SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Síða 16

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Síða 16
16 25. júlí 2010 H jalti Ragnarsson hefur búið í Danmörku frá sex ára aldri. Þegar hann var 19 ára ákvað hann að skrá sig í herinn og nú átta árum síðar sér hann ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég var alltaf góður í að vinna utandyra og fann mig hreinlega ekki í skóla. Það er herskylda í Dan- mörku og ég ákvað að fara. Þá tóku við 12 mánuðir í konunglegu lífvarðasveit- inni. Ég fann að þetta var rosalega spennandi vinna svo ég ákvað að halda áfram eftir að skyldunni lauk, sinna störfum fyrir herinn á alþjóðlegum vett- vangi.“ Hjalti segir umsækjendur geta sótt um mismunandi deildir innan hers- ins en eftirsóttast sé að komast að hjá konunglegu lífvarðasveitinni. Hann var einn af þeim heppnu sem komust þar að en innan lífvarðasveitarinnar er hann í sérstakri skriðdrekasveit. Hjalti viðurkennir að fjölskyldan hafi verið dálítið uggandi í fyrstu. „Hún var dálítið óörugg með þetta en þegar þau sáu hvað ég varð glaður þá breyttist það. Þau styðja mig í þessu 100%.“ Kynnist sjálfum sér betur við æfingarnar Fyrstu mánuðirnir í þjálfuninni hjá hernum voru strembnir. „Það er reynd- ar búið að breyta þessu núna en fyrstu þrjá mánuðina er maður tekinn hressi- lega í gegn. Maður sefur aðeins í 12-14 tíma samtals í hverri viku, annars er maður bara að vinna og vinna. Maður hættir að hugsa og bara framkvæmir. Ekkert þvarg eða neitt vesen,“ segir hann. „Eftir þennan tíma tekur maður æfingar, fer í eina viku út og er með mat fyrir einn dag sem þarf að endast í fimm daga. Maður er pressaður rosalega á svefn og mat og maður lærir hversu mikið maður getur og kynnist sjálfum sér betur. Maður verður rosalega hissa á því hversu mikið maður getur í raun gert.“ 55–60°C í skugga Hjalti, sem er titlaður nýliði af næst- lægstu gráðu (e. private first class), fór í sinn fyrsta leiðangur með danska hern- um til Kosovo árið 2005. „Kosovo er rosalega spennandi, yndislegt landslag, fjöllin og fólkið. Það var rosalega spenn- andi vinna, að koma út og reyna að hjálpa þessu fólki,“ segir hann. Hjalti dvaldist í Kosovo í hálft ár, hvíldist í Danmörku í sex mánuði og hélt því næst út með sveitinni sinni til Basra í Írak í hálft ár. „Í Írak var mjög heitt, það var frekar leiðinlegt hvað það var heitt allan tímann, 55–60°C í skugga. Svo drakk maður 6–7 lítra af vatni á dag og þar sem það var ekkert kælibox þá var mað- ur að drekka heitt vatn.“ Aðbúnaðurinn var hinsvegar góður, að sögn Hjalta. Þrír hermenn deildu herbergi í vel loftkæld- um höfuðstöðvum og þar fengu þeir góðan mat. Hinsvegar vegar var oft farið í leiðangra í fleiri vikur í senn og þá var lítið fyrir loftkælingunni að fara. „Hitinn gerði dvölina í Írak erfiðari, þar að auki var líka meira að gera þar en í Kosovo.“ Sofa í leirkofum talibana Hjalti segir að alltaf sé miðað við að sveitirnar séu úti í hálft ár í senn og því næst séu þær leystar af. Hann tók sér hálfs árs hlé áður en hann hélt út til Írak en nú eru hinsvegar liðin nokkur ár síð- an hann kom heim úr þeirri ferð. „Það gerðist ekkert í Kosovo, það var mjög rólegt og þess vegna fór ég eftir hálft ár aftur út. Eftir Írak þurfti ég hinsvegar dálitla hvíld,“ segir hann. Herinn er mitt líf Í byrjun ágúst fer Hjalti Ragnarsson með dönsku konunglegu lífvarðasveitinni til Afganistans en þetta er í þriðja skiptið sem hann fer með sveit- inni á vígstöðvar. Honum finnst hernaðarstarfið afar spennandi og sér fyrir sér að eyða næstu áratugum í þjónustu hersins. Herinn sé hans líf. Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Hjalti hefur verið heiðraður fyrir mörg afrek í bardögum á vígvöllum Íraks. „Hitinn gerði dvölina í Írak erfiðari, þar að auki var líka meira að gera þar en í Kosovo,“ segir Hjalti Ragnarsson.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.