SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 8
Síst mun ofmælt að dómur Hæstaréttar í máli Jóhanns Rafns Heiðarssonar gegn Lýs- ingu marki kaflaskil. Myntkörfulán eins og margir tóku, til dæmis til bílakaupa, þegar gengi íslensku krónunnar var hagstætt gagnvart erlendri mynt voru ekki heimil lög- um samkvæmt að mati dómsins. Því eru fjármögnunarfyrirtækin í vondum málum. Samkvæmt tölum Seðlabankans námu gengisbundin lán heimila, fyrirtækja og annarra 885 milljörðum króna um sl. ára- mót. Við hrun bankakerfisins í október 2008 námu þessar skuldir 2.855 millj- örðum og helgast lækkunin af því að búið var að afskrifa mikið eða breyta lánunum í íslenskar krónur. Þetta er í annað sinn sem dómsmál er tengjast bílum á Akureyri valda straum- hvörfum í réttarsögunni. Sumarið 1984 var Jón Kristinsson rakari stöðvaður af lög- reglu fyrir að hafa ekki virt stöðvunarskyldu á gatnamótum Byggðavegar og Þingvalla- strætis á Akureyri. Lögregla tók skýrslu af Jóni og fulltrúi sýslumanns tók síðan við málinu og dæmdi í því undir lok ársins. „Málinu virtist lokið og ekki seinna vænna, svo ómerkilegt sem það sýndist vera,“ seg- ir í ritinu Ísland í aldanna rás. Jón og Eiríkur Tómasson lögmaður hans ákváðu hins vegar að áfrýja málinu því rannsókn þess hefði verið áfátt og dómari hefði ekki verið hlutlaus. Á það féllst Hæstiréttur ekki og leituðu lögmaðurinn og skjólstæðingur hans því til Mannréttinda- dómstóls Evrópu. Dómurinn ákvað að taka málið fyrir en áður en til þess kom kippti ríkisstjórnin að sér hendinni og lagði fram lög um aðskilnað dóms- og umboðsvalds í héraði. Í krafti þess var dómarahlutverkið tekið af sýslumönnum og fulltrúum þeirra og fært til sjálfstæðra dómstóla. Einfalt umferðarlagabrot ökumanns bíls á Akureyri varð til þess að bylta varð réttarkerfinu. Maðurinn sigraði ríkið rétt eins og bíleig- andinn Jóhann Rafn Heiðarsson á Akureyri hefur lagt fjármögnunarfyrirtækin að velli. Þess má geta að nú um helgina eru Bíla- dagar haldnir á Akureyri. Akureyrarmálin veltu þungu hlassi Á Akureyri haustið 2008 þegar afhjúpaður var minnisvarði um meint brot Jóns Kristinssonar sem varð til þess að réttarskipaninni var breytt. Jón, sem er fyrir miðri mynd, lést á sl. ári. Morgunblaðið/Skapti 8 20. júní 2010 H vernig Lýsing fór fram í þessu máli var einfaldlega tilraun til þjófnaðar. Mér var sagt ósatt og mér sendir reikn- ingar sem áttu sér enga stoð í raun- veruleikanum. Ég var reiður og fannst því ekki annað koma til greina en halda þessu máli til streitu. Fara með það fyrir dómstóla þar sem úr yrði skorið hvor málsaðila hefði réttinn sín megin eins og nú liggur fyrir svart á hvítu,“ segir Jóhann Rafn Heiðarsson á Akureyri. Á miðvikudag kvað Hæstiréttur upp úrskurð í tveimur sambærilegum málum sem snúa að svo- nefndum myntkörfulánum. