SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Side 52

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Side 52
52 25. júlí 2010 S annleikurinn er oft lyginni lík- astur. Það á vissulega við þegar kemur að glæpum, mannskepn- unni virðast fá takmörk sett þegar kemur að ódæðisverkum og sum þeirra eru svo svakaleg að maður á erfitt með að trúa því að þau hafi verið framin. Þeir sem lesið hafa refsirétt í lögfræði- námi hér á landi furða sig oft á því hversu hroðaleg ódæðisverk hafi verið framin hér á litla, saklausa Íslandi. En mannskepnan er til alls líkleg, hvað svo sem veldur því að hún fer yfir mörk hins leyfilega og fremur hryllilega glæpi. Og skýringarnar á þessari hegðun eru margvíslegar og oft aðrar en menn ætla. Hver er t.d. skýringin á því að maður sem alla tíð hefur verið hinn vingjarn- legasti tekur upp á því að myrða eig- inkonu sína með öxi? Þýski lög- fræðingurinn Ferdinand von Schirach kann svarið við því en hann er höf- undur bókar- innar Glæpir sem er sú nýj- asta í bóka- flokknum neon. Schirach hefur sótt og varið mál fyrir þýskum dómstólum í yfir tutt- ugu ár og hefur margar merkilegar sögur að segja, sögur sem finna má í fyrr- nefndri bók sem til stendur að kvik- mynda. Sögurnar minna mann enda oft á kvikmyndir eða glæpaþætti af bestu gerð en það sem gerir lestur bókarinnar enn áhugaverðari en skáldaðrar glæpa- sögu er að sögurnar eru sannar. Og Schi- rach er ekkert að færa í stílinn, frásögnin er hrein og bein. Schirach bendir les- andanum á að oftast megi finna eðlilegar skýringar á gjörðum þeirra sem glæpina fremja en í mörgum tilfellum er vart hægt að kalla þá glæpamenn. „Mál snú- ast alltaf um raunverulegan ásetning sakborningsins,“ skrifar Schirach og minnir lesandann á að lögreglan gangi út frá því í allri rannsóknarvinnu að ekkert sé tilviljunum háð. „Í glæpasögunum játar afbrotamaðurinn þegar lögreglan æpir á hann, en aðstæður í raunveru- leikanum eru eilítið flóknari. Á hinn bóginn lítur lögreglan svo á að morðing- inn sé yfirleitt sá sem stendur yfir líki með blóðugan hníf í hendi. Enginn viti- borinn lögreglumaður fengist til þess að kvitta upp á það að maður hafi bara gengið fram á hinn látna og viljað rétta hjálparhönd með því að draga hnífinn úr sárinu. Sú staðhæfing glæpasögunnar að lausnin geti aldrei verið einföld er bara uppspuni. Líklegast er að lausnin liggi í augum uppi. Og það er yfirleitt þannig,“ segir reynsluboltinn Schirach. Og það er auðvitað lyginni líkast. Liggur í augum uppi ’ Hver er t.d. skýr- ingin á því að maður sem alla tíð hefur verið hinn vingjarn- legasti tekur upp á því að myrða eig- inkonu sína með öxi? Orðanna hljóðan Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í slendingar eru almennt frekar stolt þjóð. Ég held það allavega. Samt sem áður þykjumst við flest vera yfir þjóðfélagið hafin og við tölum öll í þeim dúr um þetta samfélag sem við höfum skapað en engu að síður erum við öll hér enn. Það er ofureinföld ástæða fyrir því: Okkur þykir vænt um þetta land og þessa þjóð. Við erum stolt af því að tilheyra þessu samfélagi og við viljum fæst vera annars staðar en hér heima. Íslendingar koma oftast upp um sig í útlöndum, ég veit allavega fullvel að ég geri það sjálfur. Því sama hvað við þykj- umst vera krítísk hér heima fyrir, þá blöðrum við út í eitt um okkar eigið ágæti þegar á meginlandið er komið. Reyndar held ég að gott dæmi um að- dáun okkar á eigin landi sé hversu dug- leg við erum að ferðast innanlands. Þetta er á sinn hátt mjög fallegt, hvað við erum alltaf spennt fyrir að sækja okkur sjálf heim, enda eigum við of- boðslega ríkt land í víðum skilningi. Sumarið er tíminn Sumarið er óneitanlega tíminn til að ferðast innanlands. Þó svo landið sé gullfallegt að vetri til þá getum við öll sammælst um að það er á allan hátt þægilegra að ferðast um landið að sumri til. Það þarf ekki nema að skoða allar ferðabækurnar um Ísland, þær eru allar útbúnar með ferðalög að sumri í huga og allar myndir í þeim teknar að sumarlagi. Þegar ég keyrði landið fyrir einhverju síðan greip ég með mér tvær bækur. Annars vegar 101 Ísland og Þjóðsögur við þjóðveginn hins vegar. Þjóðsögur við þjóveginn greinir