Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 26

Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 „SKJÓTT skipast veður í lofti“ segir máltækið. Þó að upp- haflega hafi það sjálf- sagt verið sagt ferða- mönnum og sjó- mönnum til viðvörunar leyfi ég mér að nota það í tengslum við títt nefnda Icesave-deilu. Þrátt fyrir að það mál sé ekki í höfn – og enn margt að varast – hefur skyndilega rofað til með þeim áhuga sem erlendir fjöl- miðlar fengu á málinu, Íslendingum og Íslandi. Ný sýn blasir við frétta- mönnum; skilningur á því hvað þjóðin er lítil og kröfurnar á hana risavaxnar. Einnig er réttmæti krafnanna í vaxandi mæli dregið í efa og regluverk ESB um þær talið ófullkomið ef ekki beinlínis orsaka- valdur í málinu öllu. Þá fjölgar þeim erlendis sem ekki telja það sæma tveimur fyrrverandi nýlenduveld- um að fara fram gegn smáþjóð eins og þau hafa gert. – Segja má að „brostið hafi á með blíðviðri“! Hversu lengi það varir er mest undir okkur sjálfum komið. Erlendum banda- mönnum fjölgar Ólafur Ragnar stóð sig vel í við- tali við Jeremy Paxman á BBC Newsnight. Þá var ágætt viðtal við Steingrím J. Sigfússon á Channel 4 í Bretlandi. Þeim skal þakkað, svo og 60.000 undirskrifendum áskor- unar og hundruðum greinaritara og óþreytandi bloggara Á mbl.is, sd. 10. janúar er frétt sem nefnist „hvorki geta né eiga að borga“. Þetta er stutt grein en at- hyglisverð sem vitnar í breska blað- ið The Times. Á síðunni má einnig finna margar bloggfærslur um fréttina, sem eru ekki síður athygl- isverðar. „Nú er lag“ segir annað gamalt máltæki úr sjómennsku. Nú njótum við meiri skilnings erlendis og margnefnd nýlenduveldi sæta vax- andi gagnrýni. Það stendur hins vegar ekki lengi nema við fylgjum því eftir með sterkri kynningu fyrir fjölmiðla, almenning og rík- isstjórnir í Evrópu og víðar. Í bréfi sem ég sendi öllum alþingismönnum þ. 28.12. 2009 – og sjá má í greinasafni á www.landsmenn.is – minnti ég á að enginn ber virðingu fyrir lyddum. Það hefur verið ógeðfellt að sjá ríkisstjórnina leggja sig fram um að semja af okkur á sama tíma og hún talar um að virðingu okkar og traust, í sam- félagi þjóðanna, verði að end- urheimta! Nú hefur það sýnt sig að með því að stinga við fótum, dreifa upplýsingum og sýna heiminum lýðræði okkar – sem margir öfunda okkur af – höfum við eignast fleiri bandamenn og mætt meiri skilningi á einni viku en heilu ári fram að því. Þessu verður að fylgja vel eftir. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að fara fram. Hún sýnir heiminum á afgerandi hátt hversu ofboðið allri þjóðinni er. Það er ólíkt áhrifameira en enn ein leikflétta stjórnmála- mannanna. Íslendingar þurfa að fjölmenna á kjörstaði og þjóðir heims munu fylgjast með af áhuga Hvað næst? Við þurfum án tafar að auka fag- legt kynningarstarf, birta stað- reyndir og bjóða hingað erlendum fréttamönnum, stjórnmálamönnum og fulltrúum almennings. Sýna þeim landið og kynna þá fyrir þeim vaxandi fjölda sérfræðinga sem á rökstuddan hátt halda því fram að Icesave sé ekki á ábyrgð íslensku þjóðarinnar. Afla þannig banda- manna og auka kynningu á því sem landið hefur að bjóða. Skipuleggja dagskrá að ógleymanlegri viku á landi íss og elda. Þar geta flugfélög, hótel, rútu- fyrirtæki, leiðsögumenn o.fl. lagt sitt af mörkum. Öll sýnum við auð- vitað íslenska gestrisni og kurteisi. Árangurinn verður jákvæðni í garð Íslendinga og aukning í ferðaþjón- ustu. Þetta er búið Icesave hefur aldrei verið á ábyrgð íslensku þjóðarinnar – um- fram það