SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 43
20. júní 2010 43 D rottinn minn dýri hvað þær eru stór- glæsilegar, allar þess- ar fjallkonur sem hafa talað til okkar á þjóðhátíðardag- inn í gegnum tíðina. Í hverju héraði stíga þær á svið einu sinni á ári. Rísa svona líka tignarlegar eins og fjallstindur yfir prúðbúnum hátíðargestum. Þokkafullar með sinn hvelfda barm, augnaráðið hart og mjúkt í senn. Þær virðast ansi hreint fastar fyrir og stútfullar af stolti. Móðir, kona, meyja. Ætli það fari ekki fiðringur upp eftir hryggsúlu einhverra karl- manna í návist slíkra stórborga? Það hlýtur að vera freistandi að stíga í vænginn við sjálfa ímynd Íslands holdi klædda í einhverri fegurðardísinni. Hvern langar ekki að vingast við þessar rjóðu kinn- ar og flóandi hár niður axlir og bak í sumarsins blíða and- vara? Eða mæta í kossi þrýstnum vörum sem af hrjóta kjarnyrt ljóðmæli. Eða fá að skríða undir klæðin fín og njóta þess skauts sem skautbúningurinn felur. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að þó nokkrum karl- mönnum þykja þjóðbúningar kynæsandi. Og skal engan undra. Skautbúningurinn gerir jú hverja þá konu sem honum klæðist að drottningu. Þó þessi mesti viðhafnarbúningur íslenskra kvenna dragi nafn sitt af höfuðbúnaðinum sem við hann er borinn, skaut- inu, þá vill svo til að skaut er einnig orð yfir kvensköp og þá er viðbúið að hugrenningartengsl verði í höfðum einhverra og þeir sjái þessi fögru klæði sem umbúðir um konunnar heita skaut. Kona sem klæðist skautbúningi vekur þá eflaust löngun þessara sömu einstaklinga til að fletta hana flóknum flík- unum, rétt eins og að flysja ávöxt eða taka margra laga dýr- indis pappír utan af gjöf. Svo getur verið enn skemmtilegra að taka fjallkonu í full- um herklæðum. Svipta upp um hana pilsunum. Eða bjóða henni að setjast ofan á reistan gandinn og njóta í leiðinni fegurðarinnar í bylgjandi útsaumi pilsanna. Margan karlinn veit ég fullan af löngun til að gilja konu sem er vandlega uppábúin og innpökkuð í þjóðleg klæði. Hver vill ekki sigra fjall? Næsta víst er að hafa þarf þó nokkuð fyrir því að vinna svo virðulega konu sem fjallkona er, rétt eins og það krefst átaka að sigra Hvannadalshnjúk. En ánægjan er þeim mun meiri þegar á toppinn er komið. Fjallkon- unnar fríða skaut Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is ’ Næsta víst er að hafa þarf þó nokkuð fyrir því að vinna svo virðulega konu sem fjallkona er, rétt eins og það krefst átaka að sigra Hvannadalshnjúk. Gatan mín A usturgata í Hafnarfirði liggur til austurs frá Reykjavíkurvegi, niður að Læk. Húsin við götuna eru meðal þeirra elstu í Hafnarfirði, flest byggð á fyrstu ára- tugum 20. aldar. „Það er afskaplega skjólgott hér, hraunið myndar vegg gegn norðanáttinni og það er iðulega hvasst inni í Reykjavík á sama tíma og hér er algjört dýrðarlogn. Á góðum og sólríkum sum- ardögum er algjör pottur austan- og sunnanmegin við húsið mitt og þá finnst mér gott að bregða mér hér út í sólina með ýmis þau gögn og heimildir sem ég er að vinna með hverju sinni,“ segir Þorgrímur Gestsson, blaðamaður og rithöfundur, sem býr á Austurgötu 17. Það er fallegt og reisulegt hús, kjall- ari, hæð og ris. Guðjón Jónsson byggingameistari byggði það fyrir sig og fjölskyldu sína árið 1914, árið eftir að Fríkirkjan í Hafnarfirði var reist, þar örskammt frá og gnæfir hátt yfir götunni. Löngu síðar byggði hann lága byggingu, áfasta húsinu, austan við það, og rak þar byggingavöruverslun