SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 39
20. júní 2010 39
V
ínin frá Ástralíu tóku heiminn með stormi fyrir rúmum tveimur áratug-
um þegar þau birtust sem ljósgeisli er varpaði skugga á evrópska víniðn-
aðinn, staðnaðan og værukæran.
Ástralir höfðu í sjálfu sér ræktað vín í einhverjum mæli frá því á
átjándu öld en lengst af var meginhluti framleiðslunnar einhvers konar stælingar af
þeim vínstílum sem Bretar þess tíma höfðu unun af, port og sérrí. Ekki það að
stundum tókst þeim lygilega vel upp jafnvel þá. Ég hef smakkað áströlsk púrtvín
frá nítjándu öld sem hafa staðist tímans tönn glettilega vel.
Hefðbundin borðvín fóru þó einnig að ryðja sér rúms á nítjándu öld eftir því sem
innflytjendum frá Evrópu fjölgaði sem fluttu með sér hefðir sínar og þekkingu.
Það er þó ekki fyrr en um miðbik síðustu aldar að það sem við þekkjum sem ástralska
vínframleiðslu dagsins í dag fór að taka á sig mynd. Betri stofnar af vínvið bárust til
landsins eftir að vínrækt lagðist nánast í eyði líkt og víða um heima vegna rótarlús-
arinnar phylloxera, menn náðu betri tökum á hinum sérstöku aðstæðum og síðast en
ekki síst komu á sviðið einstaklingar sem reyndu hið ómögulega og tókst það.
Þar ber hæst Max Schubert, fyrrverandi yfirvíngerðarmann Penfold-víngerð-
arinnar, sem fór um Evrópu á eftistríðsárunum og kynnti sér meðal annars vín-
gerðina í Bordeaux í Frakklandi. Þegar heim kom setti hann sér það markmið að
gera vín í sama gæðaflokki og þau bestu frá Bordeaux. Afurðin var nefnd Grange
Hermitage og vínið, sem nú er einfaldlega nefnt Grange, flokkast enn í dag með
þeim bestu í heimi.
Schubert kom Ástralíu endanlega á vínkortið en það var þó ekki fyrr en á níunda
áratug síðustu aldar sem flóðgáttirnar brustu. Fyrsta vígið sem Ástralarnir lögðu
undir sig var Bretland og síðan fylgdu Norðurlöndin, Bandaríkin og önnur mik-
ilvæg neyslusvæði í kjölfarið.
Ástralía sló í gegn með vel gerðum Chardonnay- og Shiraz-vínum en smám sam-
an fóru vopnin að snúast í höndunum á Áströlunum. Ekkert lát virtist á vinsæld-
unum og stöðugt fleiri hektarar fóru undir vínrækt. Ástralarnir voru hins vegar
ekki einir í heiminum og samkeppnin fór stöðugt harðnandi á sama tíma og ódýru
vínin þeirra urðu útþynntari og minna spennandi. Heimurinn var að fyllast af
ódýrum miðlungsvínum án merkjanlegs uppruna sem seld voru í skrautlegum um-
búðum undir sniðugum nöfnum.
Það sem lengi hafði verið styrkur ástralska víniðnaðarins – nokkur stór og alls-
ráðandi fyrirtæki – fór að verða akkilesarhæll þegar kvartanir yfir einsleitni urðu
meira áberandi.
Eftir því sem vínrækt jókst fóru menn líka að reka sig á þá óþægilegu staðreynd
að Ástralía er þurrasta heimsálfan og aðgangur að vatni takmarkaður.
Það er ekki sami ljóminn yfir áströlsku vínunum kannski vegna þess að þau eru
ekki lengur nýstirni. Áströlsk vín fóru fram úr þeim frönsku í innflutningi til Bret-
lands og langt komin með að fara fram úr þeim ítölsku í Bandaríkjunum. Þau hafa
náð gífurlegum árangri en á móti fórnað mörgu af því sem gerði þau svo sjarm-
erandi. Magnið var tekið fram yfir gæðin.
Engu að síður hefur álfan upp á gífurlega mikið að bjóða og vissulega eru enn oft
frábær kaup í góðum áströlskum vínum. Í Suður-Ástralíu er að finna stórkostleg
víngerðarhéruð á borð við Barossa, McLaren Vale og Adelaide Hills þar sem Shiraz-
þrúgan er yfirleitt sú besta þótt sums staðar, eins og í Coonawarra, sé Cabernet
Sauvignon síst síðri.
Í Viktoríu og Vestur-Ástralíu er að finna fjölda smærri framleiðenda sem stöðugt
eru að sækja inn á nýjar lendur með þrúgum á borð við Riesling, Viognier og San-
giovese.
Hvað mest spennandi er Ástralía oft á jaðrinum á svölustu svæðunum eins og í Tas-
maníu þar sem framleidd eru stórkostleg hvítvín og rauðvín úr þrúgunni Pinot Noir.