að stofna tryggingasjóð skv. reglum ESB – sem við og gerð- um. Á því skulum við standa bjarg- föst og hafna kröfunum alfarið. Gallað regluverk ESB svo og fyrir- komulag og atvik í málinu öllu stað- festa það. Þar lýkur þessu máli og ríkisstjórnin – þessi eða önnur – snýr sér af alefli að vernd og upp- byggingu þjóðfélagsins, sem dreg- ist hefur alltof lengi. Göngum ákveðin til þjóðaratkvæðagreiðslu og látum ekki hræðsluáróður stýra gerðum okkar. Tími hrossakaupa, hótana, frekju, blekkinga, ósanninda og leynimakks er liðinn. Það þurfa stjórnmálamenn skilja. Ísland er ófrávíkjanlega og að fullu eign þjóð- arinnar og ekki til sölu – hvorki fyr- ir aðgang að ESB, niðurfellingu ímyndaðra skulda né nokkuð annað. Varðandi aðild okkar að ESB skulum við líta til nýliðins árs. Í deilu okkar við tvær ESB-þjóðir hafa þær allar 27 tekið afstöðu gegn okkur, auk þess að beita AGS fyrir sig. Allt til að svelta okkur og hræða til hlýðni. Hlutlaus sátta- maður kemur ekki þaðan. Það vant- ar enda engan sáttamann í Icesave- málið. Höldum rétt á spilunum og því er lokið. Hvað varðar þátttöku okkar í fjölskyldu þjóðanna og vinskap við ESB má minna á að vinátta er gagnkvæmt fyrirbæri. Svo eru meðlimir stórfjölskyldunnar 195 en ekki 27. Ég tel ákveðið að okkur vanti ekki þessa 27 „vini“ – hvað segir þú lesandi góður? Íslendingar, verum stoltir, stönd- um þétt saman og munum að „sókn er besta vörnin“. Eftir Baldur Ágústsson » Í bréfi sem ég sendi öllum alþingismönn- um þ. 28.12. 2009 – og sjá má í greinasafni á www.landsmenn.is – minnti ég á að enginn ber virðingu fyrir lydd- um. Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 – www.landsmenn.is – baldur@landsmenn.is Nú bráðnar Icesave hratt ÁGÆTU lands- menn. Fyrir hönd margra íbúa sveitarfé- lagsins Fjarðabyggðar eru þessi orð sett á blað. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fulln- ustaði þann gjörning bæjarráðs að loka bæjarskrifstofunum á Norðfirði í desember. Ákvörðun þessari var haldið til streitu þrátt fyrir fjöl- mennan íbúafund sem haldinn var á Norðfirði föstudaginn 4. desem- ber sl. til að mótmæla lokun bæj- arskrifstofunnar þar og vinnu- brögðunum sem viðhöfð voru auk harðra mótmæla starfsmanna sem þar unnu. Áhrifalausir bæjarfulltrúar úr tengslum við sitt samfélag Í kjölfar íbúafundarins virtist sem hreyfing kæmi á bæjarfull- trúana og haldinn var þá fundur meirihlutans en niðurstaðan varð þó sú að bæjarráð Fjarðabyggðar ákvað að standa við fyrri ákvörðun sína um lokun skrifstofu sveitarfé- lagsins í Neskaupstað þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa þar. Eru bæj- arfulltrúar Fjarða- byggðar orðnir úr tengslum við sitt sam- félag og svo fjarlægir íbúunum að þeir end- urspegla það ekki lengur? Hvað hefur gerst á líðandi kjör- tímabili sem leiðir af sér jafndjúpa gjá milli yfirstjórnar eins bæj- arfélags og íbúanna þar? Sveitarstjórn- armenn í Fjarða- byggð, eins og annars staðar á landsbyggðinni, hafa bar- ist fyrir því að störf væru flutt frá Reykjavík í krafti tækninnar því í dag eigi ekki að skipta neinu máli hvar menn sitji við vinnu sína. Þá ekki síður að valdinu sé aðeins dreift á fáa staði á landinu. En hvaða fordæmi eru þá sett innan okkar sveitarfélags, þar þarf að miðjusetja alla stjórnsýslu á einum stað? Þá er ekki síður athyglisvert að skoða hvernig þessi ákvörðun um lokun kemur út gagnvart jafnrétti í sveitarfélaginu. