SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Qupperneq 53

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Qupperneq 53
25. júlí 2010 53 A nne Holt, höfundur bókarinnar Það sem mér ber, er einn vin- sælasti krimmahöfundur sem Noregur hefur af sér getið. Hún nýtur gífurlegra vinsælda á Norðurlöndunum, sem ætti ekki að koma neinum á óvart sem hefur lesið þessa kynngimögnuðu sögu. Hér er á ferðinni fyrsta glæpasaga Holt í bóka- flokknum um lög- og sálfræðinginn Inger Johann Vik. Ég hef ekki lesið jafn óhugnanlega og góða sögu síðan The Lovely Bones var gefin út árið 2002. Það er furðulegt hvað svo hrollvekjandi saga getur haldið lesandanum við efnið. Sjónvarps- dagskráin var lögð til hliðar og sagan spænd upp á mettíma. Sá efniviður sem Holt hefur valið sér er allt annað en léttmeti. Rannsóknar- lögreglan í Osló stendur frammi fyrir einum óhugnanlegasta glæp sem nokkur getur ímyndað sér, barnaráni. Norð- menn eru slegnir, enda óvanir glæpum sem þessum, og því er mikil pressa á lögregluna að leysa málið sem fyrst. Yf- irmaður hennar reynir að fá Vik til liðs við sig sem þykir ekki ráðlegt að blanda sér í málið. Hún telur ekki vera mikla hjálp í sér og þar að auki hafi hún öðr- um hnöppum að hneppa. Eldri kona lætur henni í té upplýsingar um mann sem dæmdur hafði verið ranglega í lífs- tíðarfangelsi, en var svo látinn laus öll- um að óvörum. Þegar fleiri börn hverfa sporlaust ákveður Vik þó að ljá lögregl- unni hjálparhönd. Sagan er einstaklega vel skrifuð og það er kannski engin furða þar sem Holt er hér á heimavelli. Hún hefur unnið sem lögfræðingur, fréttakona og lögreglukona og gegndi einnig stöðu dómsmálaráðherra um skeið. Holt byggir á sögusögn um mann sem varð fórnarlamb réttarmorðs. Í stað þess að rannsaka málið betur lét hún ímynd- unaraflið leiða sig í skrifum bókarinnar Það sem mér ber. Sagan er á köflum hrottaleg og því ættu viðkvæmir að hafa varann á. Sjálf fékk ég væga martröð eftir að lestri lauk, en hann var alveg þess virði. Glæpsamlega óhugnanlegur krimmi Bækur Það sem mér ber bbbbn Eftir Anne Holt. Salka 2010, 383 bls. Hugrún Halldórsdóttir Miðborg Oslóar. Borgin er sögusvið glæpasögunnar Það sem mér ber. 5. til 18. júlí 1. Vegahandbók- in, 2010 – Steindór Stein- dórsson, Útkall 2. Það sem mér ber – Anne Holt, Salka 3. Makalaus – Þorbjörg Mar- inósdóttir, JPV útgáfa 4. Aldrei framar frjáls – Sara Blædel, Undirheimar 5. 25 gönguleiðir á höfuðborg- arsvæðinu – Reynir Ingi- bjartsson, Salka 6. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson, Uppheimar 7. Iceland on fire – Vilhelm Gunnarsson, Salka 8. Volcano Island – Sigurgeir Sigurjónsson, Forlagið 9. Kortabók Íslands – Örn Sig- urðsson, Mál og menning 10. Íslenska plöntuhandbókin – Hörður Kristinsson, Mál og menning Frá áramótum 1. Rannsókn- arskýrsla Al- þingis – Rannsókn- arnefnd Al- þingis, Al- þingi 2. Póstkortamorðin – Liza Mark- lund/James Patterson, JPV útgáfa 3. Loftkastalinn sem hrundi – Stieg Larsson, Bjartur 4. Góða nótt, yndið mitt – Do- rothy Koomson, JPV útgáfa 5. Hafmeyjan – Camilla Läck- berg, Uppheimar 6. Stúlkan sem lék sér að eld- inum – Stieg Larsson, Bjartur 7. Svörtuloft – Arnaldur Indr- iðason, Vaka-Helgafell 8. Nemesis – Jo Nesbø, Upp- heimar 9. Horfðu á mig – Yrsa Sigurð- ardóttir, Veröld 10. Þegar kóngur kom – Helgi Ingólfsson, Ormstunga Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Snædal og Þóru Sigurbjörnsdóttur en sú bók segir frá, að ég held, öllum baðhæf- um (ef svo má að orði komast) náttúru- laugum landsins. Þær eru flestar á stöð- um sem er mjög erfitt að finna en þannig kemst maður í frekara í návígi við nátt- úruöflin. Nú veit ég ekki hvort það er markmið þeirra sem keyra um á fimm stjörnu húsbíl en til þess fer ég út í nátt- úruna. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Fólk að lauga sig í heita læknum í Nauthólsvík 10. maí árið 1977. Listinn byggist á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar Laugavegi, Bókaverslun- inni Iðu í Lækjargötu, Hagkaupum Eiðistorgi, Kringlunni, Skeifunni, Holtagörðum, Spöng- inni, Smaáratorgi, Garðabæ, Njarðvík, Borgarnesi og Akureyri, Nettó Mjódd, Salavegi, Grindavík, Akureyri og Höfn, Strax Hófgerði, Búarkóri, Flúðum, Akranesi og Búðardal, Úrval Hafnarfirði, Selfossi, Njarðvík, Borgarnesi, Ísafirði, Blönduósi, Dalvík og Akureyri. The Third Man, sjálfsævisaga fyrrum viðskiptamálaráð- herra Bretlands, Peters Man- delson, selst eins og heitar lummur á Bretlandseyjum þrátt fyrir dræmar viðtökur gagnrýnenda og stjórnmála- manna. Þriðjudaginn sl. voru birtar sölutölur fyrir vikuna þar á undan og kom þar fram að 14.960 eintök seldust á þremur dögum og er slík sala sjaldséð í Bretlandi þegar kemur að æviminningum stjórnmálamanna. Bókin var í efsta sæti breska bóksölulist- ans í flokki bóka sem ekki teljast skáldsögur. Þá var bókin sú mest selda á Bret- landsvef Amazon í vikunni, seldist í fleiri eintökum en bækur Stiegs Larsson og Stephenie Meyer. Mest selda bókin í flokki æviminninga stjórnmálamanna er Dreams from My Father eftir Banda- ríkjaforseta, Barack Obama, en 700.000 eintök hafa selst af henni á Bretlandi. Mandelson vinsæll Minningar Mandelsons vekja greinilega forvitni lesenda. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.