Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 29

Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 29
Umræðan 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010 PENINGAHYGGJ- AN (monetarism) hef- ur verið stærsta vand- ræðakenning vorra tíma. Áhrifamestu spá- menn þessarar kenn- ingar voru Milton Friedman, f. 1912, og sakleysinginn Anna Schwartz, en þessi tvö gáfu út saman tvær bækur um fræði sín, er vöktu mikla athygli. Kenningar pen- ingahyggjunnar hlutu merka og mikla gagnrýni m.a. frá aðdáendum John Maynard Keynes og einnig Ís- landsvininum Joseph Stiglitz. Fyrstu spámenn peningahyggj- unnar komu fram fyrir miðja síðustu öld, en það var ekki fyrir góð gildi sem fræðin náðu allsherjarárangri í byrjun áttunda áratugarins. Ástæð- an var að Bretton Woods-kerfið hrundi vegna vaxtarverkja í vest- rænum hagkerfum, mikið tilkomið af lágu orkuverði og aukinni tækni- væðingu og fylgifisk þess, auknu at- vinnuleysi. Endanlegt hrun varð þegar olíuríkin komu sér saman um að hækka olíuverð verulega 1973. Fyrsti valdamaður peningahyggj- unnar var Paul Volcker, seðla- bankastjóri BNA, skipaður 1979 af Carter. Hann þjónaði einnig Reagan og var meðreiðarsveinn í Reaganomics. 1987 var sanntrúaður pen- ingahyggjumaður, Alan Greenspan, skipaður í stöðuna og sat til 2006, eða þangað til blaðran var komin í þanmörk. Blöðrunni var ætlað að halda út kjörtímabil Bush, en sprakk aðeins fyrr. Peningahyggjuna er ekki hægt að skýra þar sem hún er fyrst og fremst akademísk þráhyggja, en ástæða þess hve hratt peningamark- aðurinn tók við henni var að mark- aðurinn sá stóru gulrótina, svipað og konungar Norður-Evrópu sáu í siða- skiptunum á 16. öld. Konungar sáu að með því að gera katólsku kirkj- una brottræka myndu þeir eignast allar kirkju- og klausturjarðir. Þetta gekk eftir og gátu kon- ungar snaraukið við sín gæluverkefni, svo sem stríðsrekstur, bygg- inga halla og vígvirkja. Afleiðingin varð versn- andi hagur þegna sið- bótarkonunga, því kon- ungar hugsuðu ekki um framlegð í landbúnaði, aðeins skattheimtu. Peningahyggjunni má líkja við sérstakt sólkerfi. Á sporbaugn- um er jörðin sem al- menningur, saklaus fyrirtæki og valdstjórnin búa á, á sama sporbaug eru fjármálafyrirtæki, viðskipta- bankar, fjárfestingabankar og fleira svoleiðis. Innst inni er sólin, sem kölluð er seðlabanki, sem sendir frá sér aukna orku, þegar kólnar á sporbaugnum, en dregur að sér orku þegar hitnar um of á baugnum. Þessu sólkerfi er haldið í stöðugu jafnvægi með hinu ósýnilega miðflóttaafli markaðarins, en markaðurinn er hið ósýnilega og óáþreifanlega goð markaðs- og pen- ingahyggjunnar (Mammon). Það sem svo skeði, óraði engan hagfræðing fyrir, en hagfræðingar eru ámóta fastheldnir á trúarsetn- ingar sem þeir hafa lært og rabbínar í Ísrael eru á sína trú. Því var það ekki fyrr en við hrun að það upp- götvaðist að sjálft goðið og mark- aðurinn hafði tileinkað sér mannlega eiginleika, þ.e.a.s. siðblinduna. Til að skýra skarplega vald sitt yfir mann- heimum valdi peningahyggjugoðið litla Ísland sem dæmi um niðurlæg- ingu og háðung. Goðið byrjaði á að skipta út yf- irmönnum í fjármálastofnunum, réð siðblinda sjálftökumenn og eig- inhagsmunaseggi. Þetta gengi sá um að soga allt fémætt úr mannheimum, einnig framleiddu nýju mennirnir loftbólupeninga (cyber space mo- ney). Verkfærin