SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 43
25. júlí 2010 43
E
itt það skemmtilegasta sem ég geri er að standa í röð.
Sérstaklega á Íslandi, vegna þess að raðir á Íslandi eru
svolítið öðruvísi en raðir erlendis. Raðir á Íslandi sam-
anstanda yfirleitt af svona tveimur til þremur mann-
eskjum. Aldrei mikið meira. Ef Íslendingur kemur að tveggja til
þriggja manna röð sér hann sér leik á borði og býr strax til aðra
röð. Glætan að hann nenni að standa í einhverri langri röð. Nei.
Hann býr til sína eigin röð. Oft kemur maður að afgreiðslu-
borði, til dæmis í sjoppu, og þá eru svona fjórar til fimm raðir í
gangi. Maður veit auðvitað ekkert í hvaða röð maður á að fara,
en þá bara býr maður til sína eigin
röð. Nýja röð. Og þetta getur auð-
vitað orðið ofsalega gaman. Bara
stuð í sjoppunni. Afgreiðslufólk á
Íslandi verður auðvitað oft mjög
frústrerað yfir þessu. Þess vegna
spyr það oft: „Hver er næstur?“
Það hefur auðvitað engan tíma til
þess að fylgjast með hver er næst-
ur, enda eru kannski fimm raðir í
gangi. Sumum finnst að af-
greiðslufólk ætti að fylgjast sjálft
með því hvern ætti að þjónusta
næst, en mér persónulega finnst
það of mikið til ætlast af af-
greiðslufólki. Ekki bað það okkur um að koma í sjoppuna eða
búðina. Þetta er eitthvað sem við neytendur eigum að sjá um
sjálf.
Svo er afgreiðslufólk á Íslandi líka mjög vel þjálfað. Sér-
staklega í verslunum eins og BYKO og Húsasmiðjunni um helg-
ar. Þá er meðalaldur starfsmanna sirka níu ára. Hver hefur ekki
lent í því að fara í byggingavöruverslun um helgi til að kaupa
heitgalvaníseraða snittiteina? Og spyrja ungan afgreiðslumann
hvar heitgalvaníseruðu snittiteinarnir séu. Sko inni í búðinni.
En ungi afgreiðslumaðurinn lætur auðvitað ekkert uppi. Hann
horfir bara á þig eins og þú hafir spurt um vaxtaálagið hjá
finnska seðlabankanum. Enda færð þú engin svör. En þetta er
auðvitað bara einn stór leikur. Auðvitað veit viðkomandi hvar
heitgalvaníseruðu snittiteinarnir eru. Málið er bara að stjórn-
endur byggingavöruverslana vita að flest fólk hefur bara gott af
því að rápa um níu þúsund fermetra verslun með tvo vælandi
krakka í eftirdragi að leita að heitgalvaníseruðum snittiteinum.
Það er bara gaman og hressandi.
Þjónar geta líka oft verið skemmtilegir. Sérstaklega þjónar
sem nenna ekki að þjóna. Það er töluvert af þeim á Íslandi. Það
getur verið mjög gaman að lenda á þjóni sem nennir ekki að
þjóna. Þá fær maður til dæmis matseðilinn seint. Drykkina
seint. Og oft kemur vitlaus pöntun á borðið. Það er alltaf jafn
skemmtilegt. Segjum sem svo að maður sé með til dæmis nokk-
ur börn í eftirdragi. Þau eru orðin pirruð og svona. Svöng
kannski. Og svo kemur maturinn eftir kannski hálftíma en vit-
laus pöntun. Þá fríka krakkarnir kannski bara út. Þá reynir á
foreldrið að róa alla niður og sýna stillingu. En þjónninn biðst
ekkert afsökunar eða bætir þér og þínum þetta upp á nokkurn
hátt. Þetta getur verið mjög skemmtilegt allt saman.
Einu sinni fór ég á veitingahús á Íslandi og spurði þjón sem
nennti ekki að vera þjónn hver væri súpa dagsins. Hann hafði
auðvitað ekki hugmynd um það. Bað mig bara að bíða á meðan
hann athugaði málið. Ég var auðvitað ekkert að fara, enda ný-
kominn. Eftir nokkra stund kom þjónninn aftur og tjáði mér að
súpa dagsins væri rjómalöguð. Og ég spurði hvernig. Vildi fá að
vita hvort þetta væri rjómalöguð sveppasúpa, aspassúpa, græn-
metissúpa, tófúsúpa. Bara þú veist, seldu mér þessa súpu aðeins
betur, kallinn minn. Og það auðvitað vissi hann ekki og bað mig
aftur að bíða. Eftir þrjár ferðir inn í eldhús komst ég loksins að
því að súpa dagsins væri sem sagt rjómalöguð sveppasúpa. Sem
ég pantaði. Enda getur hún verið mjög hressandi. En þegar öllu
er á botninn hvolft fannst mér þetta bara svolítið gaman.
Íslenska
röðin
Pistill
Bjarni Haukur
Þórsson
’
Þjónar geta
líka oft ver-
ið
skemmtilegir.
Sérstaklega þjón-
ar sem nenna
ekki að þjóna. Það
er töluvert af
þeim á Íslandi.
Gatan mín
B
akkarnir eru hverfið í Neskaupstað sem er
yst í bænum. Íbúðarhúsin í hverfinu voru
flest reist á árunum milli 1970 og 1980;
þau fyrstu af Viðlaga- sjóði í kjölfar
Vestamannaeyjagossins og fleiri fylgdu í kjölfarið.
