SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 53

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 53
20. júní 2010 53 Í stuttu ljóð er nefnist „Orka“ lýsir skáldið Bjarni Bernharður hvernig ljóð verður til: Í tvísýnni nánd lýstur bylgjum að einum punkti. Á mótum orkusviða fæðist ljóðið. Þetta er eitt ljóðanna í nýjustu ljóðabók skáldsins, Undir gull- fjöllum, en hún skiptist í tvo hluta: Af akri orðanna og Í eld- hólfinu. Ljóðasmíðar Bjarna Bernharðs eru iðulega knappar og nokkuð í anda heimsósóma- kveðskapar. Í einu ljóðinu ham- ast peningabullur „fastar á kefli stundaróráðs“ við að snúa sveif svo ekki stöðvist gangverk auð- valdsins. Í ljóðinu „Tungan“ er niðurstaðan sú að þjóðin „hefði látið glepjast / inn í blindgötu / eigin hugarfósturs / og tapað tungunni / í fúlu straumvatni / tuttugustu aldar.“ Algengasta yrkisefni Bjarna Bernharðs og það sem hann tek- ur hvað sterkustum tökum er þó andinn og innra líf, og þar rúm- ast bæði draumar og sköpun. Í einu ljóði segir að þroskatréð nái ekki að þroskast í skugga og því „skal leitast við / að afmá fngra- för fortíðar / af sálinni / svo þau verði ekki hindrun / líðandi stunda.“ Í öðru segir frá veisl- unni – tíma frjálsra kennda og athafna – sem hefst þegar for- sjónin hefur vísað hugarflækjum og sálarkröm á dyr. Tréð verður aftur að mynd í „Lostæti and- ans“; þar sem sáð var óburðugu fræði svigna nú greinar „undan lostæti andans“ – það eru tímar sígrænnar hamingju. Eitt besta ljóð bókarinnar er um draumana og nefnist „Tón- verk“: Tónsvið draumaheimsins rýfur hárfínt sístreymi vitundar tónverk næturinnar hefst á hægum kafla samhljómurinn stigmagnast á óttunni uns verkið fjarar út í morgunsárið. Á mótum orkusviða fæðist ljóðið Ljóð Undir gullfjöllum bbmnn Eftir Bjarna Bernharð. Ego útgáfan 2010. 51 bls. Einar Falur Ingólfsson Andinn og innra líf verða Bjarna Bernharði að yrkisefni. Morgunblaðið/Jakob Fannar Eymundsson 1. The Short Second Life of Bree Tanner – Stephenie Meyer 2. The Monster in the Box – Ruth Rendell 3. 206 Bones – Kathy Reichs 4. 501 Must-Visit Cities – Bounty Boojks 5. The Collaborator – Gerald Seymour 6. The Doomsday Key – James Rollins 7. Pirate Latitudes – Michael Crich- ton 8. The Death of Bunny Munro – Nick Cave 9. Insight Illustrated World Atlas – Geocenter 10. Ford County – John Grisham Waterstones 1. The Short Second Life of Bree Tanner – Stephenie Meyer 2. Kiss of Death – Rachel Caine 3. Dead in the Family – Charlaine Harris 4. The Lost Symbol – Dan Brown 5. Breaking Dawn – Stephenie Meyer 6. Dead and Gone – Charlaine Harris 7. The Return: Midnight – L.J. Smith 8. The Passage – Justin Cronin 9. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest – Stieg Larsson 10. At Home – Bill Bryson New York Times 1. The Girl Who Kicked the Hor- net’s Nest – Stieg Larsson 2. Bullet – Laurell K. Hamilton 3. The Spy – Clive Cussler & Justin Scott 4. The Help – Kathryn Stockett 5. Dead in the Family – Charlaine Harris 6. 