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni búa tæp 35% kvenna í Fjarðabyggð á Norðfirði. Frá 1. janúar 2007 hafa 67 konur flutt lögheimili sitt til Norðfjarðar. Af þeim 11 starfsmönnum sem nú flytja vinnustöð sína eru átta kon- ur, með þessum flutningum er ver- ið að fækka kvennastörfum á Norð- firði. Er það á skjön við það sem segir í jafnréttisstefnu Fjarða- byggðar fyrir árin 2008-2012 sem aðgengileg er á vef Fjarðabyggðar (www.fjardabyggd.is). Þar segir t.d. á bls. 2-3: „Fjarðabyggð sem vinnu- veitandi – stuðlar að því að starfs- menn Fjarðabyggðar geti samræmt fjölskyldulíf og atvinnuþátttöku.“ Það er voða gott að vera með lag- lega orðaða jafnréttisáætlun en ef ekki á að fara eftir henni, nema þá helst eftir stjórnunartitlum kynja (stýrur og stjórar) í skipuriti bæj- arins, er eins gott að ómerkja það plagg. Þá hefur verið haldið á lofti meirihlutasamningi og fullyrt að hann kalli á breytingarnar en rétt er að skoða efni hans sem fjallar um stjórnsýslu. „Markmiðið er að öll stjórnsýsla sveitarfélagsins verði sameinuð á einum stað að sex árum liðnum en fyrr ef samgöngu- aðstæður breytast.“ Engar breyt- ingar hafa orðið á samgöngum og því ekkert sem ýtir á breytingar á stjórnsýslunni. Raunveruleg ástæða lokunar Lokun skrifstofunnar er sögð vera vegna leka á húsnæðinu, en öll- um er ljóst að aðrar ástæður liggja að baki og helst þær að nú þurfi að spara peninga. Sparnaðaraðgerða er þörf því góðærið er löngu búið og rúmt ár er liðið síðan flestir upp- götvuðu það. Ef stjórnsýsla Fjarða- byggðar og þróun hennar síðustu fjögur árin er skoðuð má sjá að reksturinn hefur bólgnað út og ekki síst í yfirstjórn sveitarfélagsins. Á sama tíma og sveitarfélagið hefur lokið einhverju því hlutfallslega stærsta verkefni sem nokkurt ís- lenskt sveitarfélag hefur tekist á við. Sem dæmi má nefna fjölgun sviðsstjóra úr fjórum í níu. Auk þess dyljast engum aukin kaup sveitarfé- lagsins á ýmiskonar sérfræðiþjón- ustu og segja má að þau kaup séu löngu komin út fyrir öll skynsem- ismörk og sérfræðingar „að sunnan“ fengnir til að skoða hina ólíklegustu hluti. Í ljósi ofanritaðs er krafist hrein- skilinna svara frá bæjarfulltrúum við eftirfarandi spurningum: Hversu mikið hafa útgjöld yf- irstjórnar Fjarðabyggðar aukist síðasta kjörtímabil í krónum talið? Hversu mörgum stöðugildum hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar bætt við síðastliðinn fjögur ár í yf- irstjórn og á umhverfis- og mann- virkjasviði? Er það rétt að á tímum kreppu og samdráttar hafi verið búin til og ráðið inn í nýja stöðu „sérfræð- ings“ á fjármálasviði bæjarins, hvað kostar sú staða á árs- grundvelli og hvernig er sú ráðning útskýrð í ljósi aðstæðna í þjóð- félaginu? Í upphafi skal endinn skoða Öll framganga bæjaryfirvalda í þessu máli er til háborinnar skammar. Það vekur furðu að kjörnir fulltrúar allra flokka virð- ast ekki hafa dug í sér til að hafa áhrif. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvernig fulltrúar sveitar- félagsins með bæjarstjórann í broddi fylkingar kjósa að fara inn í kosningavetur með þessum hætti, það er bara óskiljanlegt. Maður spyr sig: Hvernig skyldi sveitarfélagið Fjarðabyggð koma út úr þessum húsnæðismálum? Þegar húsaleigumál bæjarskrifstof- unnar í Neskaupstað verða til lykta leidd situr það hugsanlega eftir með sárt ennið og þrátt fyrir allt þurfa að greiða húsaleigu margra ára auk annars kostnaðar. Hvar er þá sparnaðurinn? Fyrirvaralaus lokun bæjarskrifstofu á Norðfirði á fölskum forsendum Eftir Áslaugu Lárusdóttur » Bæjarstjórn Fjarða- byggðar fullnustaði þann gjörning bæj- arráðs að loka bæj- arskrifstofunum á Norðfirði í desember sl. þrátt fyrir hávær mót- mæli íbúa. Áslaug Lárusdóttir Höfundur er íbúi á Norðfirði. „KRÝSUVÍK- URKIRKJA er brunn- in.