frá, eins og titill- inn gefur réttilega til kynna, hinum ýmsu þjóðsögum sem ættaðar eru frá markverðum stöðum við þjóðveginn. Bókin áréttar að Arnaldur er ekki eini maður Íslandssögunnar sem gat smíðað sæmilegan reyfara. Sögurnar eru merki um sköpunargáfu og sagnagleði þjóð- arinnar í aldanna rás. Hér leyfi ég mér að fullyrða að þær séu allar hugarburður forfeðra okkar frekar en skrásetning sanninda. Margt að sjá 101 Ísland er bók eftir Pál Ásgeir Páls- son. Hún er ákaflega skemmtilegur ferðafélagi en hún bendir manni á alls konar staði sem maður hefur aldrei gefið sér tíma til að skoða þegar maður geysist á hundrað kílómetra hraða framhjá þeim á þjóðveginum á leið sinni að hin- um „venjulegu“ ferðamannastöðum. Ég veit ekki hversu oft ég hef keyrt að Geysi með bíl fullan af erlendum vinum en það var ekki fyrr en ég keyrði hring- inn með þessa bók að ég komst að því að í skógarjóðrinu í Haukadal liggur heit laug í felum. Hún heitir Marteinslaug og er í göngufjarlægð frá Geysi. Ég hef ákaflega gaman af náttúrulaugum. Þegar maður laugar sig í þeim líður manni dá- lítið eins og sjálf móðir náttúra gæli við mann og kyssi mann hlýjum kossi. Svona er landið okkar stútfullt af smáum undrum sem enginn þekkir nema heimamenn í hverju smáhéraði. Sú bók sem ég mun hafa með í för næst þegar ég keyri í kringum landið er Heitar laugar á Íslandi eftir Jón G. Lesið um landsins laugar Náttúrulaugar eru ákaflega skemmtilegar. Þegar maður laugar sig í þeim líður manni dálítið eins og sjálf móðir náttúra gæli við mann. Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Ég beit í mig svolítið fótboltaæði kringum HM. Ég get nefnilega verið svolítill fót- boltaáhugamaður, þó ég nenni sjaldnast að horfa á sportið. Mín lið á HM í Suður- Afríku – heimamenn, Alsír og síðar Ghana – duttu líka allt of fljótt út, þannig að ég hafði meiri tíma í lesturinn. Bókin Football Against the Enemy fjallar á athyglisverðan hátt um pólitík, spillingu og þjóðernisdeilur kringum fót- boltann. Höfundurinn Simon Kupper heimsækir m.a. fyrrum Sovétlýðveldi, Suður-Afríku og Spán – og kemur inn á ýmislegt áhugavert. T.a.m. að þegar Barcelona hélt Ólympíuleikana árið 1992 þótti ráðlegt að halda fótboltahluta leik- anna annarsstaðar, þ.e.a.s. á Spáni en ekki í þessum höfuðstað Katalónínu, þar sem spænska landsliðið var að mestu skipað spænskum leikmönnum. Fót- boltahlutinn færður til Valencia. Nú skilst mér að lið heimsmeistaranna sé að stórum hluta skipað Katalónum, sem telja því vafalaust sigurinn tilheyra sér – frekar en Spáni. Ágætis bók, en gefin út árið 1994 og dágóður hluti því tileinkaður atburðum tengdum falli kommúnismans og undankeppninni fyrir HM í Banda- ríkjunum það árið. Næst á dagskrá er bók Davids Goldblatt, The Ball is Round, sem mér skilst að sé ein sú besta í umfjöllun um sögu og pólitík fótboltans. Annars er ég oftast með nokkrar bækur í gangi. Þessa dagana tek ég Lifi Þróttur - 50 ára sögu öflugs knattspyrnufélags eftir Jón Birgi Pétursson með mér á sundlaugarbakkann. Uppáhald á þessu félagi fylgdi eiginkonunni, en við fjöl- skyldan höfum líka búið á landamærum Þróttarahverfisins undanfarin ár. Erum nú nýlega flutt í Vesturbæinn – og merkilegt nokk þá kemst ég að því í bók- inni að hér liggja ræturnar. Síðan er ég nýbúinn með hreint frá- bæra skáldsögu David Benioff, Þjófaborg, sem gerist í umsetinni Leníngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Hreint mögnuð saga og spennandi. Önnur kilja sem ég er nýbúinn með, Í landi karlmanna eftir Hisham Matar, var ekki alveg eins skot- held en gefur athyglisverða mynd af dag- legu lífi í Líbýu á áttunda áratugnum. Er síðan komin langt með bók breska tón- listarblaðamannsins Micks Middles um Factory-plötuútgáfuna, sem er einkar heillandi saga af frábærum hugmyndum og geigvænlegu rugli sem tengdist þessari goðsagnakenndu plötuútgáfu sem þrátt fyrir að gefa út metsöluplötur New Or- der, Happy Mondays og fleiri fór illilega á hausinn. Lesarinn Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums tónlistarsjóðs Fótbolti, stríð, Líbýa og útgáfan Factory David Benioff, höfundur Þjófaborgar. Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.