SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 27
20. júní 2010 27 Flottur í tauinu á sviði með Greifunum á skemmtistaðnum Hollywood þegar sá staður var í andarslitrunum. Í þoku á Kínamúrnum með eiginmanninum. Baldur fór til kennslu og ráð- stefnu í Kína og Felix fékk að koma með. Ásamt samstarfsmanni sínum til langs tíma, Gunnari Helgasyni, í fríðum hóp barna. Með eftirlætisleikaranum sínum, hinum breska Derek Jacobi úr þáttunum Ég, Kládíusi, í Lundúnum eftir sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu. Í ævintýraferð með börnunum í Svasílandi í Afríku í kringum 2005. Úr heimsókn í nokkurs konar þarlent Árbæjarsafn. Þeir Þórir bróðir með ömmum sínum, Guðbjörgu Guðjóns- dóttir (vinstri) og Sigurþóru Þorbjörnsdóttur (hægri). Syngjandi og leikandi Felix Bergsson þekkja öll börn og foreldrar á Íslandi úr Stundinni okkar í Sjónvarpinu. Hann varð þó fyrst þekktur sem söngvari hinnar vel klæddu hljómsveitar Greifanna. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Myndaalbúmið Tólf ára í veiðiferð með fjölskyldunni. Afinn, Guð- mundur Lúdvigsson heitinn, honum á hægri hönd. Á Gay Pride-daginn á Ingólfstorgi fyrir um það bil tíu árum ásamt Baldri og dóttur þeirra Álfrúnu Perlu. Kátir feðgar skera tertu í stúdentsveislu sonar Felix. Guðmundur útskrif- aðist frá Menntaskólanum í Reykjavík nú í vor. F elix Bergsson fæddist í Reykjavík árið 1967 og bjó ásamt foreldrum sínum, Bergi Felixsyni og Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur, við Vesturgötuna fyrsta æviárið. Í kjölfarið tók faðir hans við skólastjórastöðu á Blönduósi og þar dvaldist fjölskyldan í sex ár. Þar fæddust systkini Felix, Þórir Helgi og Sigurþóra. Guðbjörg fæddist síðar. Þá var fjölskyldan flutt aftur í Vesturbæinn í Reykjavík og að þessu sinni settust þau að við Skerjafjörðinn, nánar tiltekið á Starhaga. Fjölskyldusetrið Túnsberg hefur verið miðpunktur í fjölskyldunni síðan og nú býr Felix þar ásamt eiginmanni sínum, Baldri Þórhallssyni, og börnunum þeirra Guðmundi, sem er tvítugur, og Álfrúnu Perlu, 18 ára. Felix gekk í Melaskóla, Hagaskóla og Verzlunarskóla Ís- lands og varð stúdent þaðan 1987. Hann fór ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ásdísi Ingþórsdóttur, til náms í Edinborg í Skotlandi og útskrifaðist sem leikari árið 1991 frá Queen Margaret University College. Felix hefur verið syngjandi og leikandi allt frá unga aldri. Það var nokkuð ljóst hvert hann stefndi. Fyrsta hlutverk í at- vinnuleikhúsi var í barnaleikritinu Krukkuborg eftir Odd Björnsson í Þjóðleikhúsinu árið 1979 og svo fylgdi hvert verkefnið á fætur öðru. Ferillinn með Greifunum var stuttur en snarpur og muna margir eftir smellum eins og „Útihátíð“, „Ég vil fá hana strax“ og „Þyrnirós“. Felix hefur komið víða við í íslenskum skemmtanabransa og segist sjálfur þola illa kyrrstöðu. Hann hefur unnið í flest- um leikhúsum landsins og rekið sitt eigið, sungið inn á fjölmargar plötur, skrifað barnaefni og leikrit, gert sjón- varps- og útvarpsþætti og tekið að sér forystu í félagsmálum. Þessa stundina á samstarfið við Gunnar Helgason hug hans allan, en þeir voru að senda frá sér plötuna „Ligga ligga lá“ en þar syngja þeir barnalög Jóns Ólafssonar. Fé- lagarnir Gunni og Felix verða á ferðinni um landið í allt sumar. Flottur í ferming- armynda- tökunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.