SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 4
4 20. júní 2010 Ekki hafa aðeins verið skiptar skoðanir um hljóðfæri Heimsmeistaramótsins, vuvuzela-lúðurinn, heldur greinir menn einnig á um ágæti HM-boltans. Boltinn í ár hefur fengið nafnið Jabulani sem á Zulu- tungumálinu þýðir fögnum en leikmenn kalla hann frekar ógæfu sín á milli. Það er Adidas sem hannar boltann en áætlað var að búa til bolta sem myndi þola mikinn hitamun, vatn og sólskin, væri nothæfur í hvaða lofthæð sem er, vatnsheldur og saumlaus. Þannig eru t.d. á ytra byrði hans fíngerðar rákir sem nefnast Grip n’ Groove og eiga að tryggja að auðveld- ara sé fyrir markmenn að grípa boltann. Margir telja hins vegar að þessi ætlun Adidas hafi ekki tekist og hafa leikmenn á köflum átt í mesta basli með boltann. Brasilíski leikmaðurinn Luis Fa- biano er einn þeirra sem hafa lýst undrun sinni yfir boltanum. Hann segir að svo virðist sem boltinn vilji ekki láta sparka í sig, eins og eitthvert yfirnátt- úrulegt afl vaki yfir honum. Bandaríski markvörð- urinn Marcus Hahnemann hefur einnig gagnrýnt bolt- ann sem hann segir vera á of mikilli hreyfingu og aldrei sé í raun hægt að vita hvert hann fari. Þá hefur Diego Maradona að hluta til kennt boltanum um slakan árangur liðs síns og hefur beint því til skipu- leggjanda að vanda verði betur til verka við gerð HM- boltans. Það er ekkert nýtt að kvartað sé yfir HM-boltanum en gagnrýnin virðist háværari í ár þar sem boltinn þykir óvenju óútreiknanlegur og erfiður í meðförum. Enginn virðist í raun vita af hverju en hönnuðir hjá Adidas vilja að mestu kenna þunna loftinu í Suður- Afríku um það hversu erfitt sé að leika með boltann. Óútreiknanlegur bolti Vandræðagripur Jabulani-boltinn þykir frekar valda ógæfu en fögnuði meðal leikmanna. S íðustu daga hafa fótboltaaðdáendur fylgst spenntir með leikjum Heims- meistaramótsins í knattspyrnu sem nú er haldið í Suður-Afríku. Margir veit- ingastaðir bjóða fótboltatilboð á ýmsum mat til að enginn þurfi að elda og veðrið hefur verið sæmilega skýjað svo engum hefur fundist hann vera að svíkjast um þó hann nýtti ekki góða veðrið til að slá grasið eða sóla sig á svölunum. Aðstæður hafa því verið góðar en þó er eitt sem hefur gert aðdáendurna gjörsamlega brjálaða og það er suðið. Suðið sem berst úr sjónvarpinu og líkist einna helst hávaðanum í ógurlegu flugnageri á leið til árásar. Hljóðið sem svo framkallast í sjónvörpum fólks víða um heim berst úr hinum suður-afríska vuvuzela-lúðri. Lúðurinn er ósköp sakleysislegur að sjá og skapar vissulega stemningu fyrir þá sem sitja á pöllunum en gerir lítið annað en að valda höf- uðverk sjónvarpsáhorfenda víða um heim. Lúðraþyturinn hefur verið margumræddur síðustu daga og sumir hafa einfaldlega slökkt á sjónvarpinu eða tekið hljóðið af. Hljóðið ærir líka leikmenn, þjálfara og starfsmenn sjón- varps- og útvarpsstöðva sem hafa kvartað og segja nær ógerlegt að tala saman á vellinum. Þó eru litlar líkur á að lúðrarnir muni þagna en Danny Jordaan, framkvæmdastjóri heims- meistarakeppninnar í fótbolta í Suður-Afríku, segir að ekki komi til greina að banna vuvu- zela-lúðrana á leikjum keppninnar, nema þeir verði notaðir til annars en að blása í þá. Undir það tekur Sepp Blatter, forseti Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, sem segir lúðurinn hluta af menningu hinna suður-afrísku gestgjafa og því sé lítið hægt að gera. Hljóðstyrkur lúðurs- ins hefur verið mældur 127 desíbil en með nýrri gerð með endurbættu munnstykki ku dregið úr styrknum um 20 desíbil. Vuvuzela- lúðrinum er líkt við trompet en sá sem í hann blæs opnar og lokar vörunum í sífellu og sendir þannig loft niður hólkinn sem myndar hljóðið. Hægt er að leika fallega á hljóðfærið en fót- boltaaðdáendur þykja ekki ætíð bestu lúðra- leikarnir og hefur það komið slæmu orði á lúð- urinn. Þó flestir vilji losna við lúðrana af vellinum er ekki annað hægt að segja en að framleiðsla þeirra hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf í land- inu. Á heimasíðu Heimsmeistaramótsins kem- ur fram að lúðurinn hafi orðið svo vinsæll á fótboltaleikjum að árið 2001 hafi fyrirtækið Masincedane Sport verið sett á fót eingöngu til að fjöldaframleiða lúðrana í hinum ýmsu litum og merkta ólíkum fótboltafélögum. Einn beint á lúðurinn Vuvuzela ærir fótboltaáhorf- endur heims Blásið til leiks Vuvuzela-lúðurinn er líka vinsæll í Brasilíu þar sem þessi mynd var tekin við upphaf mótsins. ReutersVikuspegill María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hávaði Boris Johnson, borgarstjóri London, stóðst ekki mátið í heimsókn sinni til Cape Town. Reuters Klúður Lúðraómurinn er óvinsæll enda truflar hann bæði áhorfendur, leikmenn og dómara. Reuters Vuvuzela-lúðrarnir eru vinsælir meðal suður- afrískra fótboltaaðdá- enda en daginn sem tilkynnt var að Heims- meistaramótið 2010 yrði haldið í Suður- Afríku seldu götusal- ar um 20.000 lúðra á einu bretti. Hljóðið úr þeim í sjónvarpinu er hins vegar ærandi fyr- ir flesta, jafnt leik- menn sem áhorf- endur, og minnir helst á hljóðið í flugnageri í árás- arhug. Metsala á lúðrum             
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.