SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Síða 54

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Síða 54
54 20. júní 2010 F erill Sigurðar Guðmundssonar (1942) myndlist- armanns er langur, farsæll og fjölskrúðugur. Sigurði hefur í gegnum tíðina jafnan tekist að halda eigin stefnu samhliða því að vera í takt við tímann. List hans hefur birst í margvíslegum myndum þar sem ljósmyndir, skúlptúrar og bækur eru ráðandi. Í Gallerí i8 má nú sjá ríflega fjörutíu uppruna- legar ljósmyndir Sigurðar frá áttunda áratug síðustu aldar, þegar hann lagði hugmyndafræðilegan grundvöll að list sinni. Myndir Sigurðar eru gerðar í anda síns tíma, á tímum Fluxus og andefnishyggju í listinni og samfélaginu öllu. En uppreisn hans hefur alla tíð verið ljúf og einkennst meira af vangaveltum um mannlega tilvist en gagnrýni á samfélagið. Þettur kemur m.a. fram í notkun hans á eftirfarandi titli; Hvaðan komum við? Hver erum við? Hvert höldum við? þar sem hann vísar til málverks nítjándu aldar málarans Pauls Gauguin. Verk Sigurðar eru aðgengileg og auðskilin. Mannleg tilvist er meginþema hans, mannlegar tilfinningar og breyskleikar, ásamt sterkri og gegnumgangandi feg- urðarþrá. Tungumálið er einnig rauður þráður í list hans og kemur það vel fram á þessum myndum. Hér eru sum verkin sterk og eftirminnileg, til dæmis þar sem listamanninum tekst á einfaldan máta að slá saman tveimur heimum myndar og orða eins og á myndinni Gangstétt, gata. Sigurður leikur sér stöðugt með tungumálið, orð og rím, merkingu og myndir eins og bækur hans þrjár eru til vitnis um, en sú nýjasta, Dýrin í Saigon er nýkomin út. List Sigurðar hefur tekið mörgum stakkaskiptum í gegnum árin, en á öllum tímum hefur sá frjói jarðvegur sem hann lagði upp með verið sterkur grundvöllur fyrir margvíslega nálgun hans. Í raun er þetta stór sýning, þó ekki fari mikið fyrir henni efnislega séð. Hér birtist fag- urkerinn, húmoristinn, ljóðskáldið og myndlistarmað- urinn Sigurður í sinni margbrotnu mynd og heillar mann upp úr skónum. Einlægni, lífsspeki, leikur og kímni þessara mynda eru ómótstæðileg og hafa að auki staðist tímans tönn, gengið aftur tvíefld í samtímanum ef eitthvað er. Byggt á sterkum grunni Myndlist Sigurður Guðmundsson, ljósmyndir bbbbn i8, Tryggvagötu Til 26. júní. i8 er opið 11-17 þri.-fös. og 13-17 lau. Aðgangur ókeypis. Ragna Sigurðardóttir Í Gallerí i8 má nú sjá ríflega fjörutíu upprunalegar ljósmyndir Sigurðar Guðmundssonar frá áttunda áratug síðustu aldar. Morgunblaðið/Einar Falur Helgin mín fer í tónleikahald í Kanada en ég mun spila á NXNE eða North by Northeast tónlistarhátíð- inni í Toronto í kvöld og á morgun. Þetta er litla systir South by Southwest, SXSW, og kvikmyndahá- tíð í þokkabót, fullt af stuttmyndum og heimild- armyndum um tónlist og tónlistarmenn. Ég flaug út í miðvikudag og kom fram á tónleikum hjá Íslendingafélaginu á 17. júní sem var mjög gaman og svo var ég með stofutónleika hjá vinum í gær- kvöldi. Ég spila í kvöld á tónleikum í Cameron House við Queen Street, litlum og kósý bar, ásamt fleiri góðum vinum en þetta er líka svona vinafagnaður því þarna verður tónlistarfólk sem ég þekki frá t.d. Ástralíu og ég á von á góðri stemmningu. Sunnudagurinn verður svipaður nema tónleikarnir verða á veitinga- og skemmtistaðnum Rancho Relaxo. Ég veit ekki hvort maður nær að gera mikið annað en að spila og hitta vini en ég hef einu sinni komið þarna áður og þá labbaði ég yfir Ni- agra fossana sem var magnað. Ég mun bara vera á fullu að spila og hitta gott fólk enda finnst mér best að hafa nóg fyrir stafni þá þarf maður ekki að velta fyrir sér hvað maður ætti að vera að gera við tím- ann. Helgin mín Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður Tvennir tón- leikar í Toronto um helgina K atrín Elvarsdóttir er mætt aftur til leiks í Gall- eríi Ágúst með framhald sýningarinnar „Equivocal“, eða „Margsaga“ sem haldin var fyrir tveimur árum. Frásagnarlegar ljósmyndir eru hér í fyrirrúmi; myndir sem gefa ýmislegt til kynna án þess þó að staðfesta megi hvað sé á seyði. Það er ekki aðeins viðfangsefni myndanna – svo sem dularfullt augnaráð stúlku við logandi eld, gluggatjöld sem byrgja sýn eða yfirgefin lestarsæti – heldur einnig samspil myndanna tólf sem felur í sér frásagnarlega þætti. Hægra megin í salnum eru verk þar sem rauður litur er áberandi, ásamt gráum tónum, og þar sést mynd af stiga sem liggur upp. Vinstra megin er minna lagt upp úr áberandi litum, og þar leiða þrep niður. Dökkur litur á veggjum bindur verkin saman auk þess að undirstrika fremur myrka stemningu myndanna. Stórt verk fyrir miðjum sal, Stúlka og eldur, byggist á svörtum bak- grunni og gulum eða ljósleitum tónum. Þetta verk hefur óræða, sálfræðilega undirtóna; stúlkan á myndinni er barnung en yfirvegað og fullorðinslegt yfirbragðið, ásamt eldinum í bakgrunni, leiðir hugann að sumu leyti að verki Edvards Munch, Kynþroski (1895). Katrín hef- ur lag á að draga fram hversdagslega töfra, eins og í myndinni Elliheimili þar sem tré úti fyrir þrengir sér á áleitinn hátt inn í stofu og inn í huglægt rými þess er horfir. Það er frumspekilegur blær yfir sýningunni sem teng- ist áhuga listamannsins á gluggum; mörkum þess sem er fyrir utan og fyrir innan, sem og skilrúmi raunveruleika og skynjunar. Myndin Blúndur er fallegt verk sem býr yfir spennu í samspili gagnsæis og efniskenndar; hins sýnilega og hins falda. Tilfinning fyrir áhorfi eða gægjum er sterk í myndunum og því er verkinu Vitnið ofaukið á þessum vegg. „Rauðu“ myndirnar fela í sér áhugaverða hrynjandi, hreyfingu og rýmistilfinningu. Hér er á ferðinni vel unnin sýning og af henni má ráða að Katrín þróar myndheim sinn staðfastlega af næmu auga og skáldlegu innsæi. Fram- halds- sögur Myndlist Katrín Elvarsdóttir – Equivocal. The Sequel bbbmn Listahátíð/Gallerí Ágúst Til 26. júní 2010. Opið mi.-lau. kl. 12-17 og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis. Frásagnarlegar ljósmyndir eru í fyrirrúmi á sýningu Katrínar Elvarsdóttur – Equivocal. The Sequel. Anna Jóa Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.