SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 15

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 15
20. júní 2010 15 áætlunin hefur einfaldlega ekki haldið.“ Hann segir hugsanlegt að skipulags- vandi Reykjavíkur sé lögfræðilegur. „Menn óttast skaðabótaskyldu vegna gamals skipulags sem byggðist á úreltu gildismati. Í raun er þetta pólítísk spurning því skipulagsráð hefur alltaf lokaorðið. Það hefur í seinni tíð verið já- kvætt gagnvart húsaverndun í Reykjavík en verndin hefur strandað á þessum lagalegu málum. Hefði húsverndaráætl- unin verið hluti af aðalskipulagi borg- arinnar hefði þurft að vinna allt deili- skipulag miðað við það.“ Raunin var önnur og segir Snorri und- anfarinn áratug sýna það. „Í deiliskipu- lagsvinnu sem fór í gang upp úr 2002 var opnað fyrir mikið niðurrif í Austurborg- inni; á Laugavegi, í Skuggahverfinu og alveg upp á Njálsgötu. Um leið var heim- iluð sameining lóða við Laugaveg sem leiddi til þess að fólk var beitt miklum þrýstingi og nánast kúgað út úr húsum sínum, ýmist með gylliboðum eða hót- unum. Þegar menn sáu hvernig þetta gekk fyrir sig þar voru dæmi um að verktakar færðu sig yfir á svæði sem ekki var búið að deiliskipuleggja til að vera á undan skipulagsyfirvöldum, s.s. á Vest- urgötunni og í gamla Austurbænum.“ Ein afleiðing þessarar stefnu eru göm- ul hús sem hafa fengið að grotna niður án þess að nokkur búi í þeim né að eðli- legu viðhaldi þeirra sé sinnt. Ýmsir telja að með því hafi verktakar og nýir eig- endur húsanna viljað þrýsta á skipulags- breytingar og heimildir til niðurrifs húsanna. Snorri bendir á mynd í bókinni af einu slíku bárujárnshúsi sem aug- ljóslega hefur mátt muna fífil sinn feg- urri. „Þetta hús er verið að eyðileggja,“ segir hann. „Því var vel við haldið en eftir að það var keypt hefur enginn búið í því, rafmagn og hiti var tekið af og það látið standa opið. Svo núna liggur það bara undir skemmdum.“ Skuggahverfið er annað dæmi, sem margir hafa viljað kalla skipulagsslys. „Þróunin þar er athyglisverð,“ segir Snorri. „Í fyrstu tillögum var gert ráð fyrir mikilli uppbyggingu niðri við Skúlagötuna. Í framhaldinu átti að koma eins konar „þynningarsvæði“ þar sem hús færu smám saman lækkandi upp að Lindargötu. Upp úr 2000 fóru þau mörk hins vegar á flot og nýja byggðin tók að skríða upp á Laugaveg og enn lengra. Sú sátt, sem búið var að skipuleggja milli þess gamla og nýja, varð skyndilega óljós – allt í einu var allur Austurbærinn und- ir.“ Inntur eftir því hvort breytt efnahags- ástand, hruninn fasteignamarkaður og gjaldþrota verktakar muni breyta þess- um viðhorfum segir Snorri ekki hægt að treysta því. „Sumar af þessum eignum hafa farið inn í þrotabú þar sem áfram er til staðar þrýstingur á að hámarka verð- Fálkahúsið við Hafnarstræti þótti eitt sinn ekki nógu borgararlegt og mátti rífa það. ’ Alls staðar þar sem skipulag gerir ekki ráð fyrir nið- urrifi eru hús fljótlega gerð upp. Til stóð að leggja breiðstræti þar sem Verslunarmannafélagshúsið í Vonarstræti stendur og voru því áætlanir um að rífa það árið 1964. Iðnó sem byggt var árið 1896 átti að víkja fyrir ráðhúsi samkvæmt tillögu frá árinu 1964. Skemmtistaðurinn Sirkus við Klapparstíg kemur við sögu í bók Snorra en það olli miklu fjaðrafoki þegar ákveðið var að rífa bygginguna árið 2007. „Það er dæmi um hús sem telst ekki vera gott höfund- arverk, en vegna þess sem var að gerast í þessu húsi var það orðið svona Litla hafmeyja Reykjavíkur. Stór hluti þeirra ferðamanna sem komu til Reykjavíkur varð einfaldlega að fara og sjá Sirkus. Við veljum ekkert alltaf með meðvit- uðum hætti hvaða kennileiti við viljum hafa í borginni. Ef myndlistarmenn í Kaupmannahöfn ættu að velja kennileiti borgarinnar myndu þeir örugglega ekki velja Litlu hafmeyjuna. Sem listaverk er hún kannski ekki það merkilegasta sem er til í Kaupmannahöfn en hún er samt verðmætasta kennileitið. Það er svipað með Sirkus – þótt húsið væri ekki Frí- kirkjuvegur 11 heldur þvert á móti and- stæða hans, þá var það búið að sanna tilverurétt sinn með mjög sérstökum hætti.“ Vegna fyrirhugaðs niðurrifs var skemmtistaðnum lokað í ársbyrjun 2008 en ekkert varð úr framkvæmdunum og stendur húsið því enn á sínum stað. Sannaði tilverurétt sinn Morgunblaðið/G.Rúnar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.