SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 54

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 54
54 25. júlí 2010 Lesbók S ólarlagið við Ægisíðuna var með óvenjulegra móti þann 16. júlí síðastliðinn en þá sást hvar mað- ur stóð í tröppu úti í sjónum, kveikti á blysum, lék góða stund á gítar og söng angurvært áður en hann bar eld að klæðum sínum og steyptist loks logandi í sjóinn - rétt eins og sólin. Þessi ljóðræni landslagsgjörningur var lokaviðburður opnunarviku myndlistarhátíðarinnar Villa Reykjavík sem hófst 9. júlí sl. Lista- maðurinn, William Hunt, minnir á Fen- eyjafarann Ragnar Kjartansson sem líkt og Hunt starfar á mörkum myndlistar, tónlistar og leikhúss og leggur gjarnan talsvert líkamlegt og andlegt erfiði á sig við útfærslu verka sinna. Hátíðin er sjálf eins konar gjörningur eða uppákoma fjórtán evrópskra mynd- listargallería (þar af tveggja íslenskra) en yfirskriftin vísar til þess að Reykjavík „hýsir“ tímabundið starfsemi gallería sem annars eiga bækistöðvar í Varsjá, Vil- níus, Berlín, París, London, Prag, Mílanó, Istanbúl og Brüssel. Mörg þessara gallería hafa getið sér gott orð í listheiminum. Svæðið þar sem þau hafa komið sér fyrir, hafnarsvæðið í miðborginni, hefur fengið yfirbragð alþjóðlegs galleríshverfis þar sem galleristar, listamenn og almenn- ingur geta átt margvísleg samskipti. Sýn- ingar erlendu galleríana eru í óhefð- bundnum rýmum: í fiskkaupshúsinu við Geirsgötu, í tómu húsnæði nýbyggingar við Tryggvagötu og í gömlu bryggjuhús- unum, eða Naustinu við Vesturgötu. Sýn- ingarnar standa út júlímánuð (sjá www.villareykjavik.com). Í opnunarvikunni var heilmikið fjör; sýningar voru opnaðar, efnt var til tón- leika í Havarí í Austurstræti, til gjörninga, m.a. í Kling og Bang galleríinu við Hverf- isgötu, og til kvikmyndasýninga í sam- starfi við Listasafn Reykjavíkur (Hafn- arhúsi). Skemmtistaðurinn Bakkus þjónaði sem samkomustaður þátttakenda á kvöldin en þar hafa vafalaust skapast áhugaverðar umræður og ný sambönd - og innlendir listamenn eflaust nýtt tæki- færið til að koma sér á framfæri við er- lendu galleríin. Skriðdreki og öskukarl Undirrituð þræddi galleríin og er þar margt forvitnilegt að sjá. Gott að gefa sér tíma til að spjalla við galleristanna, eða yfirsetufólk, til að fá upplýsingar um gall- eríin og listamennina - sem í mörgum til- vikum eru þekktir í listheiminum - og gera þannig ýmsar uppgötvanir, t.d. hvað snertir starfsemi Foksal Gallery Founda- tion, virta stofnun í Póllandi og þá lista- menn sem þar eru kynntir. Það er stemmning að koma inn í rýmið á Vest- urgötunni sem myndar gott samspil við verkin. Sýning „Flotsam og Jetsam“ á vegum Croy Nielsen gallerísins er vel- heppnuð í því samhengi, og á efri hæð eru einnig áhugaverð verk, svo sem eld- fjallatengt verk Rafal Bujnowski á vegum Raster gallerísins. Verkin í fiskkaupshús- inu við Geirsgötu njóta sín hins vegar ekki nægilega vel í þunglamalegu skrifstofu- húsnæðinu auk þess sem þar skortir á upplýsingar - en pottur með sjóðandi vatni utandyra vakti forvitni - þar reynd- ist vera um skondið en ljóðrænt verk að ræða frá hinu belgíska Jan Mot galleríi, en listamaðurinn Pierre Bismuth sauð þar belgískt regnvatn og rann gufan saman við rakt sjávarloftið, á táknrænan hátt fyrir listræna samvinnu og með vísun í jarðhitann. „Skriðdreki“ Michael Sail- storfer (gallerí Johann König) er áleitið í hráslagalegri skemmunni, með Esjuna í baksýn. Í galleríi i8 stendur yfir falleg og einkar fagmannlega unnin einkasýning Elínar Hansdóttur. Vert er að benda á að aðgangur að viðburðum og sýningum listahátíðarinnar er ókeypis. Kynning (sýningarskrá, vefsíða, leiðarkort o.fl.) er til fyrirmyndar og Reykjavík fær þar góð- an skerf. Hvers vegna Reykjavík? Hvatinn að baki Villa Reykjavík er löngun umræddra gallería til að slíta sig, a.m.k. um