voru vígahnettir sem settir voru á sporbauginn, kall- aðir vogunarsjóðir, loftsteinar sem voru spilltir einstaklingar er kallaðir voru fjárfestar. Púkum var komið fyrir og kallaðir sérfræðingar eða greinendur, hlutverk þeirra var að véla fé út úr almenningi inn í áhættusjóði kerfisins. Árar sáu um að fá almannafyrirtæki til að fara í veðmál við sig um stöðu gengis og afleiðna, en goðið réð markaðnum og sá til þess að allir sem veðjuðu á móti töpuðu illa og urðu að segja sig til sveitar. Uppmagnaðar afturgöngur voru fengnar til þess að tæma bú stönd- ugra fyrirtækja sem byggð höfðu verið upp til almannaheilla og til að halda saman tómri skel fann goðið upp nýja rafta „Viðskiptavild“ (þýð- ing: færsla á vegum goðans). Að endingu lét goðið ástleitna álfadrottningu hreppa gæslumenn þjóðarsjóðsins í álög, til að gefa út ástarskuldabréf og skuldsetja þjóð- ina umfram greiðslugetu ásamt því að fella gjaldmiðilinn í rusl. Latex- blaðra goðsins var þá orðin 12 sinn- um stærri en skinnskjóða þjóð- arinnar og tími aðgerða. Markaðsgoðið hleypti úr sinni blöðru og skuldaviðurkenningum rigndi yfir mannheima, gengið hrundi, þannig að bæði réttlátir sem ranglátir komust á vonarvöl. Aðrar vestrænar þjóðir urðu ekki síður fyrir barðinu á markaðsgoðinu og síðasta ráð til þeirra var að prenta seðla og fylla á í þeim fjár- málastofnunum sem goðinu voru kærar, þannig að árið 2010 yrði áfram bergnumið af peningahyggju. Einu verður þó að halda til haga, að peningahyggjugoðinu tókst ekki að heilaþvo gamlingjana Búdda og Konfúsíus. Því mun áhrifa þessara tveggja gamlingja verða vart um heimsbyggðina í framtíðinni, meira en áður hefur verið. Peningahyggjan Eftir Elías Kristjánsson » Til að skýra skarp- lega vald sitt yfir mannheimum, valdi peningahyggjugoðið litla Ísland sem dæmi um niðurlægingu og háðung. Elías Kristjánsson Höfundur er forstjóri. ÉG SET þetta á blað vitandi að þetta eru ekki gildandi við- horf á Íslandi. Ég skýli mér á bak við að ég er Vestur-Íslend- ingur, sem hefur búið hálfa ævi hér í vestri og hálfa á Íslandi. Undanfarin 10 ár hef ég komið oft til Íslands og fundið breytingar sem valda mér áhyggj- um. Vaxandi hatrömm viðhorf gagnvart Norður-Ameríku og gagnvart Ísrael. Ég skil rótina að þessari nei- kvæðni; stríðsrekstur beggja land- svæða, sem telja sig þurfa að beita vopnum til að verjast árásum. Hér í Kanada og í Bandaríkj- unum þurfa frambjóðendur til landsforystu að gera skýra grein fyrir vissum gildum, sem almenn- ingur telur skipta máli, t.d.: Hvernig ætla þeir að skattleggja landsbúa? Hver er afstaða þeirra til fóstureyðinga? Og styðja þeir Ísrael? Stór hluti fólks í Norður- Ameríku trúir ennþá Biblíunni, sem segir að Abraham og hans af- komendur (Ísrael) eigi að fæða fram Messías á settum tíma. Fólk hér kannast við spádóma í 1. Mósebók 12.2. um Abraham: „Ég mun gera þig að mikilli þjóð og blessa þig og gera nafn þitt mikið, og blessun skalt þú vera. Ég mun blessa þá, sem þig blessa, en bölva þeim, sem þér formælir, og af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta.“ Kjósendur hér vilja varast að komast und- ir sjálfkrafa bölvun. Á einfeldnislegan hátt er vitnað í að Sovétríkin hefðu kannski blessast ef þau hefðu ekki fangelsað gyðingana. Og kannski hefði Hitler haldið sín- um stórsigrum ef hann hefði ekki útrýmt gyðingum. Fólk kannast við að ritningin segir fyrir um end- urreisn Ísraels, og að Jerúsalem muni verða bitbein margra þjóða. (Sakaría 12.1+3: „Spádómur. Orð Drottins um Ísrael. – Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að afl- raunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, sem hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs.“) Í einfeldni minni vil ég ekki að Ísland taki þá áhættu að vera bölv- unarmegin í tilverunni. Það er söguleg staðreynd að Thor Thors, sendifulltrúi Íslands hjá Samein- uðu þjóðunum, var fenginn til að tala fyrir stofnun nýs Ísraelsríkis daginn sem það var samþykkt með meirihluta 1948. Ísland var nýtt smáríki, sem var treyst til að skilja afstöðu þjóðarbrota eins og gyð- inga. Framsetning Thors á stofnun Ísraelsríkis þótti ráða úrslitum þann dag. Í hálfa öld þar á eftir umbreyttist Ísland úr bláfátækum útkjálka í blessaða allsnægtaþjóð. Ísland öðlaðist titilinn „Valda- mesta smáþjóð heims“. Kannski gerðist þetta bara af tilviljun í beinu framhaldi af því að blessa stofnun Ísraels. Þessi mikli upp- gangur varð jú líka undir sterkum verndarvæng Norður-Ameríku, sem gaf Marshall-aðstoð og gal- opin viðskipti og hervernd fyrir Ís- land. Íslendingar líta núna Ísrael og Norður-Ameríku hornauga, en leita til Evrópu eftir hjálp þegar erfiðleikar skella á. Ég, sem Vest- ur- Íslendingur, vil sjá miklu sterkari bönd milli Norður-Amer- íku og Íslands. Ég vil heyra um- ræðu um inngöngu í NAFTA sem frjálsari möguleika en innlimun í Evrópusambandið. Ég minni á að langflestir afkomendur Íslands eru ekki í Bretlandi og Hollandi heldur hér í vestri. Ísland fann Vestur- heim og sendir börn sín þangað og ætti að hafa opin tengsl hingað í líkingu við Norðurlandatengslin. Vestur-Íslendingar horfa með áhyggjum á móðurjörðina á þess- ari ögurstundu, en finna til van- máttar við að hafa nokkur áhrif eftir langvarandi tengslaleysi. „Westurheimskar“ hugleiðingar Eftir Jón Gunnar Jónsson »Ég, sem Vestur- Íslendingur, vil sjá miklu sterkari bönd milli Norður-Ameríku og Íslands. Jón G Jónsson Höfundur er tannsmiður í Vancouver, Kanada. Í MORGUN- BLAÐINU 8. janúar sl. skrifa þremenn- ingarnir í Samtökum um betri byggð enn eina greinina varð- andi flugvöllinn í Vatnsmýrinni og svara m.a. sjö sjúkra- flutningamönnum að þeir „taki þrönga sér- hagsmuni sína fram yfir víðtæka og þungvæga sam- félagshagsmuni með því að hanga á Vatnsmýrarvellinum eins og hundar á roði.“ Það er þá svona sem þeir meta mannslífin sem þessir menn vinna við að bjarga. Reykjavík er höfuðborg landsins, ekki bara Reykvíkinga, og hefur sínum skyldum að gegna sam- kvæmt því. Og víst er þó þeir þremenningar tali um að þeir séu að svara „bá- biljum“, þ.e. skoðanakönnunum, þá er mesta bábiljan sú, sem þeir tala um aftur og aftur, að eina mark- tæka niðurstaðan varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar sé kosningin sem haldin var í Reykjavík 2001 og segja þeir jafnframt að þar hafi niðurstaðan verið að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni eigi síðar en 2016 og þá niðurstöðu verði borg- aryfirvöld að virða. Greinilegt er að þremenning- arnir hafa ekki farið vel yfir nið- urstöðu kosningarinnar, sem ég skal nú rifja upp fyrir þá þre- menninga: Atkvæðagreiðslan átti að vera bindandi, ef a.m.k. 75% at- kvæðisbærra manna tæki þátt í henni, og jafnframt