árum saman. „Verslunin hét Málmur og margir eldri Hafnfirð- ingar eiga minningar um að hafa komið hingað að kaupa nagla og skrúfur. Á götuhæðinni, þar sem ég hef vinnustofu, hefur verið mjólkurbúð, sauma- stofa og ýmislegur annar rekstur, svo hér hefur verið afskaplega fjölbreytt starfsemi í áranna rás,“ segir Þorgrímur, sem ólst að hluta til upp í Hafn- arfirði og þar var fyrsta íbúðin sem hann keypti. „Það var árið 1979, og um þær mundir ákváðu foreldrar mínir, þau Gestur Þorgrímsson og Sigrún Guðjónsdóttir, að flytja búferlum. Þá vildi svo til að þetta hús var til sölu og ég benti þeim á það. Úr varð að þau keyptu húsið enda hentaði það þeim vel, sérstaklega gamli Málmur, sem þau gerðu að vinnustofu sinni. Faðir minn var myndhöggvari og móðir mín listmálari og þarna héldu þau einnig marga listsýninguna í áranna rás. Eftir að faðir minn féll frá keypti ég gamla húsið og hef búið hér sl. sjö ár en móðir mín býr enn í vinnustofunni, sem þau létu breyta í mjög góða íbúð fyrir um ára- tug.“ Uppfyllingar í fjörunni hafa breytt bæjarmynd- inni í Hafnarfirði svo um munar. Sú var tíðin að flæðarmálið var fyrir neðan húsin sunnan við Strandgötu og milli hennar og Austurgötu var fisk- verkunarhús, sem var vinnustaður margra Hafn- firðinga „Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar stóðu atvinnulausir verkamenn undir gafli þessa húss og spjölluðu saman á meðan þeir biðu eftir að fá eitt- hvað að gera og af því er dregið heitið Gaflari, sem haft er um innfædda Hafnfirðinga. Ég get nú ekki stært mig af að vera það sjálfur og læt mér nægja að horfa hér þvert yfir götuna, til þess staðar þar sem þetta þjóðþekkta hugtak varð til,“ segir Þor- grímur. Austurgata er orðin gamalgróin og myndræn eins og kvikmyndagerðarmenn hafa komið auga á. Þannig notaði Ari Kristinsson götuna þegar hann gerði kvikmyndina Pappírs-Pésa, eftir skáldsögu Herdísar Egilsdóttur, fyrir um 20 árum. Sú ágæta persóna átti einmitt heima í húsi Þorgríms, sem þá var reyndar í eigu foreldra hans. Og um áratug síð- ar tók Ágúst Guðmundsson myndina Mávahlátur, sem byggðist á skáldsögu Kristínar Marju Bald- ursdóttur, að verulegu leyti upp dálítið austar í götunni og ekki þurfti að breyta miklu til að skapa stemningu eins og hún var um miðja 20. öld, þegar sagan átti sér stað. Morgunblaðið/Jakob Fannar Myndræna gatan 1. Ég fæ mér stundum kvöldgöngu umhverfis þessa byggð og fyllist hryggð þegar ég hugsa um hvernig farið hefur verið með þetta svæði. Því legg ég frekar leið mína austur í Suðurbæjarlaug en þangað er um stundarfjórðungs gangur frá húsi mínu, fín viðbót við sundsprettinn og spjall við ýmsa góða Gaflara í pott- inum. 2. Hér við Austurgötuna og víðar í gamla Hafnarfirði hef- ur fólk borið gæfu til að hafa haldið götumyndunum lítt breyttum. En það á þó ekki við alls staðar í Hafn- arfirði. Hér hafa mörg gömul hús verið rifin og ný byggð í staðinn, sem oftar en ekki eru of stór og bera gömlu byggðina ofurliði. Þetta á ekki síst við um skipulagsmistökin skelfilegu hérna í miðbænum, þar sem ósamræmið og smekkleysan hrópa út yfir gömlu, fallegu byggðina. Og á Norðurbakkanum þar sem skelfileg blokkabyggð reis á þeim ömurlega tíma í sem kenndur er við útrásarvíkinga. Uppáhaldsstaðir Austurgata 2 1 Fjarðargata St ra nd ga ta Hrin gbra ut Suð urga ta Óseyrarbraut Hvaleyrarbraut Suð urbr aut Óseyrarbraut Vesturgata Lækjarg. Selvogsg.Fo rn ub úð ir St ra nd ga ta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.