stundarsakir, frá alltumlykjandi markaðnum og lögmálum hans. Það var ekki síst óánægja galleríanna með list- kaupstefnur sem urðu til þess að tíu gall- erí, undir forystu pólska gallerísins Raster (sem einnig er aðalskipuleggjandi Reykjavíkurhátíðarinnar), tóku saman höndum og efndu árið 2006 til listahátíð- arinnar Villa Varsjá í yfirgefinni villu fyrir utan borgina. Hugmyndin að baki fram- takinu er forvitnileg; þarna eru á ferðinni gallerí sem vilja vera virk og skapandi. Starfsemi gallería snýst yfirleitt um um- boðssölu í samstarfi við útvalda lista- menn. Valdamestu galleríin hafa mótandi áhrif á listsköpun og raunar á listasöguna; þau koma listamönnum á kortið. Á Villa Reykjavík ganga galleríin lengra í sam- starfinu og leitast við að vera þátttak- endur í sjálfum sköpunarþættinum. En hvers vegna að taka sig upp og leggja í tilraunakennda ferð lengst norður í Atlantshafi? Nú, borgin þykir spenn- andi, hér blómstrar listalíf við sundin blá. Hafnarsvæðið er viðeigandi staðsetning; það er miðsvæðis og samt á jaðrinum, á mörkum borgar og náttúru. Galleríin koma hingað í leit að ævintýrum og inn- blæstri, með þá hugmynd í farteskinu að hér sé að finna frjótt og frumlegt listalíf sem ekki sé ofurselt markaðsöflunum - og það má til sanns vegar færa; hér er list- markaðurinn smár og fjármagn af skorn- um skammti. Listalífið hér hefur mótast af alþjóðlegum samskiptum, og margir ís- lenskir listamenn og gallerí hafa haslað sér völl erlendis. Hróður innlendrar list- sköpunar hefur þannig borist út fyrir landsteinana. Gallerí i8 stenst t.a.m. fylli- lega samanburð við virt gallerí erlendis, og kannski ekki tilviljun að það er staðsett í miðju Villa Reykjavík „galleríhverfinu“. Gallerí og menning Aðspurður segir Parísarbúinn og gall- eristinn Jocylin Wolff um reynsluna af hátíðinni, sem hann lætur geysivel af, að verkefnið hafi farið fram úr væntingum, að það sýni að gallerí samtímans geti starfað á alþjóðavísu á menningarlegum forsendum sem ekki þurfi að sveigja und- ir viðskiptatengsl; og þarna telur hann reyndar framtíð gallerístarfsemi búa. Segja má að þarna líti Wolff að sumu leyti til fyrirmynda í fortíðinni; fyrir tíma út- breiddrar markaðsvæðingar og alþjóða- væðingar. Hugmyndir hans hljóma kunnuglega í eyrum hér á landi þar sem sýningarrými fyrir myndlist hafa löngum verið rekin fyrst og fremst sem menning- ariðja - af hugsjón fremur en gróðavon. Því er ekki nema von að viðkynnin af innlendu listalífi hafi komið mörgum er- lendu þátttakendanna þægilega á óvart og blásið þeim byr í brjóst. Wolff hrífst af ríkuleika og þéttleika íslensks listalífs og liststofnana. Johann König, sem rekur samnefnt gallerí í Berlín, tekur í svipaðan streng; verkefnið hafi tekist afar vel, menningarlegar viðtökur hafi einkennst af örlæti, og að þátttakan í hátíðinni hafi gert honum kleift að kynnast Íslandi á einstakan hátt. Orð König varpa ljósi á það hvernig skapa megi mikilvæg menningartengsl. Hátíðin færir Reykjavík nær „miðjunni“; borgin verður raunar sjálf miðja og upp- spretta innblásturs - og um hana leika ferskir vindar að utan. annajoa@hi.is Gallerí í ævintýraleit Myndlistarhátíðin Villa Reykjavík hófst 9. júlí sl. Fjórtán evrópsk gallerí taka þátt í henni, þar af tvö íslensk. Anna Jóa William Hunt framdi gjörning 16. júlí þar sem hann bar eld að klæðum sínum. Ljósmynd/Ingvar Högni Ragnarsson T 72 (sand) eftir Michael Sailstorfer frá árinu 2008. Hann sýnir á vegum gallerísins Johann König í Berlín. Uppblásinn skriðdreki með loftdælum og tækjabúnaði. Frá sýningu Elínar Hansdóttur í i8 galleríi, Trace. Galleríið er að Tryggvagötu 16. Portrett of Louis-Auguste Cyparis eftir Rafal Bujnowski, unnið úr eldfjallaösku og trjá- kvoðu. Bujnowski sýnir á vegum Raster gallerísins í Varsjá.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.