SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 40
40 20. júní 2010 Þ að eru óneitanlega ákveðin for- réttindi fyrir undirritaðan að starfa við það að ferðast um Ís- land, kynnast matarflóru hvers svæðis og gista og starfa með starfsfólki Hótel Eddu. Ég mun í sumar skrifa pistla um mat- artengda upplifun mína á hverju svæði, en ég hóf ferðina á Hótel Eddu í Nesjum við Hornafjörð. Þegar maður fer að spjalla við heima- menn á Hornafjarðarsvæðinu verður maður var við það að þeir telja sig hvorki Austfirðinga né Sunnlendinga og þar ríkir gríðarlegt sjálfstæði, reyndar heyrði ég mun oftar en venjulega „við framsókn- armenn“. Þarna ríkir blómleg framleiðsla smáaðila með dyggum stuðningi Matís undir stjórn Guðmundar Gunnarssonar, en Matís starfrækir matvælasetur á Höfn þar sem framleiðendum er hjálpað með tækjakost og vinnubrögð. Einnig er rekinn heimamarkaður í pakkhúsi þar sem hægt er að kaupa þess- ar afurðir, t.d. reyktan makríl, grafnar og heitreyktar gæsabringur, reyktar ís- lenskar andabring- ur og andafitu, ferskar kryddjurtir, saltfisk, ferskar gellur og annað ferskt fiskmeti, sauðaost, humar og allskonar afurðir úr nautgripa- og svínakjöti og allt er vel merkt WOW, afurð úr ríki Vatna- jökuls. Á Höfn og í nágrenni er gríðarlegur fjöldi veitingastaða sem leggja stolt sitt í að bera fram hráefni frá svæðinu og eru duglegir að láta vita af því. Þar höfum við allt frá pylsuvagni, sem selur samlokur með andakjöti og humar og humarsúpu „take away“, upp í gastónískan veit- ingastað eins og Humarhöfnina. Þarna er dásamlegt lostæti eins og sauðaosturinn Breði frá Akurnesi, hornfirskar kartöflur og náttúrulega bleikjan frá Hala í Suð- ursveit, þar sem einnig er Þorbergssetur. Einnig heyrði ég sögur af því að von væri á bjórnum Vatnajökli sem bruggaður er úr ísjaka úr Jökulsárlóninu og bragð- bættur með villtum jurtum af svæðinu. Ríki Vatnajökuls er algjörlega heimsókn- arinnar virði fyrir alla fjölskylduna og sennilega eiga margir eftir að heimsækja svæðið á Humarhátíð sem er fyrstu helgina í júlí. Það er síðan algjör skylduheimsókn fyrir alla fjölskyldumeðlimi að mæta í sundlaug Hafnar sem er ein sú allra besta á landinu og þar sjáum við meira að setja tengingu við mat þar sem rennibraut- irnar þrjár heita Lúra, Humar og Kuð- ungur. Í tilefni af heimsókninni ákvað ég að gefa ykkur uppskrift af bleikju í hafra- mjöli með hundasúrudressingu, ekki verra ef hún kemur frá Hala í Suðursveit. Pönnusteikt bleikja í haframjöli með hundasúrudressingu Fyrir 4 til 6 1 kg bleikjuflök (bein- og roðlaus) 2 egg 4 dl haframjöl salt og pipar olía og smjör Aðferð Skerið bleikjuna í 80-100 g stykki. Hrærið eggin út, veltið bleikjunni upp úr eggjunum og síðan haframjölinu og steikið á meðalheitri pönnu upp úr olíu og smjöri. Hitið pönnuna ekki of mikið því þá getur smjörið brunnið. Kryddið fisk- inn eftir steikingu með salti og pipar. Hundasúrudressing 5 bollar hundasúrur (stilkalausar og skolaðar) ½ dl jómfrúar-ólífuolía 2 dl sýrður rjómi salt Maukið hundasúrurnar í mortéli eða matvinnsluvél í olíunni þannig að maukið verði samfellt. Þá er sýrða rjómanum hellt út í og dressingin smökkuð til með salti. Berið bleikjuna fram með pönnusteiktum kirsuberjatómötum og hugsanlega snöggsteiktum hundasúrum. Bleikja frá Hala og pylsuvagn með humri Friðrik Valur Karlsson matreiðslu- maður hefur sælkera hringferð sína um landið á Hornafirði. Hann mun í sumar skrifa vikulegan pistil um mat- arupplifun sína víða um landið og gefa lesendum girnilegar uppskriftir. Friðrik Valur Karlsson Gott í grenndinni H vað er krónan? Ég meina í al- vörunni? Ég er mikið búinn að pæla í þessu. Vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft, eru þessir seðlar þá ekki