SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 38
38 20. júní 2010 Matur É g fer ekki ótilneydd í útilegu og þaðan af síður í gönguferðir um fjöll og firnindi. Mín útivist tak- markast því að mestu við laut- arferðir og þess háttar. En mér finnst alltaf jafngott að borða úti, það er að segja þegar viðrar til þess. Kannski er það fyrir áhrif frá Enid Bly- ton. Eins og allir vita sem lásu bækur hennar á viðkvæmu aldursskeiði er þar mikið borðað, einkum og sér í lagi í úti- legum, og frasinn „allur matur bragðast betur utandyra“ kemur þar stundum fyrir. Reyndar var sá matur sem borð- aður var utandyra í bókum Blyton ekki svo ýkja fjölbreyttur: Samlokur (oftast með skinku ef ég man rétt), nautatunga, ferskjur, harðsoðin egg, ávaxtakaka – jú, kannski eitthvað fleira en ég man ekki eftir því. Svo að fullyrðingin um að „allt“ bragðaðist betur utandyra byggðist kannski ekki á mikilli reynslu þegar bet- ur er að gáð. Hvort sem allur matur bragðast betur úti eða ekki er víst að hann hentar misvel sem nesti í útilegur og lautarferðir. Það er um að gera að velja eitthvað sem hægt er að fullelda og útbúa heima og geymist í a.m.k. 1-2 daga í kæliboxinu og gjarna eitthvað sem hægt er að borða með höndunum og þarf ekki hnífapör til. Þess vegna finnst mér matur sem er vafinn í eitthvað eða hafður sem fylling mjög heppilegt nesti, hvort heldur er í laut- arferðum eða útilegum. Og jafnvel þótt eigi að elda eða hita mat þegar farið er í útilegu er gott að vera líka með eitthvað sem má borða kalt – það getur komið sér vel þegar komið er seint á áfangastað og allir svangir. Fyllt brauð Ég gerði oft svona brauð fyrir svona 10-15 árum, yfirleitt til að setja á hlaðborð í samkvæmum af ýmsu tagi því það er lit- ríkt, skemmtilegt og gott en það er líka einstaklega hentugt sem nesti. Kannski ekki í bakpokaferðir eða lengri göngu- ferðir en það hentar mjög vel í tjaldferð- ina eða sumarbústaðinn eða þegar farið er í lautartúr. Það þarf bara að muna eftir að taka með sér hníf til að skera brauðið … Í sjálfu sér er hægt að setja næstum hvaða álegg sem er inn í brauðið, það þarf bara að gæta þess að það sem valið er passi saman. Ég hef, auk þess sem hér er talið upp, notað margs konar kjötálegg, kjúkling, harðsoðin egg, gúrku, steiktar eggaldinsneiðar, ýmiss konar ost, ólífur og fleira. 1 brauð, kringlótt eða sporöskjulaga salatblöð skinkusneiðar 1 tómatur, vel þroskaður ½ kúla ferskur mozzarella-ostur nokkur basilíkublöð nokkrar sneiðar af salamipylsu salatblöð ¼ lárpera, vel þroskuð ¼ paprika 2 msk ólífuolía nýmalaður pipar Skerðu lok ofan af brauðinu og holaðu bæði neðri hlutann og lokið að innan en skildu þó eftir gott lag af brauði innan við skorpuna. Dreifðu salatblöðum á botn- inn, leggðu skinkusneiðar ofan á, þá tómatsneiðar, mozzarellasneiðar, basil- íku, pylsusneiðar, lárperusneiðar, meiri salatblöð og nokkra paprikuhringi. Dreyptu olíunni yfir og kryddaðu með nýmöluðum pipar á 1-2 stöðum milli laga (t.d. ofan á mozzarellaostinn). Leggðu lokið ofan á, þrýstu því dálítið niður og pakkaðu brauðinu inn í álpappír. Geymdu það í kæliboxi, gjarna undir dá- litlu fargi. Skerðu það svo í þykkar sneið- ar (ég endurtek: ekki gleyma hnífnum heima). Tvenns konar kjúklingur Kjúklingur er hentugt nesti í ferðalög og hægt að matreiða hann á ýmsan hátt. Hér eru tveir kjúklingaréttir sem henta vel sem nesti, því báða má borða eins og þeir koma fyrir og þarf engin hnífapör – bara eitthvað til að þurrka af fingrunum á eftir. Ef börn eru með í för er tilvalið að útbúa báða réttina því að annar höfðar líklega meira til fullorðna fólksins og hinn fremur til barnanna. Reyndar höfða báðir jafnmikið til mín en ég hef heldur aldrei orðið almennilega fullorðin. Kjúklingavefjur 3 kjúklingabringur 1 msk olía ½ tsk kummin ½ tsk kóríander (duft) pipar salt 4 hveititortillur sítrussósa (sjá uppskrift) salatblöð kóríanderlauf 1 lítil lárpera, vel þroskuð Það er gott að pressa fyll- inguna vel saman, bæði í svona brauði og sumum samlokum. Matarhöfundurinn M.F.K. Fis- her segir í einni bóka sinna frá samlokum sem fjölskylda henn- ar tók alltaf með sem nesti á ströndina og á leiðinni var sá feitasti í hópnum látinn sitja á samlokunum til að pressa þær. Þessi marglitu silíkonform eru ekki bara mjög þægileg í notkun, þau eru líka sumarleg og setja skemmti- legan lit á tilveruna. Þessar tortillur má líka nota sem pinnamat. Þá eru þær skornar í þykk- ar sneiðar og tann- stöngli stungið gegn- um hverja sneið til að halda vefjunni saman. Allt bragðast betur utandyra Í útileguna eða gönguferðina er best að útbúa mat sem geymist vel í kæliboxinu og hægt er að borða með guðsgöfflunum úti í náttúrunni. Nanna Rögnvaldardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.