SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Síða 31
25. júlí 2010 31
M
engun er mein í mannheimum. Við Íslendingar erum betur settir í
þeim efnum en margar aðrar þjóðir en samt hefur sigið á ógæfuhlið-
ina, einkum í höfuðborginni. Í forvitnilegri fréttaskýringu Bergþóru
Njálu Guðmundsdóttur í Sunnudagsmogganum í dag kemur fram að
svifryksmengun í Reykjavík megi ekki fara oftar en sjö sinnum á ári yfir heilsufars-
mörk. Í ár hefur það þegar gerst nítján sinnum. Og í hvert skipti dregur úr lífsgæðum
íbúanna.
Þeir íbúar sem glíma við astma- og ofnæmissjúkdóma eru verst settir þegar kemur
að menguninni, eins og Steinunn Þórhallsdóttir og fjölskylda hennar hefur fengið að
reyna. „Þá daga sem mengunin er hvað verst hósta yngri börnin mikið. Astminn er
ofnæmissjúkdómur sem virkar þannig að þegar erting er frá umhverfinu bregst lík-
aminn við á ýktan hátt. Það er misjafnt eftir einstaklingum hvernig, en í okkar tilfelli
er það þannig að lungun í Karli Orra fara að framleiða mikið slím. Hann finnur mikið
fyrir því og t.d. fær hann verk í lungun þegar hann er að leika sér og hlaupa mikið og
þarf þá að hvíla sig,“ segir Steinunn.
Verstu einkennin koma þó aðeins seinna fram. „Á morgnana eftir vonda meng-
unardaga á hann til að kasta upp slíminu því það safnast fyrir þegar hann liggur út af.
Þegar hann vaknar heyrir maður að hann fær hóstakast og svo þarf hann bara að
hlaupa inn á klósett og gubba. Þá þurfum við að byrja á því að gefa honum tvö ast-
malyf, ventolín og flixotíð, annað sem á að opna lungnaberkjurnar og fá þær til að
slaka á og svo stera til að minnka bólgur og slímmyndun.“
Auðvitað eru afleiðingar mengunar sjaldnast svona slæmar hér á landi en frásögn
Steinunnar er sláandi eigi að síður.
Reglur eru nauðsynlegar. Um það eru allir sammála. Það er hins vegar álitamál
hversu langt á að ganga í reglusetningu, einkum þegar reglurnar eru settar úr fjarska,
ef til vill af vanþekkingu. Þetta var veiðimanninum sem Ragnar Axelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, hitti á ísbreiðunni á Grænlandi efst í huga.
„Það er búið setja reglur frá Evrópu sem banna okkur að selja skinnin af þeim dýr-
um sem við veiðum, það var lifibrauðið okkar,“ sagði hann. „Við getum ekki selt
túpilaka, handgerða listmuni, tálgaða úr hvalbeinum, einungis úr hreindýrshornum
en þeir eru ekki eins fallegir. Þessar reglur eiga miklu frekar við um dýr í útrýming-
arhættu sem eru drepin af veiðiþjófum. Við erum ekki veiðiþjófar. Af hverju getur
ekki fólk sem hefur aldrei komið hingað og veit ekkert um okkur og lífið hér látið
okkur í friði? Hver bað það um að setja reglur fyrir okkur? Ekki reynum við að breyta
því hvernig aðrir lifa.“
Ragnar hefur áður farið út í þessa sálma í velheppnuðum þætti sínum í Sunnudags-
mogganum, Sagan bak við myndina, en sjaldan af sama þunga og í dag. Samúð hans
með málstað veiðimannsins er augljós. „Það var sorgmæddur maður sem kvaddi mig,
ég skildi hvað hann var að segja.“
Uppköst af völdum mengunar
„Enda eru pylsur fínasti matur.“
Eiður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarna-
fæðis, en veruleg aukning hefur verið í pylsusölu í
sumar.
„Við erum ekki fullkomin.“
Steve Jobs, forstjóri Apple, en fyrirtækið hefur sætt
gagnrýni fyrir galla í iPhone 4-símanum.
„Það er náttúrlega ótrúlegt að
þetta skuli gerast.“
Björgvin Þorsteinsson kylfingur úr GA
sem fór holu í höggi tvo daga í röð.