Sæbakki, Nesbakki og Gilsbakki eru meðal þessara
gatna og svo Marbakki þar sem hjónin Margrét
Þórðardóttir og Sigurgeir Ólafsson búa, ásamt
tveimur dætrum sínum.
„Sjálf er ég fædd og uppalin hér í Neskaupstað og
undi mér afskaplega vel á Mýrargötunni. Eftir að
við maðurinn minn fluttum austur byrjuðum við að
leigja fyrstu árin íbúð á efri hæð pósthússins við
Miðstræti. Vildum svo færa okkur og fara í eigið
húsnæði og keyptum þá þetta hús hér við Marbakka
árið 1998. Hér í Neskaupstað búa um 1.500 manns
og því er ekki mikil hreyfing á fasteignamark-
aðnum hér. Fólk verður því að sæta lagi: hlera
hverjir eru að hugsa sér til hreyfings eða vilja
stækka eða minnka við sig. Þetta leiðir stundum til
þess að hringekja fasteignaviðskipta fer af stað hér í
bænum þar sem fólk skiptir um eignir og ein slík
hringekjuferð er nýlega afstaðin hér. Fyrstu árin
þurftum við lítið að gera við húsið hér á Marbakk-
anum en svo sáum við fram á að húsið, sem er hlað-
ið vikursteinshús, var orðið lélegt og þarfnaðist
viðhalds. Því létum við klæða húsið að utan og þeim
framkvæmdum lauk korteri fyrir kreppu. Síðustu
reikningana var ég að borga nokkrum dögum eftir
að bankarnir féllu. Við vorum heppin því verðlag
fór snarhækkandi eftir það,“ segir Margrét. Við
Marbakkann er býsna gott mannlíf, segir Margrét.
Fólk veit vel hvert af öðru. „Húsin hér standa
nokkuð þétt og við sem búum um miðja götu sjáum
bara niður á næsta þak. Það var öðruvísi heima á
Mýrargötunni þar sem maður sá alltaf út yfir fjörð-
inn og þá vissi ég alltaf sem stelpa hvernig maður
skyldi klæða sig. Hér við Marbakkann er frændi
minn sem er kunnur aflaskipstjóri í næsta húsi og
ung hjón búa í því næsta. Já, þetta er gott nábýli;
fólk stendur saman ef svo ber undir og krakkarnir
eru duglegir að leika sér í götunni. Hins vegar kem-
ur stundum fyrir að hér er næðingssamt af sjónum.
Hér mætti vera skjólsælla en að vísu hefur trjágróð-
urinn sem hér dafnar svo vel bætt mikið úr þessu.
Trén skapa skjól og gera í raun hvern einasta garð
og hús að heilum heimi út af fyrir sig,“ segir Mar-
grét sem starfar á skrifstofu Síldarvinnslunnar.
Neskaupstaður var í áratugi sjálfstætt sveitarfélag
en er nú hluti af Fjarðabyggð, víðfeðmu sveitarfé-
lagi sem nær frá Mjóafirði suður á Stöðvarfjörð þar
sem um 4.600 manns búa.
„Ég vil hag þessa staðar sem mestan og bestan.
Því hefur mér þótt miður hve stjórnendur sveitar-
félagsins hafa verið áfram um að leggja niður alla
þjónustu hér undir formerkjum óljóss sparnaðar.
Reyðarfjörður er vissulega miðsvæðis en Neskaup-
staður er hins vegar fjölmennasta byggðarlagið og
þess vegna er einfaldlega ekki hægt að leggja niður
ýmsa þjónustu sveitarfélagsins eins og í deiglunni
hefur verið. Þar koma ýmsar röksemdir til, svo sem
að leiðin hingað liggur yfir Oddskarðið í 626 metra
hæð og er allra hæsti fjallvegur landsins. Ég veit um
marga sem veigra sér við að aka þarna yfir, sér-
staklega yfir vetrartímann, og fyrir kemur að fólk
að sunnan snýr við á miðri leið og hefur þá ekki þor
til að halda lengra. En auðvitað má öllu venjast og
tvíburastelpurnar mínar sem eru sextán ára fara
þarna yfir í æfingaakstri eins og ekkert sé.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Margrét á Marbakka
Neskaupstaður 1
2
Ba
kk
av
eg
ur
Marbakki
Mýr
arga
ta
Ne
sga
ta
Star
mýr
i
1. Urðir eru hér skammt fyrir utan bakkana, þar sem
eru á friðlýstu svæði sjávarhamrar og klettar svo
þar er ævintýralegt umhverfi. Sem stelpa trúði ég
eins og aðrir krakkar hér í Neskaupstað því stað-
fastlega að í klettunum væru heimkynni álfa og
huldufólks. Ég vil trúa því enn að svo sé, þó svo ég
hafi ekkert séð – frekar en aðrar jarðneskar verur.
Frábært útsýni er úti í Urðum, til dæmis í fjöllin hér
handan fjarðar, í Rauðubjörg og Barðsnesið. Á góð-
um degi er fallegt að horfa þarna yfir, nema hvað í
sumar hefur þoka og suddi legið hér yfir öllu.
2. Hér skammt fyrir ofan Fjórðungssjúkrahúsið og
Verkmennaskólann er Vatnshóll. Þar var vatnsból
sem lengi var miðlun fyrir vatnsveitu bæjarins. Upp
í hlíðina að Vatnshólnum er þægileg ganga og það-
an er stutt í skógræktina þar sem búið er að leggja
göngustíga um allt og í snjóflóðavarnargarðana.
Uppáhaldsstaðir