SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 47
20. júní 2010 47 LÁRÉTT 1. Ljóðskáld er betur statt en útvarpsstöð eins og best er að sjá. (4, 2, 4, 6) 8. Jafn elskaðar og hreinar. (9) 9. Ræðupappír er eintak. (8) 10. Ás hrökk við vegna hyllinga að sögn. (5) 11. Silfur nuddi þrátt galla. (5) 12. Draga saman í drykkjarvél. (6) 13. Tækin til að smíða stólinn. (5) 14. Óska eftir merki frá grænmeti frá þverhausum. (9) 16. Skipta með sér kind út af gagnrýni. (6) 17. Kveðið á um bátinn. (6) 19. Hún notar grískan bókstaf bersýnilega til að of- sækja einhvern. (8) 22. Ákærir ílát goða. (6) 23. Einhvern veginn er gert at að glennu. (6) 26. Illgjörn ef flækist um öræfi. (10) 28. Mánaðarleg án risaeðlu. (8) 29. Fuglinn sýnir hálfgerðan franskan dans við knæpu. (6) 30. Afi myndi daður þótt það rynni saman í af- skræmdan. (10) 31. Lærðu og finndu blíðmæli. (7) 32. Ákvað kona verðgildi bakka með fatnaði. (10) LÓÐRÉTT 1. Skreppa með konu. (6) 2. Slík er hvöss og óbifandi (8) 3. Maka til baka í sál sem fæst við dómsmál. (7) 4. Kærasti Barbie fær drykk og ryk frá furðuskepn- um. (8) 5. Tafl skóflu er þynna á skóflu. (8) 6. Sort fær slag út af lífshættulegum sjúkdómi. (11) 7. Félausari með meiri gljáa. (8) 10. Fjöll utan um alið og hluta fótar fela í sér þær sem eru léttar á fæti. (12) 15. Ó, rumdi og iðki. (7) 16. Drengir áðu einhvern veginn hjá fyrrnefndri. (10) 18. Glúrin sá kím í einhvers konar tekju. (11) 20. Hvetja rjóða í blóma. (10) 21. Föt og leður enda í gúmmíi. (8) 24. Það er alrangt með eitthvað af ákveðinni stærð og flækju þess. (8) 25. Kuldatímabil hrörnar. (7) 27. Við fjaðurmagnaðan málm gubbi af framburð- arfráviki. (7) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úr- lausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 20. júní rennur út fimmtudaginn 24. júní. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 27. júní. Heppinn þáttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 13. júní er Brynjólfur Magnússon. Hann hlýtur í verðlaun bókina Morgnar í Jenín eft- ir Susan Abulhawa. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Hjörvar Steinn Grétarsson vann góðan sigur í flokki alþjóðlegra meistara á First Saturday- mótinu sem lauk í Búdapest um helgina. Hjörvar hlaut átta vinninga af 11 mögulegum og varð einum fyrir ofan Banda- ríkjamanninn Takashi Iwamoto sem hlaut sjö vinninga en í 3. sæti varð Ungverjinn Bela Len- gyel með sex og hálfan vinning. First Saturday-mótið hefst eins og nafnið bendir til fyrsta laugardag í hverjum mánuði og er því einhvers konar skák- móta-hringekja í fjölmörgum flokkum sem stendur yfir allt árið og er hugarfóstur og „eign“ Ungverjans Laszlos Nagys. Ís- lenskir skákmenn hafa oft gert góða hluti þarna og má nefna ágæta frammistöðu Dags Arn- grímssonar, Guðmundar Kjart- anssonar og Stefáns Kristjáns- sonar á liðnum árum. Mótið er upplagt fyrir skákmenn í leit að alþjóðlegum áföngum og margir skákmenn ferðast langan veg til þess að taka þátt í því. Að þessu sinni var Hjörvar að- eins hálfum vinningi frá áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann hóf mótið með því að hljóta 3½ vinning úr fyrstu fjór- um skákum sínum, tapaði næstu tveimur en kom sterkur til baka og hlaut 4½ vinning úr síðustu fimm. Hann hefði sennilega átt að vinna allar þessar skákir. Hjörvar hefur nú unnið fjögur mót á innan við ári og gerir þ.a.l. sterkt tilkall til þess að vera valinn í íslenska ól- ympíuliðið sem teflir í Khanty Manyisk í haust. Í lokaumferðinni dugði hon- um jafntefli til að verða einn efstur en hugleiðingar um slíkt voru víðsfjarri. Skákin er gott dæmi um kraftmikinn stíl Hjörvars. Búdapest 2010; 11. umferð: Hjörvar Steinn Grétarsson – Nicolas Tavoularis Hollensk vörn 1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg3 g6 4. Rf3 Bg7 5. 0-0 0-0 6. b3 d6 7. bb2 e5 8. dxe5 Rg4 9. Ra3 Rxe5 10. Rxe5 dxe5 11. Dxd8 Hxd8 12. Rb5 Ra6 13. Had1 He8 14. Bd5+ Kh8 15. Bf7! Hf8 16. Ba3! Með þessu nær hvítur fram veikingu á hornalínunni h1-a8 og þó einkum d5-reitnum. Þá öðlast riddarinn ákjósanlegan reit á d6, 16. … Hxf7 strandar á 17. Hd8+ Bf8 18. Bxf8! og vinnur. 16. … c5 17. Bc4 Bf6 18. Rd6 Rb4 19. c3 Rxa2 20. Bxc5 b6 21. Ba3 Rxc3 22. Hc1 e4 23. Rb5! Annar snjall leikur, svartur verður að láta skiptamun af hendi. 23. … Rxb5 24. Bxf8 Bd7 25. Bb4 a5 26. Bd2 Rd4 27. Bc3 Bc6 28. Hfd1 Hd8 29. e3 Rf3+ 30. Kg2 Hf8 31. Hd8! Laglegur lokahnykkur. Nú er 31. … Hxd8 svarað með 32. Bxf8+ og svartur stendur eftir hrók undir. Hann gafst því upp. Jóhanna Björg og Lenka efstar á Íslandsmóti kvenna Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Lenka Ptacnikova urðu jafnar og efstar á Íslandsmóti kvenna sem lauk sl. fimmtudagskvöld. Þær munu tefla tvær aukaskákir um sæmdarheitið Skákmeistari Ís- lands. Jóhönnu dugði jafntefli í lokaumferðinni en þá mætti hún Lenku og tapaði. Lenka hafði í umferðinni á undan lotið í lægra haldi fyrir Hallgerði Helgu. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1.-2. Jóhann Björg Jóhanns- dóttir og Lenka Ptacnikova 4 v. (af 5). 3. Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir 3½ v. 4. Sigurlaug Friðþjófsdóttir 2 v. 5. Hrund Hauksdóttir 1 v. 5 Elsa María Þorfinnsdóttir ½ v. Fjórar efstu hafa ásamt Tinnu Kristínu Finnbogadóttur verið valdar í kvennalið Íslands fyrir næsta ólympíumót. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Hjörvar sigraði á First Saturday-mótinu Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.