SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 17
20. júní 2010 17 „Já, og svo er þetta danskt í ofanálag.““ Hann segir að sennilega megi rekja hluta þróunarinnar til slíkra viðhorfa – að fólk hafi skammast sín fyrir söguna og viljað losa sig með áþreifanlegum hætti við fortíðina. „Þetta er hluti af ákveðinni þjóðernishyggju sem gengur út á að sanna sig sem fullvalda þjóð. Kannski var ætlunin að kynna nýja Ís- land til sögunnar með skipulaginu frá 1962. Það hefur líka alltaf verið hluti af þjóðernishyggjunni hér að tala niður allt sem viðkemur Dönum og tímanum fyrir sjálfstæðið. Allt fyrir 1944 þótti bara öm- urlegt og timburhúsin voru minnismerki um fátækt. Skipti þá engu þótt til væru timburhús eins og Fríkirkjuvegur 11 sem voru síður en svo byggð af vanefnum.“ Þarna blundar einnig minnimátt- arkenndin sem Snorri segir eiga sér djúpstæðar rætur. „Pabbi bjó í gömlum steinbæ, Oddgeirsbæ á Framnesvegi, og ég var þar töluvert sem krakki en það urðu miklar deilur þegar átti að rífa hann. Þarna voru margir myndlist- armenn og alltaf mikið líf og fjör. Kom- andi úr vel byggða fúnkishúsinu á Sól- vallagötu fannst mér Oddgeirsbær alger ævintýraheimur með sínum hnausþykku steinhlöðnu veggjum og lífinu sem í honum var. Ég hef síðar heyrt að Gvendur Jaki hafi lýst því yfir að það væru takmörk fyrir því hvað mætti friða. Þetta hús væri allra síðasta sort og yrði bara að fara enda ekkert nema leigu- hjallur sem væri smánarblettur á borg- inni. Þetta var hreinræktuð minnimátt- arkennd því þetta var stórt og fínt hús. Þetta gildismat var líka í gangi í Bret- landi þar sem menn tóku sig til í Birm- ingham og Liverpool og gengu á verka- mannaraðhús, sem voru rifin í stórum stíl í kring um 1950 og 1960. Í staðinn voru byggðir háir íbúðaturnar sem síðan urðu einhverjar félagsmálagildrur. Þar sneru menn frá þessu upp úr 1984 og fóru frekar í að gera upp gamlar húsa- raðir og uppfæra lagnir og annað sem þurfti að bæta. Þar þykja slík endurnýj- unarverkefni á vegum borgarinnar hafa tekist mun betur en niðurrifsstefnan og verið farsælli leið til þess að bæta borg- armyndina.“ Slík endurbótastefna er þegar komin af stað, t.a.m. með átaksverkefninu Völ- undarverki, sem er á vegum Reykjavík- urborgar en Snorri á sæti í stjórn verk- efnisins. „Þar er einmitt leitað í arfinn,“ segir hann. „Verkefnið er sett í gang að sænskri fyrirmynd til að vinna á móti áhrifum kreppunnar. Í raun eru þetta ekki dýrar fjárfestingar en þær hafa hins vegar mikinn virðisauka í för með sér, ekki bara með því að draga úr atvinnu- leysi heldur líka með því að bæta þekk- ingu og menntun hjá fagfólki eins og smiðum og arkitektum.“ Sú þekking muni svo nýtast, ekki síst þar sem meiri áhersla verði á viðhaldsverkefnum í framtíðinni. „Þannig að það er jarðvegur fyrir þetta og þá skiptir máli að hafa handverksþekkinguna.“ Meðal fyrstu verka Völundarverks eru einmitt þekkt hús í miðbænum, Lauga- vegur 4-6, sem til stóð að rífa. Snorri er ekki í vafa um að þegar þau hús verða tilbúin muni það opna augu fólks fyrir þeim möguleikum sem liggja í gömlu „fúaspýtunum“. „Þar var gert ráð fyrir miklu niðurrifi og nýbyggingum sem ekki verður farið í núna. Í staðinn munu okkur birtast tveir af þeim litlu ljótu andarungum sem eru um alla miðborg- ina.