Morgunblaðið - 14.01.2010, Síða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010
ELLEFU einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Mosfellsbæ, sem fram fer laugardaginn 30. janúar nk. Í framboði eru fimm
karlar og sex konur. Þau eru:
Anna Sigríður Guðnadóttir upplýsingastjóri, 2. sæti, Baldur Ingi Ólafs-
son hópstjóri, 3. sæti, Gerður Pálsdóttir, sérkennslustjóri og þroskaþjálfi,
5. sæti, Gunnlaugur B. Ólafsson framhaldsskólakennari, 1.- 3. sæti, Hanna
Bjartmars Arnardóttir, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari, 2. sæti, Jónas
Rafnar Ingason viðskiptafræðingur, 3.- 6. sæti, Jónas Sigurðsson bæj-
arfulltrúi, 1. sæti, Lísa Sigríður Greipsson grunnskólakennari, 2.- 5 . sæti,
Sigrún Pálsdóttir verkefnisstjóri, 1.- 3. sæti, Valdimar Leó Friðriksson
framkvæmdastjóri, 1. sæti, og Þóra Bjarney Guðmundsdóttir bílstjóri, sem
sækist eftir 2. sæti.
Ellefu í framboði hjá Samfylkingunni
FORSETI bæj-
arstjórnar Ak-
ureyrar, Sigrún
Björk Jak-
obsdóttir, gefur
kost á sér í 1. sæti
á lista Sjálfstæð-
isflokksins í próf-
kjöri flokksins í bænum sem fram
fer þann 13. febrúar nk.
Sigrún Björk vill 1.
sæti á Akureyri
HAFSTEINN
Karlsson, bæj-
arfulltrúi í Kópa-
vogi, hefur ákveð-
ið að bjóða sig
fram í 2. sæti á
lista Samfylking-
arinnar í Kópavogi
í prófkjöri flokksins sem fram fer
þann 30. janúar nk.
Hafsteinn vill 2.
sæti í Kópavogi
ELÍN Margrét
Hallgrímsdóttir
hefur ákveðið að
bjóða sig fram í 2.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir bæj-
arstjórnarkosn-
ingarnar Akureyri, sem haldið
verður þann 13. febrúar nk.
Elín Margrét stefnir
á 2. sæti á Akureyri
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram 30. janúar
næstkomandi. Framboðsfrestur er runninn út og bárust kjörnefnd 13
lögmæt framboð. Haraldur Ólason, sem verið hefur leiðtogi sjálfstæð-
ismanna á tímabilinu, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
Eftirtaldir hafa gefið kost á sér: Elín Sigríður Óladóttir, Geir Jóns-
son, Helga Ingólfsdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Jóhanna
Fríða Dalkvist, Kristinn Andersen, María Kristín Gylfadóttir, Ólafur
Ingi Tómasson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir,
Skarphéðinn Orri Björnsson, Valdimar Svavarsson og Þóroddur Steinn
Skaptason.
Þrettán bjóða sig fram í Hafnarfirði
HERMANN Jón
Tómasson, bæj-
arstjóri á Ak-
ureyri, gefur kost
á sér í fyrsta sæti í
prófkjöri Samfylk-
ingarinnar á Ak-
ureyri fyrir næstu
bæjarstjórnarkosningar. Próf-
kjörið fer fram þann 30. janúar nk.
Hermann Jón vill 1.
sæti á Akureyri
JÓN Ingi Cæs-
arsson, dreifing-
arstjóri og vara-
bæjarfulltrúi,
hefur ákveðið að
gefa kost á sér í
3.-5. sæti í próf-
kjöri Samfylking-
arinnar á Akureyri, sem fram fer
þann 30. janúar nk.
Jón Ingi vill 3.-5.
sæti á Akureyri
GUNNAR Axel
Axelsson, við-
skiptafræðingur
og formaður Sam-
fylkingarinnar í
Hafnarfirði, gefur
kost á sér í 2.-3.
sæti í prófkjöri
flokksins í bænum, sem haldið verð-
ur dagana 28.-30. janúar nk.
