur hertoga- ynjunnar var brugðið á það ráð að færa henni te og létt snarl í dyngju hennar seinnipart dags. Vinir hennar fengu síð- an að bætast í hópinn og varð samkundan svo vinsæl að hertogaynjan hélt áfram að bjóða fólki í slík teboð þegar hún sneri til London eft- ir sumardvöl í enskri sveitasælu. Upp úr því urðu slík síðdegisteboð afar vinsæl meðal efri stétta samfélagsins. Gott er að fá sér litlar samlokur og skonsur með tebollanum. Teboð hertogaynju Þegar heitt er í veðri langar mann ekki endilega í heitt kaffi en þá getur verið gott að fá sér ískalt frappe í lík- ingu við það sem margir Ís- lendingar kannast við frá bandarísku kaffihúsakeðj- unni Starbucks. Slíkt er einnig í boðið hér á landi en hjá Te og Kaffi fæst til að mynda frappachino sem oft- ar en ekki er kallað frappó í daglegu tali. Frappachino drykkurinn er lagaður úr ex- presso, mjólk, klökum og sý- rópi með bragðtegund að eigin vali. Nú er einnig hægt að láta bæta lakkrískurli saman við drykkinn fyrir al- vöru sælkera. Þá er líka um að gera að prófa sig áfram í slíkri drykkjargerð heima fyr- ir í sumar. maria@mbl.is Lakkrískurl í kaldan kaffi- drykk ætti að kæta sælkera. Frappó með lakkrískurli Lífsstíll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.