SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 47

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 47
25. júlí 2010 47 LÁRÉTT 1. Gullæði er að vaxa. (6) 4. Aldrei heilir ávextir fyrir fáklædda. (7) 7. Sjá spýtu hefja leit að konu með mörg börn. (9) 10. Lugu sárum á dauðum. (7) 11. Sláið spillt. (5) 12. Megas fær lit í útlöndum af eldsneyti. (8) 13. Vesæll kemur inn með höndina. (8) 14. Tekjur sem sjást á sviði. (7) 16. Náði í yfirnáttúrulega veru með trúrækni. (8) 18. Ræsa aftur og lífga við. (10) 20. Lemur gáfaður næstum út af sjúkdómi. (7) 21. Ljós trauðla sést við að slá. (7) 23. Eigi skilið þrátt fyrir að sé alltaf í mínus. (10) 25. Anetta er smá. (4) 27. Mynni spyrðir saman gjöfular. (7) 28. Ó-R-Á-Ð er það sem er ekki komið fyrir. (10) 30. Með einni krónu dreginni og færðri yfir á aba- kus. (11) 31. Streittir við að finna tætta. (7) 32. Frumeining getur valdið meiðslum á putta. (10) LÓÐRÉTT 1. Uppskipun í anda Helga Hóseassonar (9) 2. Alltaf nakin í fyrstu á köldu landsvæði. (7) 3. Fá vegna jarðar við vatnsfall. (8) 4. Hrós fljóti út af landsbyggðarmanni. (7) 5. Fjölum blandi saman í hluta byrðings. (11) 6. A-Evrópubúi drepur í leiktæki. (10) 8. Fugl verndar fyrir gagnstæðri. (7) 9. Naumleg hittir verðskuldaða. (9) 10. Voltin í hárinu. (7) 15. Ennþá á heimavist auðvelt með að athuga nærveruna. (8) 17. Kauði fékk kúskel fyrir tíu og gat gert sætindi úr henni. (12) 19. Karl sem er mikið fyrir skít er með mikinn áhuga. (10) 20. Klikkaðir í hljómsveit? (8) 22. Þráar á Austurlandi eru hvarvetna. (8) 23. Var töffari þrátt fyrir fyrirvara. (8) 24. Sjá afríska skepnu sem hálfgert brabra-dýr án manns. (8) 26. Er í góðu formi þrátt fyrir að það sé vand- kvæðum bundið. (6) 29. Merki steiknaðs. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 25. júlí rennur út fimmtudaginn 29. júlí. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 1. ágúst. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 18. júlí er Magnús Pét- ursson. Hann hlýtur í verðlaun bókina Morgnar í Jenín eftir Susan Abulhawa. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Sigur Vladimirs Kramniks yfir Kasparov í heimsmeistaraeinvígi PCA, samtaka atvinnuskák- manna, í London árið 2000 má hiklaust telja eitt óvæntasta af- rek skáksögunnar. Fram að þeim tíma hafði Kasparov unnið hvert afrekið á fætur öðru, var lang- stigahæstur skákmanna auk þess sem verðleikar Kramniks sem áskoranda voru umdeilanlegir, hann hafði tapað fyrir Shirov í einvígi um áskorunarréttinn en atburðarásin tók óvænta stefnu sem ekki verður rakin hér og Kramnik settist andspænis heimsmeistaranum. Þeir tefldu 15 skákir, Kramnik vann tvær og jafnteflin urðu 13. Þetta var mesta þurrkatíð á ferli Kasp- arovs frá því hann háði sitt fyrsta einvígi við Karpov í Moskvu 1984-1985. Þar vann hann fyrst 32. skák einvígisins. Sú hernaðartækni Kramniks að skipta upp á drottningum við öll möguleg tækifæri og draga þannig vígtennurnar úr Kasp- arov heppnaðist fullkomlega, Berlínarvörnin lék þar stórt hlutverk. En Kramnik átti erfitt upp- dráttar næstu árin, m.a. vegna veikinda og í hugum flestra tók Kasparov sitt fyrra sæti sem hinn raunverulegi heimsmeist- ari; þeir grínkóngar sem FIDE krýndi heimsmeistara breyttu þar engu. Sem betur fer gekk langt og strangt sameiningarferli skák- arinnar vel fyrir sig. Þó að Kramnik hafi tapað heimsmeist- araeinvíginu fyrir Anand í Bonn haustið 2008 verður hann að teljast líklegur til afreka í áskor- endakeppni FIDE sem fram fer fyrri part næsta árs. Því má ekki gleyma að eftir að hafa slegið í gegn á Ólympíumótinu í Manila 1992 vann hann hvert skákmótið á fætur öðru og var talinn líkleg- astur arftaki Kasparovs. Hann situr nú að tafli á hinu árlega stórmóti í Dortmund en þar hef- ur hann sigrað eigi sjaldnar en átta sinnum. Sex skákmenn tefla tvöfalda umferð og vekur mikla athygli 19 ára gamall Víetnami Liem Le Quang sem boðið var til mótsins eftir sigur á Aeroflot- mótinu í febrúar sl. Staðan að loknum sjö umferðum: 1. Ponomariov 4 v. (af 6) 2. Le Quang 3 ½ v. 3. – 4. Kramnik og Mamedyarov 3 v. 5. Naiditsch 2 ½ v. 6. Leko 2 v. Ruslan Ponomariov sem varð heimsmeistari FIDE árið 2002 lætur ekki hlut sinn fyrir nein- um þó hann hafi um stundar- sakir a.m.k. gefið sviðið eftir yngri mönnum á borð við Norð- manninn Magnús Carlsen. Hann lagði Kramnik að velli með til- þrifum í 2. umferð. Sá sigur er kannski tímanna tákn; fyrir minnstu mistök í byrjun tafls er refsað grimmilega: Dortmund 2010; Ponomariov – Kramnik Katalónsk byrjun 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 Bb4+ 4. Bd2 Be7 5. Bg2 d5 6. Rf3 O-O 7. O-O c6 8. Dc2 b6 9. Hd1 Ba6 10. Re5 Dc8 11. Rc3 Rbd7 12. Hac1 Rxe5 13. dxe5 Rd7 14. cxd5 cxd5 15. Bf4 Hvítur hefur í hyggju að leika 16. e4 og Kramnik telur sig þurfa að bregðast hart við. 15. … g5!? 16. Bxd5! Sókn á væng skal svarað með árás á miðborði! 16. … exd5 17. Rxd5 Dd8 Besta vörnin var 17. … Bd8. 18. Rc7! Hc8 18. … gxf4 er svarað með 19. Df5! o.s.frv. 19. e6! fxe6 20. Dc6! De8 21. Dxe6+ Df7 22. Dxf7+ Kxf7 23. Rxa6 gxf4 24. Hxc8 Hxc8 25. Hxd7 Hc2 26. Rb4! Hxb2 27. Rc6 Hxe2 28. Hxa7 f3 29. h4 h5 Hvítur leikur og vinnur. 30. Hxe7+ Hxe7+ 31. Rxe7 Kxe7 32. g4! hxg4 33. Kh2 Ke6 34. Kg3 Kf5 35. a4! Leikþröng. 35. … Ke4 36. Kxg4 - og Kramnik gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Fyrrverandi heimsmeist- arar að tafli í Dortmund Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.