Gunnar Axel stefn-
ir á 2.-3. sæti
ÁSLAUG María
Friðriksdóttir, for-
maður Hvatar og
varaborg-
arfulltrúi, hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 4. sæti
á lista sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík í prófkjöri
flokksins þann 23. janúar nk.
Áslaug María vill 4.
sæti í Reykjavík
MARGRÉT Gauja
Magnúsdóttir,
kennari og bæj-
arfulltrúi í Hafn-
arfirði, gefur kost
á sér 2. sæti á lista
Samfylking-
arinnar í bænum í
prófkjöri sem fram fer þann 30.
janúar nk.
Margrét Gauja
stefnir á 2. sæti
LÍF Magneudóttir,
vefstjóri, þýðandi
og menntaður
grunnskólakenn-
ari, hefur ákveðið
að gefa kost á sér í
2. sæti í prófkjöri
Vinstri grænna í
Reykjavík, sem fram fer þann 6.
febrúar nk.
Líf Magneudóttir
sækist eftir 2. sæti
PÁLL Hilmarsson,
bæjarfulltrúi og
forseti bæj-
arstjórnar, hefur
ákveðið að bjóða
sig fram í 1. sæti í
prófkjöri sjálf-
stæðismanna í
Garðabæ sem haldið verður þann 6.
febrúar næstkomandi.
Páll Hilmarsson vill
1. sæti í Garðabæ
SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, sagði á hádegisfundi með flokksfélögum
sínum á Hótel Borg í gær að það hlyti að vera algjört
frumskilyrði að ná sameiginlegri niðurstöðu í deilunni
um Icesave. Ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn hefðu
ekki komið hreint fram og búið til spuna um að stjórn-
arandstæðan þyrði ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórn-
arliðar hefðu að fyrra bragði boðið stjórnarandstöðunni
að setjast til samráðs, daginn sem forseti Íslands synjaði
lögunum um Icesave, en þar hefði hugur ekki fylgt máli.
„Það hlýtur að vera frumskilyrði að ríkisstjórn lands-
ins sé tilbúin til að verja hagsmuni þess út á við og þiggja
þá aðstoð sem býðst. Við leggjum mikla áherslu á að ef
samráð á að vera áfram, þá verður ríkisstjórnin að lýsa
því yfir að núverandi samningsmarkmið séu ekki nógu
góð fyrir Íslendinga eða að við mættum gera betur,“
sagði Sigmundur Davíð. Hann sagði framsóknarmenn
margsinnis hafa varað við því sem gæti gerst varðandi
Icesave og því miður hefði flestallt ræst. Á þá hefði ekki
verið hlustað.
Snýst ekki um líf ríkisstjórnarinnar
Hann sagði framsóknarmenn hafa staðið við þær yfir-
lýsingar að þeir vildu ekki nota niðurstöðuna í Icesave-
málinu til að knýja á um að ríkisstjórnin færi frá. „Ég
veit að það mæltist vel fyrir í ákveðnum hópi hjá Vinstri
grænum því það var alltaf notað á þau að hjá stjórnar-
andstöðunni snerist þetta bara um að koma höggi á rík-
isstjórnina. Það var mikilvægt fyrir þau að geta vísað í
það að a.m.k. Framsóknarflokkurinn ætlaði ekki að nota
þetta í þeim tilgangi, og við það höfum við staðið,“ sagði
Sigmundur og benti á að samdægurs og forsetinn synjaði
lögunum staðfestingar hefði hann ítrekað verið spurður
hvort þessi niðurstaða þýddi ekki að ríkisstjórnin þyrfti
að fara frá. „Ég taldi svo ekki vera og rifjaði upp að við
hefðum heitið stjórninni stuðningi við að leysa úr málinu
ef þetta félli svona eins og það gerði. Við munum áfram
ítreka og benda á að auðvitað eigi þjóðaratkvæða-
greiðslan ekki að snúast um líf stjórnarinnar,“ sagði Sig-
mundur Davíð ennfremur á fundinum.