bara einhverjir bréfmiðar með fyndnum myndum á? Skoðaðu aðeins fimmhundruðkallinn. Þar er mynd af sjálfum Jóni Sigurðssyni fram- an á. Jóni forseta. Virðulegur. Vel greidd- ur. En pósan hans er náttúrlega mjög fyndin. Með fullri virðingu fyrir forsetum og minnihlutahópum, en er þetta ekki dálítið gay? Þúsundkallinn okkar er líka dálítið fyndinn. Hann er með mynd framan á af Brynjólfi Sveinssyni Skálholtsbiskupi að lesa bók. Brynjólfur er greinilega alveg pakksaddur enda með höndina á mag- anum. En takið eftir litla putta. Litli putt- inn er svona svolítið einn og sér. Það er svona dash af gay í honum. Líka svolítið fyndið. Svo er það tvöþúsundkallinn. Með mynd af Jóhannesi Kjarval framan á. Tví- mælalaust einn merkasti listamaður sinn- ar samtíðar. Og mikill sérvitringur. Maður fer auðvitað að pæla í því hvernig tvöþús- undkallinn verði í næstu útgáfu? Senni- lega verður bara mynd af Megasi, með undirskriftinni „Böns af monní“ fyrir neðan. Svo er það fimmþúsundkallinn. Á framhliðinni er mynd af Ragnheiði Jóns- dóttur biskupsfrú á Hólum. Með hattinn sem hún vann í Tívolíinu í Mexíkó. Fyrir ofan er mynd af manninum hennar, hon- um Gísla Þorlákssyni biskup. Og þar er hann ásamt tveimur konum. Þær hétu Gróa og Ingibjörg. Á Leiti. Alveg satt. En Gróa og Ingibjörg voru ekki bara ein- hverjar konur. Nei, nei. Þær voru við- höldin hans Gísla?! Það er sem sagt mynd af mega framhjáhaldi á sautjándu öld framan á fimmþúsundkallinum okkar. Svo snýr maður seðlinum við, þá eru bara Ragga, Ingibjörg og Gróa allar saman að sauma út. Bara allt í góðu. Elsti gjaldmiðillinn sem ber nafn Íslands á var danskur myntpeningur. Þetta var árið 1771 og nefndist peningurinn Pjástur. Undir skjaldarmerkinu á peningnum stendur reyndar ekki Ísland, heldur Islan. En þó svo að það hafi vantað eitt dé þá vorum við Íslendingar ánægðir. Við höfð- um eignast okkar fyrsta pening. En Danir voru séðir og vissu alveg hvað þeir voru að gera og notuðu Islan-peningana ekki bara á Íslandi. Þeir notuðu þá líka í viðskiptum sínum í Austurlöndum fjær. En það féll ekki alls staðar í góðan jarðveg. Múslimar voru ekki ánægðir með að Islam væri skrifað með enni en ekki emmi. Þetta var þó ekki í fyrsta og eina skiptið sem Danir hafa reitt múslima til reiði. Í kringum 1778 leit svo fyrsti seðillinn dagsins ljós. Sem sagt fyrsti löggildi verðmiðillinn á Íslandi. Þetta voru kúrantseðlarnir svokölluðu. Og kúrantseðlarnir voru einhvers konar skandinavískur gjaldmiðill því hann var notaður á Íslandi, í Danmörku og í Noregi. En kúrantinn var pínulítið spes, vegna þess að bakhliðin var tóm. Þar fyllti mað- ur út eftir behag. Maður að borga í búð árið 1778: Maður: Hvað er þetta mikið? Kaupmaður: Tvö hundruð og sex. Maður: Andskotinn, ég er bara með tvö hundruð í lausu. Heyrðu má ég ekki bara skrifa þrjú hundruð? Kaupmaður: Ekkert mál. Maður: Frábært. Heyrðu og ertu til í að geyma hana þar til eftir helgi? Kaupmaður: Ekkert mál. Maður: Það er nefnilega lagt inn á mig eftir helgina. Kaupmaður: Minnsta mál. Maður: Frábært. Takk. Jæja best að drífa sig heim og lemja nokkra þræla. – Þarna var kominn á vísirinn að fyrstu ávísuninni. Ávísanaheftið varð nefnilega til á átjándu öld. Ávísanaheftið átti ein- staklega vel við okkur Íslendinga. Það hefur alltaf átt einstaklega vel við okkur að ýta vandamálunum svona á undan okkur. Enda þurfum við Íslendingar ekki að kvíða neinu varðandi framtíðina. Vegna þess að eins og við vitum öll; þetta reddast allt, eftir helgi. Hvað varð um ávísanaheftið? ’ Þúsundkallinn okk- ar er líka dálítið fyndinn. Hann er með mynd framan á af Brynjólfi Sveinssyni Skál- holtsbiskupi að lesa bók. Pistill Bjarni Haukur Þórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.