Þessi vín sjást hins vegar ekki nema í takmörkuðum mæli hér hjá okkur og á öðr-
um mörkuðum. Þegar maður rekst á þau endurnýja þau hins vegar trú manns og
aðdáun á áströlskum vínum.
Næst: Suður-Afríka
Ástralía: Byltingin
sem át börnin sín
Vín 101
Þrettándi hluti
Steingrímur
Sigurgeirsson
Hitaðu ofninn í 200°C. Settu bringurnar í
eldfast mót, helltu olíu yfir og kryddaðu
bringurnar á báðum hliðum með kumm-
ini, kóríander, pipar og salti (eða með því
kryddi sem þér líkar). Steiktu þær í 20-25
mínútur, eða þar til þær eru eldaðar í
gegn. Láttu þær kólna.
Raðaðu tortillakökunum á vinnuborð
og smyrðu um 2 msk af sítrussósunni á
hverja, ekki alveg út á brúnir. Dreifðu
nokkrum salatblöðum yfir og síðan kórí-
anderlaufi. Skerðu kjúklinginn í ræmur
eftir endilöngu og skerðu lárperuna í
sneiðar. Raðaðu kjúklingaræmum og lár-
perusneiðum í lengju á miðjuna á tortill-
unum, vefðu þær nokkuð þétt upp og
vefðu þeim vel inn í álpappír. Geymdu
þær í kæliboxi.
Sítrussósa
6 msk sýrður rjómi
3 msk majónes
(ég nota alltaf heimatilbúið en það
er ekki skilyrði)
fínrifinn börkur af ½ límónu
Hrærðu saman sýrðan rjóma, majónes,
límónubörk og sítrónubörk. Þessa sósu
má líka nota sem ídýfu og þá er best að
bæta við pipar og salti. – Ég nota alltaf
heimatilbúið majónes en það er ekki skil-
yrði (bara miklu betra) og það má líka
nota sýrðan rjóma eingöngu.
Klístraður kjúklingur
5-600 g kjúklingaleggir og/eða vængir
100 ml tómatsósa
2 msk ostrusósa
2 msk sojasósa
2 msk ljóst síróp
pipar
Skerðu tvo skáskurði í hvern legg og
hlutaðu vængina sundur. Blandaðu sam-
an tómatsósu, ostrusósu, sírópi og pipar í
eldföstu móti, veltu kjúklingnum upp úr
sósunni og láttu hann liggja í a.m.k.
klukkustund. Hitaðu ofninn í 200°C og
steiktu kjúklinginn í um 40 mínútur, eða
þar til hann er vel meyr og hefur tekið
góðan lit. Fylgstu með og breiddu ál-
pappír yfir ef hann virðist ætla að verða of
dökkur. Taktu kjúklinginn úr sósunni
þegar hann er tilbúinn og láttu hann
kólna á eldhúspappír. Vefðu e.t.v. hvern
bita um sig í salatblað og raðaðu í box.
Geymdu í kæliboxi. Hrærðu sósunni úr
eldfasta mótinu saman við sýrðan rjóma
þegar hún er köld, settu hana í lítið box
og hafðu hana með.
Súkkulaði- og hindberjamúffur
Múffur eru bakkelsi sem hentar vel í
nestisboxið, þær geymast vel í 2-3 daga
og eru eitthvað svo mátulega stórar. Ég er
mjög hrifin af sílikonformunum sem nú
er hægt að fá til að klæða múffuform úr
málmi, það er alltaf leikur einn að losa
múffurnar úr þeim, en auðvitað er líka
hægt að nota pappírsform sem sett eru í
málmform.
Þessar múffur eru með súkkulaði og
hindberjum, sem mér finnst alltaf eiga
mjög vel saman, en það mætti líka nota
önnur ber eða ávexti, hnetur og fleira –
grunnurinn er þá óbreyttur, bara skipt
um ávexti.
175 g smjör
150 g sykur
2 egg
275 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 tsk vanillusykur
½ tsk kanill
100 ml hrein jógúrt
100 g suðusúkkulaði, saxað
150 g hindber, frosin
Hitaðu ofninn í 180°C. Hrærðu smjör og
sykur ljóst og létt og þeyttu eggjunum
saman við. Blandaðu saman hveiti, lyfti-
dufti, matarsóda, vanillusykri og kanil og
hrærðu saman við smjörblönduna í 2-3
skömmtum, til skiptis við jógúrtina. Ekki
hræra meira en þarf til að blanda öllu
saman. Hrærðu að lokum súkkulaði og
hálffrosnum hindberjum saman við.
Settu í 12-16 pappírs- eða silíkonklædd
múffuform og bakaðu í 18-20 mínútur.
Láttu kólna í formunum.
Morgunblaðið/Eggert
Heimatilbúna barbecue-
sósan er hæfilega mild og
sæt til að henta börnum en
það má líka krydda hana
meira, t.d. með chili-sósu
eða cayenne-pipar.