SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Side 50

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Side 50
50 20. júní 2010 U ndanfarna mánuði hefur tónlistar- og ráð- stefnuhúsið Harpa, sem nú er í byggingu við Austurhöfnina í Reykjavík, orðið ýms- um táknmynd alls þess sem fór úrskeiðis í uppsveiflunni miklu, ímynd þess að Íslendingar hafi tekið svo magnaða gullsótt að ekki séu dæmi um annað í sögu landsins og jafnvel ekki mannkynssög- unni. Gekk svo langt að ýmsir viðruðu þá skoðun sína að rétt væri að láta húsið standa óklárað um aldur og ævi til sannindamerkis um það hvurslags ræflar við værum. Flestir taka þó væntanlega undir það að rétt sé að horfa til lengri tíma; að ljúka við húsið og nýta þannig það fé sem þegar hefur verið lagt í það og eins búa tónlist loks verðugan sess eftir áratuga basl við að koma upp sérbúnu húsi til tónlistarflutnings. Auglýst eftir tónlistarstjóra Samhliða því sem húsið hefur risið hefur verið unnið sleitulaust að því að skipuleggja og tryggja rekstur þess, en ein birtingarmynd þess var að um síðustu helgi var auglýst eftir tónlistarstjóra við húsið. Þór- unn Sigurðardóttir, starfandi stjórnaformaður Ago, félagsins um rekstur Hörpu, segir að undanfarna mánuði hafi mikið verið rætt um það hvernig best sé að haga stjórnun hússins, en upphaflega var lagt upp með það að ráða við það listrænan stjórnanda sem móta myndi listræna dagskrá. „Á meðan verkið var á vegum Landsbankans var gert ráð fyrir fjármagni í menningarrekstur hússins, þar átti að vera listrænn stjórnandi sem byggja myndi upp listræna starfsemi. Eftir að verkið færðist í hend- ur ríkis og borgar breyttist þetta og þar var ekki vilji til að leggja fé í reksturinn og því var lagt upp með að láta húsið standa undir sér. Þar af leiðandi var ákveð- ið að fresta því að ráða listrænan stjórnanda að svo stöddu,“ segir Þórunn og bætir við að það hafi verið ákveðnar deilur um þessa skipan, en þær séu nú úr sögunni. „Þetta er auðvitað ekki æskileg staða og ég var búin að finna erlendan stjórnanda sem hafði reynslu af rekstri sambærilegs húss, en menn töldu að það væri ekki góð skilaboð að ráða erlendan stjórn- anda eins og fjárhagsstaðan er. Við ákváðum því að einfalda stjórnkerfið eins og er og taka síðan stöðuna á málum í lok næsta árs og sjá hvernig til tókst. Tón- listarstjórinn fær mjög mikið vægi í dagskrárgerðinni, en hinsvegar sér framkvæmdastjórinn um allt þetta rosalega flókna fjármagnsbatterí.“ Þórunn segist sátt við þessa niðurstöðu, enda átti hún hugmyndina að því að haga málum svo. „Við þurfum að sjá hvernig þetta fúnkerar, hugsanlega munum við síðar uppfæra þennan tónlistarstjóra eða bæta við enn öðrum. Við erum í þeirri stöðu að vera að fara að reka hús en ekki að búa til okkar eigin dagskrá. Við verðum þó að reka þetta hús af miklum metnaði og það stendur og fellur með því að við séum með gott fagfólk sem tekur vel á móti þeim sem koma inn í húsið og við eigum mjög mikið af fólki sem hefur þessa reynslu.“ Í lok mánaðarins stendur til að halda blaðamanna- fund þar sem fjallað verður um Hörpu, stöðu fram- kvæmda og ýmislegt tengt rekstri hússins. Meðal annars munu arkitektar Hörpu sitja fyrir svörum og Ólafur Elíasson, höfundur glerhjúpsins, útskýra verk- ið, en hann verður þá kominn upp að verulegu leyti þó glerið sé ekki komið í hann allan. Á þeim fundi verður tilkynnt um formlegan opnunardag hússins og þó Þórunn vilji ekki gefa þann dag upp núna, segir hún þó að það sé innan við ár í að húsið verði opnað og eins að þegar sé búið að bóka húsið í margvísleg verkefni. Stóri salurinn sé þannig fullbókaður í átta mánuði frá opnun og talsvert komið af bókunum vegna hinna salanna og ráðstefnusalarins. Harpa verður fjölnotahús „Við höfum þurft að gæta vel að því að vera með hagkvæmt samningsform fyrir okkur og þá sem vilja koma hingað inn, við megum ekki verðleggja okkur út af markaðnum. Ég veit alveg hvað íslenskir tónlist- armenn geta borgað og við missum húsið út í vitleysu á nokkrum mánuðum ef við pössum okkur ekki. Þetta ár hefur verið mjög skrýtið og erfitt vegna þess að við höfum þurft að gera allar fjárhagsáætlanir upp á nýtt, taka ráðgjafasamninga og ýmsa aðra samninga og henda þeim, hlutum sem tilheyra fortíðinni. Margt Tónlist Árni Matthíasson arnim@mbl.is Harpa færir þjóðinni gleði Tónlistarhúsið Harpa, sem nú rís við Austurhöfnina í Reykjavík, er umdeild framkvæmd fyrir ýmsar sakir. Þórunn Sigurðardóttir blæs þó á óánægjuraddir og segir að Harpa muni færa þjóðinni eithvað af þeirri gleði sem hrunið rændi hana. Þórunn Sigurðardóttir er starfandi stjórnarfor- maður Ago, félagsins sem stofnað var um rekstur Hörpu. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.