SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 24
24 20. júní 2010 Þ að þóttu merkileg tíðindi þegar átján ára unglingur var ráðinn lögregluþjónn á Akureyri snemma árs 1964. Í liðinu voru einungis mun eldri menn, enda fékk Ólafur Ásgeirsson strax viðurnefnið barnalögga. Þorsteinn Pétursson hló ekki en brosti að minnsta kosti út í annað þegar Óli greindi þeim góða vini sínum úr skátunum frá því að hann hefði ráðið sig í lögguna. Þremur árum síðar hafði Steini Pje hins vegar fetað í fótsporin. Báðir bera nú þann virðulega titil fyrr- verandi lögreglumaður; Óli, sem verið hefur aðstoðaryfirlögregluþjónn í þrjá áratugi, fór á eftirlaun um næstsíðustu mánaðamót en síðasti vinnudagur Steina var 30. maí. Þegar Ólafur hóf störf var lög- reglustöðin enn við Smáragötu; í litlu húsi númer 1, enda hið eina við götuna. Það stóð skammt norðan við Ráðhús bæjarins en er horfið og Ólafur er síðastur þeirra, sem þar komu við sögu, sem lætur af störfum í liðinu. Þótti fáránlegt! Óli Ásgeirs og Steini Pje hafa verið í hópi þekktustu varða laganna á Akureyri um árabil. Þeir eru af þeirri kynslóð lög- reglumanna sem flestir bæjarbúar þekkja með nafni. „Steina leist ekkert á þegar ég sagði honum að ég ætlaði að fara í lögregluna. Ég held reyndar að engum ungum manni á Akureyri hafi dottið það í hug á þessum tíma; það þótti fáránlegt!“ segir Ólafur þegar hann hugsar til baka. En hvernig kom það þá til? „Gísli Ólafsson yfirlögregluþjónn vildi ráða ungan mann í liðið og ræddi um það við Árna Magnússon lögreglumann. Þannig vildi til að hann og pabbi áttu saman fjárhús og Árni hafði á orði við Gísla að hann Ásgeir ætti marga stráka...“ Ólafur var elstur þeirra Ásgeirssona, Gísli ræddi við föður hans og bað um leyfi til að ræða við drenginn. „Ég fór þess vegna heim til Gísla eitt kvöldið og var ráðinn strax. Byrjaði nokkrum dögum seinna.“ Þetta var í mars en Ólafur fagnaði 19 ára afmælinu í lok apríl og barnalöggu- nafnið festist við hann mjög fljótt. „Og var réttnefni!“ segir hann. Á gömlu lögreglustöðinni var lítil sem engin aðstaða fyrir starfsmenn og þeir fóru því í vinnufötin heima áður en mætt var á vaktina. „Ég vissi að mörgum fannst skrýtið að ég væri allt í einu kom- inn í löggubúning og man eftir því að þegar ég fór á fyrstu vaktina mína tók ég hluta úr girðingunni heima í Oddeyr- argötu til að geta keyrt jeppann minn al- veg upp að dyrum, svo enginn sæi mig þegar ég færi út í bíl!“ Fjörugir unglingar „Við Steini og hinir skátarnir vorum býsna áberandi í bæjarfélaginu; áttum rússajeppa sem við bökkuðum stundum á rúntinum og höfðum verið að svekkja lögregluna eitthvað. En það fór aldrei út í neina vitleysu og allir í hópnum voru bindindismenn á áfengi og tóbak. Við héldum mikið saman og ferðuðumst; fórum til dæmis á öll skátamót og það þótti sjálfsagt að fara í útilegu um hverja helgi; það var ekki einu sinni rætt. Menn hittust bara á föstudegi og svo var farið af stað. Oft var sveitaball nálægt sem við fórum sannarlega á; við vorum engir nördar.“ Þessir óvenjulegu unglingar áttu það til að ganga á Súlur eða Strýtu eftir ball í bænum. Jafnvel að skreppa austur í Mý- vatnssveit og bregða sér í sjóðheita Grjótagjána. „Það var ekkert mál að vaka alla nóttina og fara svo jafnvel á skíði um morguninn,“ segir Óli. „Mér verður oft hugsað til allra fjalla- ferðanna; við sögðum foreldrum okkar gjarnan á föstudegi að við ætluðum til fjalla og kæmum ekki fyrr en á sunnudegi eftir rúma viku. Svo var bara sagt bless og farið!“ segir hann. Þá voru engin fjarskipti möguleg. En allt blessaðist einhvern veginn. Líktist skátastarfinu Steini lauk námi í skipasmíðum á Skipa- smíðastöð KEA en daginn sem hann varð 21 árs flutti hann til Dalvíkur ásamt eig- inkonu sinni sem er þaðan. „Ég fór í húsasmíði og ætlaði að klára hana líka en svo vantaði lögreglumann á Dalvík. Ég fékk áhuga á starfinu, eftir að hafa kynnst því í gegnum Óla – mér fannst það að ýmsu leyti líkjast skátastarfinu,“ segir Steini. Hann segir laun lögreglumanns betri en smiði stóðu til boða á þessum tíma auk þess sem tími hefði verið til að sinna annarri vinnu með. „Þá var mikið um það að lögreglumenn ynnu annað fullt starf líka.“ Steini hóf störf í lögreglunni á Dalvík 1. maí 1967 og nákvæmlega þremur árum síðar á Akureyri. Tengslin rofnuðu ekki því vinirnir á Akureyri komu oft í heim- sókn. „Snjólaug konan hans Steina bak- aði góðar tertur,“ segir Óli. Þetta er orðinn býsna langur tími. „Of langur, finnst mér stundum, því það verður sjálfsagt erfitt að hætta að hugsa eins og lögga,“ segir Steini. Þeir nefna báðir þá áráttu að velja sér sæti á veitingastað þannig að þeir hafi ákveðna yfirsýn. Þegar Steini nefnir þetta rifjar Óli upp ferð hans og eiginkonunnar Bente til Kanaríeyja í fyrra. „Við vorum alltaf í kvöldmat á hótelinu, konan fór oft inn í salinn á undan mér og var gjarnan sest þegar ég kom en ég var aldrei sáttur við staðinn. Vildi frekar vera annars staðar. Svo gerði hún uppreisn eitt kvöldið! Spurði hvers vegna hún mætti aldrei velja okkur sæti. Ég hafði aldrei velt þessu fyrir mér; þetta var gjörsamlega ómeðvitað en mér fannst ég verða að geta fylgst með þjónunum og öðrum gestum. Maður er vanur þessu úr starfinu.“ Steini nefnir atvik úr flugstöðinni í Frankfurt. Hann sá mann skilja eftir ferðatösku og hugðist tilkynna það ör- yggisgæslunni þegar maðurinn kom til baka. Hafði einfaldlega gleymt töskunni. En þarna hugsaði Steini eins og lögga menntuð í flugöryggi. Gífurlegar breytingar Tímarnir breytast og mennirnir með, eins og þar stendur. Þeir félagar draga ekki dul á að gífurlegar breytingar hafi Ólafur Ásgeirsson á vélhjóli lögeglunnar fyrir utan gömlu lögreglustöðina á Akureyri. Eitt sinn, ávallt – skáti og lögga Tveir af þekktustu lögreglumönnum Ak- ureyrar eru nýhættir störfum. Bæjarbúar kannast allir við Steina Pje og Óla Ásgeirs, sem eldri kynslóðir kölluðu Óla barnalöggu. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Og það er alveg sama hvað kemur upp á. Lögreglan getur ekki skorast undan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.