„Ætlum við að borga fyrir Ice-
save-skuldir útrásarvíking-
anna með náttúru okk-
ar?“
Björk Guðmundsdóttir á
blaðamannafundi í Norræna
húsinu.
„En við reimum bara
á okkur takkaskóna og
mætum í næsta leik.“
Óskar Sigurðsson, formaður
knattspyrnudeildar Selfoss, en
liðinu hefur vegnað afar illa að
undanförnu.
„Hvað í fjandanum er ég að gera hér?“
Leikarinn Tim Robbins sem ku vera í miðlífskreppu.
„Landeyjahöfn er ekki einungis
mannvirki, hún er líka þrekvirki.“
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra við vígslu hafnarinnar.
„Hvað heldurðu að þú sért?“
Eiginkona Lárusar Orra Sigurðssonar knattspyrnu-
manns, þegar hann ákvað að taka fram skóna,
37 ára, og leika með ÍA.
„Að handtaka hinn óviðjafnanlega
Ice-T fyrir að vera ekki með sæt-
isbeltin spennt er algjörlega út í
hött.“
Rapparinn Ice-T.
„Kreppan er búin.“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, en starfandi
fólki hefur fjölgað um 2.000 milli
ára.
„Er amma þín til sölu?“
Elín Tryggvadóttir hjúkrunarfræð-
ingur í aðsendri grein í Morgun-
blaðinu.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
„mannlegu ljósi“, sem bætti ekki ímynd hans. Við
slíku er lítið að gera. Dagbækur þessara sam-
starfsmanna, sem gjarnan vitna um samtöl sín við
„mikilmennið“ benda oft til þess að engu því sem
máli skipti hafi verið ráðið til lykta án atbeina
dagbókarhöfundarins. Fjölmargar bækur af slíku
tagi hafa þannig birst úr fórum aðstoðarmanna
Winstons Chuchills, jafnt frá læknum, riturum,
lífvörðum, aðstoðarmönnum og stórum og
smáum ráðgjöfum. Þessar bækur allar eru örugg-
lega hjálplegar við að draga upp heilsteypta mynd
af þessum mikla forystumanni. En þær komu allar
út eftir að dagsverki hans var lokið og reyndar
undantekningarlítið ekki fyrr en eftir andlát hans.
Hið nýja er að nú eru nánustu ráðgjafarnir að
skrifa dagbækur sínar með útgáfu í huga eftir fá-
ein ár eða jafnvel fáeina mánuði. Við dagbók-
arskrif verða tímabundnir menn að velja og hafna.
Og því er hætt við að menn sem eru að skrifa
gróðavonarbók fremur en dagbók muni haga
skrifum sínum með öðrum hætti en þeir sem færa
til bókar það sem athyglisverðast er og án hlið-
sjónar af því hvað síðar kann að verða um slík
skrif. Valdamenn eru menn með völd og ekki
mikið merkilegri en aðrir fyrir vikið. Í lýðræðis-
ríkjum er það tímabundið ástand, sem betur fer.
Þeir eru fyrst og síðast menn og hversu færir sem
þeir kunna að vera til sinna verka megna þeir lítið
eða ekkert einir. Þeir verða því að hafa í kringum
sig þá sem má treysta. Hvernig getur dagbókar-
maðurinn sem virðir hverja setningu sem hann
heyrir eða atvik sem hann sér til fjár sem glittir í
innan skamms tíma uppfyllt slíkt skilyrði? Hann
veit að budda hans mun jafnvel bólgna í réttu
hlutfalli við aukin óheilindi. Hitt var nógu erfitt að
vita að aðstoðarmennirnir voru í samtölum við
sína dagbók og líklegir til að draga þar upp mynd
sem gerði þeirra hlut meiri og mikilfenglegri en
efni stóðu til. En þessi nýja iðja er miklu ógeð-
felldari. Og hún getur gert þá menn sem gegna
þýðingarmiklum störfum, sem sagan sýnir að eru
oft ávísun á varúð og tortryggni, enn lokaðri en
ella. Þeir verða því enn lakari valdamenn en þyrfti
að vera
Morgunblaðið/Árni Sæberg
góða