SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 18
18 20. júní 2010
H
vítir kollar nýstúdenta eru
ekki síður tengdir þjóðhátíð-
ardeginum í höfuðstað Norð-
urlands en tilefni hátíðahald-
anna; afmælis lýðveldisins. Þeir eru
áberandi sem og hundruð gamalla MA-inga
sem saman koma árlega.
Skólahátíðin er nokkurra daga hátíð
þúsunda manna. MA-ingar halda saman,
enda segir í fyrsta erindi skólasöngsins:
Forna dáð er fremd að rækja.
Fagrir draumar rætast enn.
heill sé þeim, sem hingað sækja,
höldum saman, Norðanmenn.
Að kvöldi 16. júní var matarveisla og
dansleikur fyrir rúmlega 700 manns í
Íþróttahöllinni; júbílanta, maka þeirra og
aðra gesti. 25 ára stúdentar halda þá miklu
hátíð og afmælisárgangar fjölmenna.
Skemmtuninni lauk klukkan þrjú að
nóttu og þá þurftu starfsmenn Bautans að
hafa hraðar hendur því sjö tímum síðar
hófst brautskráningin í gjörbreyttum sal.
Þegar nýstúdentar röltu suður í Stefánsl-
und í hádeginu til myndatöku var enn á ný
hafist handa við að klæða salinn í nýjan
búning; sannkallaðan sparibúning fyrir
1200 manna veislu um kvöldið!
Nútíð, fortíð og framtíð fléttast
skemmtilega saman á MA-hátíðinni.
Björn Þorláksson rithöfundur flutti ávarp
fyrir hönd 25 ára stúdenta við brautskrán-
inguna. „Menntaskólinn á Akureyri er
undarlegur skóli, stórfurðulegt sambland af
nýrri hugsun og eldgömlum hefðum, hefð-
um sem sumar hverjar fara hrikalega í
taugarnar á okkur um leið og við njótum
þeirra með stolti. Vitaskuld eru hefðirnar
að nokkru leyti til aðgreiningar, þær eru
gamalt snobb og ágætar sem slíkar, en þær
kenna okkur öðru fremur að bera virðingu
fyrir hinu liðna,“ sagði rithöfundurinn.
Björn taldi útskriftarnema finnast hann
ljótur og asnalegur „einsog árgangurinn
minn og allir þessir gömlu stúdentar meira
og minna, og það er satt og hvergi ofmælt,
ekki síður en þess verður furðu skammt að
bíða að þið verðið líka öll dálítið asnaleg. Í
dag er húð ykkar strengd og falleg – en hve
lengi? Í morgun voru síðustu forvöð fyrir
sum ykkar að greiða það sem þið funduð
undir stúdentshúfunni – en vei, ó vei! For-
gengilegur er sá flóki.“
Hann bað piltana að njóta þess að hafa
hár þar sem þeir óska þess að það vaxi því
fyrr en varir muni þeir ekki finna hárið þar
en því meira þar sem það á ekki að vera.
Inni í eyrum, utaná eyrum, ofan á nefi, inni
í nefi. „Og fyrr en varir verðiði 10 ára júbíl-
antar og þá muniði sjá að á fyrrum tá-
grönnu fólki verður ístran það eina sem þið
takið eftir. Hvað gerðist? Muniði spyrja. Æ,
bara lífið, er svarið.“
En Björn færði nýstúdentum góðar fréttir
frá 25 ára kollegum; „þótt þið verðið sköll-
ótt og feit og fáið appelsínuhúð og hrukkur
þá er það á færi sérhvers ykkar að móta
heilana ykkar þannig að þeir bæti mann-
lífið dag frá degi, með vísindastarfi vita-
skuld, en ekki síður með náungakærleika.
Hugsið ekki hvað þið getið gert með hárinu
heldur því sem vex undir því.“
Æ, bara lífið. Vonandi hlustuðu allir.
Páll P. Pálsson ljósmyndari hefur séð um að mynda útskriftarhópa frá MA á fjórða áratug en ættingjar og vinir nýstúdenta bregða líka margir myndavél á loft í Stefánslundi á sama tíma.
Handagangur í öskjunni baksviðs! Handtökin eru mörg þegar bera þarf fram mat handa
fjöldanum. Rúmlega 700 voru í mat 16. júní en tæplega 1.200 á þjóðhátardaginn.
Hljómsveitin Buff fer heim eftir ballið 16. júní, um klukkan hálf fjögur, og starfsmenn Baut-
ans fjarlæga borð úr salnum svo hægt sé að stilla upp stólum fyrir brautskráninguna.
Höldum saman,
Norðanmenn
Skemmtileg er sú hefð að brautskrá stúdenta frá
Menntaskólanum á Akureyri 17. júní. Þeir eru
áberandi en ekki síður hundruð gamalla stúd-
enta sem heimsækja gamla skólann sinn.
Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Bak við tjöldin