“ Snorri ræðir það sem hann kallar „grenjavæðingu“ borgarinnar í bók sinni en nokkuð hefur verið um að hús sem verktakar hafa í hyggju að rífa séu látin standa auð og hiti og rafmagn tekið af þeim. Þetta hús við Skólavörðustíg var alltaf í góðu standi þar til einhver sá matarholu í lóðinni. Deiliskipulag heimilar ekki niðurrif þess. Hverfisgata 32b var rifin á aldarafmæli sínu árið 2007 ásamt Bergsbæ frá 1894 og fleiri húsum. Skipulag Reykjavíkur snýr ekki síst að hlutverki hennar sem ferðamannaborg. „Túristarnir eru efnahagsstærð sem eldri skipulög, s.s. frá 1962 og 1986, gerðu aldrei ráð fyrir,“ segir Snorri. „Nýlega var Ísland fært niður á lista National Geo- graphy yfir eyjar sem væri áhugavert að heimsækja. Á sama tíma voru Færeyjar færðar upp. Ástæðan fyrir því var þessi dálítið stórkarlalega framkvæmdagleði sem hefur verið hér undanfarin ár en í Færeyjum hefur verið hugsað vel um byggingararfinn. Arkitektúrinn þar er tal- inn aðlaðandi, ekki bara vegna eldri húsa heldur er mjög athyglisvert hvernig nýtt og gamalt fléttast saman í Þórshöfn. Það er ákveðin virðing fyrir því gamla – það eru notaðar grjóthleðslur og torfþök þó að form húsa sé nýstárlegt. Á sama tíma og við ákveðum að rífa miðborgina hér 1962 ákveða þeir að friða Tinganes í Þórshöfn. Það var farið í sitt hvora áttina þar og hér.“ Hann bætir því við að sennilega hafi einhver innbyggð minnimáttarkennd Reykvíkinga sín áhrif. „Við tölum alltaf um New York – London – Reykjavík, á meðan veruleikinn er kannski miklu frekar Kúlú- súkk – Þórshöfn – Reykjavík.“ En ferðamenn eru sennilega ekki komnir til Reykjavíkur til að upplifa New York og það endurspeglast í frásögn ítalska rithöfundarins Nicola Lecca af því að koma til íslensku höfuðborgarinnar í fyrsta sinn. Honum hafði verið sagt að hótelið sem hann dvaldist á væri í mið- bænun en það var við Borgartún og þegar hann gekk upp á Laugaveg minnti versl- unargatan hann helst á Moskvu. Hann tók borgina ekki í sátt fyrr en hann upp- götvaði timburhúsin í miðbænum. Síðan hefur hann komið aftur og aftur. Viðtal Morgunblaðsins við Lecca er rifjað upp í bók Snorra. Gömlu verbúðirnar við Geirsgötu þar sem hefur sprottið upp lista- og veitinga- húsamenning á hafnarbakkanum eru gott dæmi um hvernig hægt er að nýta hús, sem áður þóttu varla tæk til neins nema niðurrifs. Það iðandi mannlíf sem þar blómstrar er nú þegar farið að hafa að- dráttarafl fyrir ferðamennina. „Maður get- ur spurt sig af hverju túristarnir heillast af þessu,“ segir Snorri. „Það er ekki eins og þeir séu einhverjar geimverur – þetta eru líka staðir sem okkur finnst skemmtilegir. Þegar við búum til borg sem er þess virði að heimsækja hljótum við sjálf að njóta góðs af því í leiðinni. Þær borgir, t.d. í Evr- ópu, sem gerðar voru upp eftir stríðið hafa náð að blómstra og draga til sín fólk og fjárfestingar. Borgir sem hins vegar voru gerðar upp í kringum 1960 með hraðbrautum og niðurrifi eru í verri mál- um. Við getum sagt að Reykjavík hafi sloppið fyrir horn því þó að mikið hafi ver- ið rifið er enn töluvert samhengi í bænum og hann hefur upp á heilmikið að bjóða. Það þarf bara að draga það fram.“ Á sama tíma og við ákveðum að rífa miðborgina hér árið 1962 ákveða Færeyingar að friða Tinganes í Þórshöfn. Fyrir vikið eru eyjarnar taldar eftirsóttari en ella fyrir ferðamenn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferðamenn ekki geimverur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.