61 Hours – Lee Child 7. The Burning Wire – Jeffery Dea- ver 8. Storm Prey – John Sandford 9. The Bourne Objective – Eric Van Lustbader 10. Innocent – Scott Turow Bóksölulisti Barbara Kingsolver hef- ur verið ákaflega um- deild sem rithöfundur í heimalandi sínu Í vikunni var tilkynnt að hollenska skáldsagan The Twin eftir Gerbrand Bakker hlyti írsku IMPAC-bók- menntaverðlaunin, sem eru þau ríflegustu sem sögur fara af nú um stundir: tæpar sextán milljónir króna. The Twin er fyrsta bók höfundarins og þetta því þriðja árið í röð sem frum- raun hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Bókin segir frá hol- lenskum sem neyðist til að leggja háskólanám á hilluna og snúa aftur á búgarð æsku sinnar þegar bróðir hans ferst í bílslysi; sætta sig við það að þurfa að eyða ævinni undir kýrrassi eins það er orðað í bókinni. Helstu at- burðir í sögunni verða svo þrjátíu árum síðar þegar kemur að uppgjöri í fjöl- skyldunni. Í breska dag- blaðinu The Guardian kem- ur fram að hugmyndin að bókinni hafi vitrast Bakker í sumarleyfi á Korsíku fyrir nokkrum árum; þar sem hann gekk á fjöll sá hann fyrir sér son sem hefði í hyggju að gera föður sínum mein. Upp úr því spratt bók. Á stuttlista verðlaunanna voru, auk The Twin, The Elegance of the Hedgehog eftir Muriel Barbery, In Zodiac Light eftir Robert Edric, Settlement eftir Chri- stoph Hein, The Believers eftir Zoë Heller, Netherland eftir Joseph O’Neill, God’s Own Country eftir Ross Ra- isin og Home eftir Marilynne Robinson. Bakker verðlaunaður Kápa enskrar útgáfu The Twin, sem er einmitt sú útgáfa sem var verðlaunuð. röðinni á náttborðinu á eftir nýjustu bók sagnfræðingsins Antonys Beevors, D-Day, en ef hún er á pari við hinar ótrúlegu bækur hans um Berlín og Stalíngrad þá er ljóst að hún verður ekki lengi ólesin. Lesarinn er spenntur fyrir nýjustu bók breska höfundarins Davids Mitchells. Mikið var deilt um Ulysses, meistaraverk James Joyce, þegar bókin kom út fyrir 88 ár- um. Hún var fljótlega bönnuð vestan hafs og Joyce átti einnig erfitt með að koma henni út á Bretlandseyjum. Með tímanum hefur bókin þó unnið sér sess með helstu bókmenntaverk- um tuttugustu aldar og í Dyflinni, heimaborg Joyce, er haldinn sérstakur Bloom-dagur 16. júní ár hvert til heiðurs bókinni, enda gerist hún öll á einum degi; 16. júní 1904. Ný vandamál Smám saman virðist bókaútgáfa færast á raf- rrænt form og ný tækni skapar ný vandamál eins og það nú nýverið að Apple gerði at- hugasemdir við teiknimyndaútgáfu Ulyssess fyrir iPad vegna þess að í henni sæist teikning af brjóstum og af nöktum manni. Teiknimyndaútgáfan heitir Ulysses Seen og gerð af fyrirtækinu Throwaway Horse. Hún er ókeypis fyrir iPad-notendur, en ekki er kom- inn nema fyrsti kafli bókarinnar. Apple hafði óskað eftir því við höfunda verksins að þeir breyttu tveimur síðum þann- ig að ekki sæist í bert hold og þeir breyttu því sem breyta þurfti og reyndar einni síðu til sem Apple-starfsmönnum hafði greinilega yf- irsést. Nýja útgáfan var þó varla komin í loftið þegar forsvarsmönnum Apple snerist hugur. Samkvæmt frétt í Washington Post segir tals- maður Apple að starfsmenn hafi ekki áttað sig á um hvaða verk væri að ræða, en um leið og það kom í ljós höfðu menn þar á bæ samband við höfundana og bentu þeim á að þeir mættu birta upprunalega útgáfu bókarinnar. Það er svo við hæfi að geta þess að hug- myndin að teiknimyndinni varð til á krá í Dyflinni fyrir fjórum árum þar sem aðstand- endur sátu yfir Guinness-kollum. Ulysses bannaður fyrir nýja tækni, eða hvað? Ein af hinum umdeildu myndasíðum í teikni- myndaútgáfu Ulysses James Joyce.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.