SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 9

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 9
Reuters „Þar sem ég er mikill sveitastrákur þá var þetta draumur minn. Hann er bara fyrir mig til þess að keyra um og ég passaði að það væri nóg pláss fyrir Jönu dóttur mína líka. Við eigum eftir að skemmta okkur vel á honum,“ sagði Louis Oosthuizen um traktorinn sem hann keypti sér fyrir brotabrot af þeim 850.000 pundum sem hann fékk í verð- launafé fyrir að sigra Opna breska meistaramótið. Suður-Afríkumað- urinn var lofaður fyrir stáltaugar sínar þegar hann hélt keppninautum sínum í skefjum síðustu tvo daga mótsins eftir að hafa náð góðri for- ystu. Þeir sem hann þekkja eru sammála um að Oosthuizen sé rósemdar drengur með báða fætur á jörðinni jafnt í meðbyr sem mótbyr. Landi hans Charl Schwartzel segir að síðasta skiptið sem hann sá Oosthui- zen taugaóstyrkan hafi verið á brúðkaupsdaginn sinn. Hann sé fjöl- skyldumaður sem sé háður Friends-þáttunum sem hann kunni utan að. Í sigurræðunni á St. Andrews talaði hinn hógværi Oosthuizen ekki um sjálfan sig heldur byrjaði á að óska Nelson Mandela til hamingju með 92 ára afmælið. Hógværi sveitastrákurinn Oosthuizen keypti traktor fyrir vinningsféð Oosthuizen mundi eftir afmæli Nelsons Mandelas. Reuters Oosthuizen fagnar sigri með konu sinni og barni. 25. júlí 2010 9 Zack Rasego, kylfusveini Lou- is Oosthuizen, hafði verið sagt fyrir Opna breska mótið, að það yrði hans síðasta í þjónustu Suður-Afríkumanns- ins, hann þyrfti reyndari mann með sér. Eftir sigurinn verður hins vegar ekkert af brott- rekstri Rasegos sem kemur frá fátækrahverfum Sowetos. Oosthuizen og Rasego fagna sigri. Reuters Kylfusveinn á ystu nöf www.bluelagoon.is a n to n & b e rg u r 2 fyrir 1 í Bláa Lónið Frítt fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum Gildir gegn framvísun miðans til 16. ágúst 2010 Gildir ekki með öðrum tilboðum Lykill 1561 Lífsorka með nýtingu náttúruaflanna

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.