Sigmundur Davíð sagði algjörlega nauðsynlegt að ef
ákveðið yrði að fara í nýjar viðræður við Breta og Hol-
lendinga, þá yrði skipuð ný samninganefnd fyrir hönd Ís-
lendinga. Það hefði verið stórfurðulegt, eftir að Alþingi
samþykkti fyrirvarana í haust, að sömu samningamenn
hefðu verið sendir til að ná niðurstöðu að nýju.
Formaður Framsóknarflokksins sagðist hafa verið í
góðu sambandi við systurflokka sína á Norðurlöndunum
og víðar í Evrópu. Síðast í gær hefði hann átt símafund
með forsætisráðherra Finnlands. Miklu skipti að fá
stuðning að utan, þar sem umræðan færi fram um Ice-
save í mörgum löndum Evrópu. bjb@mbl.is
Skilyrði að ná sameig-
inlegri niðurstöðu
Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, segir
ríkisstjórnina verða að þiggja þá aðstoð sem býðst
Sigmundur Davíð kom með eftirfarandi dæmisögu af
sporðdrekanum og græna froskinum, er hann
fjallaði um viðhorf og framkomu ríkisstjórnarinnar
gagnvart stjórnarandstöðunni. „Sporðdrekinn hitti
froskinn græna við árbakkann og bað hann að synda
með sig yfir á hinn bakkann. Froskinum leist ekki al-
veg á þetta því að hann vissi að sporðdrekar væru
hættuleg dýr. Það stóð ekki á svörum hjá sporðdrek-
anum sem sagði: „Þú hlýtur að sjá það, ef ég sting
þig þá drukknum við báðir.“ Froskurinn féllst á
þetta, setti sporðdrekann upp á bak og synti yfir
ána. En á miðri leið stingur sporðdrekinn hann. Þeir
eru þá báðir að drukkna og froskurinn spyr: „Hvers
vegna? Nú drukknum við báðir.“ Þá svaraði sporð-
drekinn: „Ég bara réð ekki við mig, þetta er eðli
mitt.““
Sporðdrekinn og froskurinn
Morgunblaðið/Heiddi
Framsókn Sigmundur Davíð og Vigdís Hauksdóttir funduðu með flokksmönnum sínum á Hótel Borg í hádeginu í gær.
KOSIÐ verður til sveitarstjórna hér á landi í maí næstkomandi.
Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta fréttir sem tengjast
framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.
Kosningar árið 2010
ÞRÁTT fyrir kreppuna eru sem bet-
ur fer einhverjir sem enn treysta sér
til að ráðast í framkvæmdir. Á Arn-
arnesi í Garðabæ eru einmitt nokkuð
umfangsmiklar framkvæmdir í
vændum, en þar stendur til að rífa
gamalt íbúðarhús og byggja annað
stærra á lóðinni.
Húsið stendur að Mávanesi 17 og
er í eigu þeirra hjóna Árna Hauks-
sonar og Ingu Lindar Karlsdóttur.
Þau festu kaup á húsinu síðastliðið
vor en þar hefur enginn búið í mörg
ár að sögn Árna. „Húsið sem þarna
stendur er ónýtt, það er að hruni
komið og meira að segja byrjað að
hrynja úr því loftið. Það er búið að
vera kalt í nokkur ár og fyrri eigandi
ætlaði að rífa það og byggja nýtt.
Þannig að það hefur ekki staðið til
lengi að lappa upp á það.“
Byggingarfulltrúi Garðabæjar
hefur þegar veitt leyfi til niðurrifs á
húsinu, sem er byggt árið 1966 og er
því tæplega 50 ára gamall. Veitt hef-
ur verið leyfi til byggingar á 759 fm
einbýlishúsi þess í stað og gerir Árni
ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í
vor. „Var ekki verið að hvetja fólk til
framkvæmda? Ég held að þetta sé
ágætis tími til að ráðast í svona
verk,“ segir Árni. Telja má víst að
verktakar sem nú sitja með auðar
hendur taki verkefninu fagnandi.
Framkvæmdagleðin ekki
dauð úr öllum æðum
Rífa einbýlishús á
Arnarnesi fyrir
annað stærra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mávanes 17 Húsið sem er 356 fm hefur lengi staðið tómt enda er farið að
sjá á því. Eigendur stefna að því að byggja stærra hús fyrir fjölskylduna.