SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 37
25. júlí 2010 37 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Þ ær eru ófáar konurnar í Hollywood sem hafa gengist undir hnífinn til þess eins að viðhalda unglegu útliti sínu. Það þykir nefnilega ekki smart að vera með broshrukkur eða annað sem sýnir að maður hefur lifað lífinu. Lengi vel var ég fórnarlamb þessarar hugsunar. Ég var staðráðin í að bjóða hrukkur aldrei velkomnar og fannst ekkert athugavert við að láta þær hverfa með einum eða öðrum hætti. Á síðustu árum hefur mér þótt eilítið hrukkótt húð, þó ekki illa farin eftir ljósabekki eða reykingar, ótrúlega töff. Það heillar mig í dag meira að eldast á eðlilegan hátt en að gangast undir ótal lýtaað- gerðir. Í rauninni hlakka ég til að takast á við þau mismunandi aldurstímabil sem vonandi bíða mín. Það verður gaman að breyta mörgu sem tengist útlitin í takt við breyttan aldur, s.s. fatastílnum, andlitsförðuninni, hárgreiðslunni og svo mætti lengi telja. Í Hollywood má finna einstaka hræður sem þora að sýna sitt rétta andlit og ég hreinlega dáist að þeim fyrir að láta ekki undan þrýstingi. Í fljótu bragði detta mér í hug leikkonurnar Julianne Moore, Cate Blanchett, Kate Winslet og Judi Dench. Sú sem mér þykir þó skara fram úr á þessu sviði er konan á bak við hina geysivinsælu Hermes Birkin-tösku, Jane Birkin. Þessi 63 ára söng- og leikkona er eflaust besta dæmið um konu sem skartar hrukkum sínum stolt. Það sem einkennir útlit Birkins er þessi ungi andi sem skín af henni. Hún er síbrosandi og lætur broshrukkumyndun sem vind um eyrun þjóta. Bros hennar er ávallt jafn einlægt og unglegt. Hún er mín fyrirmynd. Konurnar í Hollywood sem skarta sínu „eigin“ andliti eru oftast þær sem eru með mestu útgeisl- unina, enda með sjálfstraustið í lagi. Það er nefnilega mikilvægara fyrir útlitið en marga grunar. Þær leikkonur sem gangast reglulega undir hnífinn virðast frekar óöruggari með útlit sitt. Ætli þær séu ekki flestar grátandi innra með sér á rauða dreglinum yfir nýjustu hrukkunni sem kom svo skjótt að enginn tími gafst til að láta lækni galdra hana í burtu. Það sést bara ekki því andlits- vöðvarnir hafa verið lamaðir með Botoxi. Julianne Moore Cate Blanchett Kate Winslet Jane Birkin Judi Dench Að eldast með reisn Tíska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.