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að slík lán hafi verið óheimil, þ.e. að bannað sé að lán séu verðtryggð með teng- ingu við gengi krónunnar. Sú tenging varð til þess að hækka höfuðstól lánanna til muna svo skulda- byrði og afborganir urðu fjölda fólks þrautin þyngri. Jóhann Rafn keypti Galloper-jeppa með 650 þúsund króna bílaláni frá Lýsingu í mars 2006. Þegar gengi krónunnar hafði fallið um himinhæðir sá Jóhann sér ekki lengur fært að borga af láninu og svo fór að Lýsingarmenn tóku bílinn aftur í mars á síðasta ári. „Þegar hér var komið sögu var ég búinn að borga 400 þúsund krónur af bílalán- inu. Það sem mér fannst hins vegar blóðugast var að í eftirleiknum fékk ég tæplega 700 þúsund króna reikning vegna viðgerða á bílnum. Mér fannst ýmislegt í þessum reikningi tortryggilegt og leitaði upplýsinga hjá lögfræðingi Lýsingar sem var bara fúll á móti. Bíllinn var á nýlegum og ágætum dekkjum en þegar ég fékk reikninginn var kostnaðurinn meðal annars vegna nýrra dekkja. Ég setti mig í samband við þau verkstæði sem starfað hafa fyrir Lýsingu og þannig komst ég að því að aldrei hafði verið gert við bílinn eins og lög- fræðingurinn staðfesti við mig þegar ég gekk á hann. Reikningurinn sem mér var sendur átti sér því aldrei neina stoð í raunveruleikanum og upp- spuni frá rótum. Með því að grennslast frekar fyrir um málið fann ég svo út að Lýsing hefði selt bíl- inn, sem er árgerð 2000, til Pólverja fyrir 150 þús- und sem er algjört hrakverð,“ segir Jóhann sem í framhaldi af þessu leitaði til Ólafs Rúnars Ólafs- sonar, lögfræðings á Akureyri, og bað hann að kanna rétt sinn og stöðu í málinu. Og niðurstaðan er afdráttarlaus. Myntkörfulánin reyndust óheimil skv. dómi Hæstaréttar og áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur komist að þessari sömu niðurstöðu. „Við fjölskyldan áttum annan bíl sem einnig var fjármagnaður með láni frá Lýsingu. Það lán var í íslenskum krónum og því viðráðanlegra. Ég borg- aði það lán upp um sl. áramót og er því núna að öllu leyti skuldlaus gagnvart fyrirtækinu sem á hins vegar eftir að leiðrétta sín mál gagnvart mér og þúsundum annarra Íslendinga. Mér finnst merkilegt að allur sá fjöldi lögfræðinga sem fjár- málafyrirtækin höfðu á sínum snærum skyldi ekki geta lesið það sama út úr lögunum og dómstólar hafa nú gert; það er að sjá að bannað hafi verið að verðtryggja lán með tengingu við gengi krón- unnar. Mér finnst þetta allt mjög sérstakt þótt ég léti mér aldrei detta í hug, þegar ég fór af stað með þetta mál og leitaði réttar míns, hvaða óskaplegu ormagryfju ég væri í raun og veru að opna.“ Maðurinn sem sigraði fjármálafyrirtækin. Jóhann Hreiðarsson er mat- reiðslumaður á Bjargi, sem er vinnustaður fyrir fatlaðra á Akureyri. Skapti Hallgrímsson Maður sem opn- aði ormagryfju Vann mál gegn Lýsingu og myntkörfulánin dæmd ólögleg Vikuspegill Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þegar hagstæðu myntkörfulánin buðust var bílasala góð. Þegar krónan lækkaði má segja að salan hafi stöðvast og það ástand varir í rauninni ennþá. Morgunblaðið/Skapti Myntkörfudómarnir sem féllu i Hæstarétti sl. miðvikudag voru tveir. Þótt niðurstaða liggi fyrir er þó óljóst hvernig brugðist verður við. Hafa reglur þar um ekki verið settar. „Er varla of mikið að fara þess á leit að stjórnvöld komi að málinu og leggi einhverjar línur að úr- lausn þess,“ segir FÍB. Víða var fundað um dóminn í gær. Morgunblaðið/Kristinn. Stjórnvöld leggi línur að lausn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.