SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 51

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 51
20. júní 2010 51 af því sem fyrirhugað var með reksturinn var eins og menn væru fljúgandi á ferðinni með himinskautum og það hefur verið mjög mikil vinna að fara í gegnum þær áætlanir og gera þær upp á nýtt. Annað sem mjög mikil vinna hefur farið í er að sjá til þess að Harpa verði fjölnotahús og þá að gera mönnum grein fyrir því að 80% af viðburðunum í húsinu verða ekki klassík tónlist. Auðvitað er grunn- urinn sá að þetta sé mjög gott tónleikahús fyrir klass- íska tónlist, enda erum við með 35 ára samning við Sinfóníuhljómsveitina, en við verðum að láta annað fá svigrúm líka og höfum þurft að gera ákveðnar breyt- ingar til þess að það sé hægt.“ Eins og getið er í upphafi hefur bygging tónlistar- hússins farið fyrir brjóstið á mörgum og ýmsir hafa gagnrýnt að haldið skuli áfram með húsið á meðan svo kreppi að í þjóðfélaginu. Glerhjúpurinn stendur í mörgum og eins er alsiða að menn haldi því að fram að svo dýrt verði að reka húsið að það verði ævinlega baggi á þjóðinni. Sem dæmi má nefna nýlegt blogg al- þingismanns sem heldur því fram að rekstrarkostn- aðurinn mun nema yfir 4 milljónum á dag frá ríkinu og 4 milljónum á dag frá Reykjavíkurborg. Þórunn kannast við að menn hafi haldið slíku og þvílíku fram en það eigi ekki við rök að styðjast. „Ríki og borg styrkja ekki reksturinn, það sem þau borga næstu 35 árin fer til þess að borga niður lánin af byggingunni sjálfri og að loknum þeim tíma eiga þau þetta mikla hús.“ Þurfum ekki að láta eins og við séum aumingjar „Við myndum eflaust sleppa þessum glerhjúp og lík- lega líka öllum þeim flotta hljóðbúnaði sem í húsið fer ef við værum að byrja á húsinu í dag en þegar litið er til þess að þjóðir byggja bara svona hús einu sinni á öld held ég að þau gæði og sú hugsun sem hefur verið lögð í þetta hús verði bara mjög hagkvæm þegar upp er staðið. Hvað glerhjúpinn varðar sérstaklega þá verður eitthvað að vera utan á húsinu og þó við séum blönk þá þurfum við ekki að láta eins og við séum aumingjar. Ég er sannfærð um það og vona að Harpa færi þjóðinni eitthvað af þeirri gleði sem þetta hrun rændi hana. Það verður að vera eitthvert ljós við end- ann á göngunum. Húsið verður líka óskaplega fallegt, þetta glerverk er einstakt, og það er bara allt í lagi að við byggjum almennilegt hús einu sinni á öld, við þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Við eigum afar gróskumikla tónlistarflóru sem hvergi hefur beðið hnekki í hruninu, nema síður sé. Harpa þarf að taka vel á móti þessu fólki og hún verður líka aflstöð fyrir ráðstefnuhald og ferðaþjón- ustuna, sem er einn mikilvægasti undirstöðuþáttur í framtíðarhagkerfi Íslendinga. Það verða því margar vinnandi hendur í kringum Hörpu og því getur hún orðið gríðarlega mikilvæg í atvinnuuppbyggingu höf- uðborgarinnar og mikið aðdráttarafl til framtíðar. Mér finnst óánægjuraddir vegna Hörpu í raun litlar ef miðað við öll stórhýsi í heiminum, öll glæsilegu húsin sem hafa staðið eftir hvort sem það er óp- eruhúsið í Sydney eða Eiffelturninn eða dómkirkjan í Barcelona. Deilur um þau hús og mannvirki voru miklu meiri og harkalegri en deilur um Hörpu. Ef menn halda að það að sleppa því að klára Hörpu hefði fært almenningi meiri peninga á milli handanna þá er það blekking og ekki smart pólitík að halda því fram.“ ’ Hvað glerhjúpinn varðar sérstaklega þá verður eitthvað að vera utan á húsinu og þó við séum blönk þá þurfum við ekki að láta eins og við séum aumingjar. Ég er sannfærð um það og vona að Harpa færi þjóðinni eithvað af þeirri gleði sem þetta hrun rændi hana. Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.