“ Sú fregn barst í byrjun árs og mynd- gerði efnahagshrunið. Bænarefni er að vel takist að endurreisa kirkju og þjóðarhag. Haldið var veglega upp á 150 ára afmæli Krýsuvíkurkirkju á hvítasunnu 2007. Há- tíðarmessuna sóttu nær 300 manns og sátu flestir utandyra í björtu veðri. Ljóð eftir Matthías Johannessen var frumflutt við nýja tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson sem samdi messu- sönginn. Kirkja mun hafa risið í Krýsuvík í upphafi kristni hér á landi í Kirkjulág í Húshólma áður en Ögmundarhaun rann um miðja 12. öld. Eftir þann at- burð var kirkjan færð ofar í landið. Kirkjuna sem brann smíðaði Bein- teinn Stefánsson hjáleigubóndi í Krýsuvík úr rekatrjám 1857. Byggð lagðist af í Krýsuvík í byrjun síðustu aldar og 1929 var Krýsuvíkurkirkja aflögð sem helgidómur. Áratugum saman var kirkjan sem þúst í lands- laginu svipt þeim ósýnilega en helga loga, sem brennur á helgum stöðum. Magnús Ólafsson, sem síðastur bjó í Krýsuvíkurbænum, dvaldist í kirkj- unni um árabil sem góður hirðir er gætti kinda. Kirkjuhúsið var eyðilegt eftir að hann hvarf frá því og næma sýn þurfti og trúarskynjun til að upp- götva þýðingu þess á ný. Björn Jó- hannesson, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, átti þá sýn og lét af umhyggju og fórnfýsi endurgera Krýsuvíkurkirkju fyrir eigið fé og endurvígja hana vorið 1964 og tók Þjóðminjasafnið hana til umsjár. Björn lést skömmu síðar. Sveinn Björnsson, listmálari, sem vann að list sinni í Krýsuvík, tók síðar upp merki hans og ól þá ósk í brjósti að Krýsuvíkurkirkja yrði aftur lifandi bænastaður og kom henni á fram- færi. Sveinn gaf kirkjunni nýja alt- aristöflu, sem hann nefndi „Upprisu“, rétt fyrir andlát sitt. Við helgistund eftir jarð- setningu Sveins í garði kirkjunnar vorið 1997 var hún hengd upp í kirkjunni og blessuð. Fjölsóttar messur voru síðan haldnar í kirkjunni í byrjun vors og hausts og nokkrum sinnum að auki en altaristaflan var varðveitt í Hafnar- fjarðarkirkju á vetrum. Boðið var í messukaffi í bláu Sveinshúsi í Krýsuvík þar sem Sveinn vann að list sinni og sýningar hafa verið haldnar á myndum hans. Tengslin milli kirkju og safns styrktu vinabönd trúar og listar. Krýsuvíkurkirkja laðaði sem til- beiðslustaður mjög að sér ferðamenn. Fram kom í skrifum þeirra á fjölda tungumála í gestabækur kirkjunnar að látleysi hennar birti þeim grunn- gildi og verðmæti, sálarþrá og hung- ur, sem Guð einn svalar á vegferðinni. Í látleysi sínu í máttugu umhverfi dró Krýsuvíkurkirkja fram þá auð- mýkt sem nemur návist Guðs í sköp- unarundrum. Og inni í öldnum helgi- dóminum tengdi altaristaflan, Upprisa, óhlutbundin og litsterk, sögu og samtíð og opnaði æðri sýn. Krýsuvíkurkirkja var sem nátt- úrumynd í landslagi og lét lítt fyrir sér fara, en líka mynd þeirrar trúar, er vex fram af örkorni og á sér fyr- irheit um fagra blómgun, því að andi Guðs er lífskrafur hennar. Bruni og aska deyða ekki þann kraft. Í uppris- umætti hans verður unnið að end- urreisn Krýsuvíkurkirkju. Upprisa og endurreisn Eftir Gunnþór Ingason Gunnþór Ingason » „Krýsuvíkurkirkja er brunnin.“ Sú fregn barst í byrjun árs og myndgerði efnahags- hrunið. Bænarefni er að vel takist að endurreisa kirkju og þjóðarhag Höfundur er sérþjónustuprestur á sviði þjóðmenningar og helgihalds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.