bindandi, ef a.m.k. 50% atkvæðisbærra manna greiddi atkvæði á sama veg, jafn- vel þótt þátttaka í at- kvæðagreiðslunni yrði undir 75% mörkunum. Niðurstaðan varð sú að aðeins 37,2% at- kvæðisbærra Reykvík- inga, eða samsvarandi tæpum helmingi þess sem tilskilið hafði ver- ið af borgarráði fyrir bindandi atkvæða- greiðslu tóku þátt. Um 1% var auð og ógild atkvæði. Samtals 14.529, eða 17,9% atkvæðisbærra Reykvíkinga, kusu að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni, og samtals 14.913 eða 18,4% kusu að flugvöllurinn færi. Bæði er, að ekki mættu 75% atkvæðisbærra manna á kjörstað og þessi kosning því fallin, heldur einnig hitt að ekki völdu heldur meira en 50% þeirra sem greiddu atkvæði að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýr- inni, munurinn var ekki nema 384 atkvæði. Undanfarnar skoðanakannanir hafa sýnt að algjör meirihluti Reykvíkinga og einnig landsmanna vilja hafa flugvöllinn í Vatnsmýr- inni og held ég að það sé kominn tími til að kjörnir fulltrúar, bæði í borgarstjórn Reykjavíkur og á Al- þingi fari að hlusta á meirihluta landsmanna, en ekki þröngan hóp einstaklinga með háfleygar og rán- dýrar hugmyndir um byggð í Vatnsmýrinni. Framtíð Reykjavík- urflugvallar Eftir Val Stefánsson Valur Stefánsson »Kosningin um fram- tíð flugvallarins árið 2001 var ekki bindandi. Höfundur er formaður Félags íslenskra einkaflugmanna. AFNEMUM gjaldeyrishöftin og komum í veg fyrir mismunun Íslendinga eftir búsetu og efna- hag. Við verðum að gera þá kröfu að lög landsins sýni þegnum þess virðingu. Einstaklingar og fjöl- skyldur eiga að geta ráðið framtíð sinni sjálf og eiga ekki að þurfa að vera fórnarlömb geðþóttaákv- arðana embættis- og stjórnmála- manna. Í núverandi reglum um gjald- eyrishöft er meðal annars: 1) Íslendingum sem búa erlendis en starfa á Íslandi bannað að kaupa gjaldeyri til að standa undir framfærslu. Hægt er að sækja um undanþágu eftir mjög ógagnsæjum leiðum og það er alls ekki víst að hún fá- ist. 2) Einstaklingum og fyrirtækjum mismunað eftir stærð og efna- hag. 3) Bannað að spara gjaldeyri. Þetta er andstætt hugmyndum um gjaldeyrishöftin þar sem skortur á gjaldeyri er forsenda haftanna. Bannið frestar mögu- legu afnámi laganna. 4) Bara leyfilegt að eyða gjald- eyri. Þetta er stórhættulegt þar sem erlendar skuldir halda áfram að safnast saman. 5) Tvöfalt gengi. Eitt gengi á Ís- landi og annað gengi erlendis. Þennan gengismun geta óheið- arlegir einstaklingar og fyr- irtæki hagnýtt sér og hagnast um milljónir. Enn eitt dæmi þar sem lög skapa óheiðar- legum einstaklingum gríð- arlegan hagnaðarmöguleika. 6) Auk þess draga gjaldeyris- höftin úr trausti á krónunni og ýta undir fjármagnsflótta og lækkun krónunnar, andstætt við tilgang laganna. Peningar eru meðal annars not- aðir til að reikna út arðsemi fjár- festinga. Höftin gera það að verk- um að gengi krónunnar er rangt skráð og sendir hún því röng skilaboð í hagkerfið. Röng skila- boð stuðla að sóun og lífs- kjaraskerðingu á meðan rétt skilaboð stuðla að betri nýtingu framleiðsluþátta og auknum lífs- gæðum. Nú eru höftin búin að vera á í 15 mánuði og ekkert bendir til þess að þeim verði aflétt bráð- lega. Hver mánuður sem líður skerðir lífskjör og gerir atvinnu- uppbyggingu erfiðari. Þessi fáu dæmi sýna að lögin eru skaðleg, ýta undir mismunun og hvetja til afbrota. Þau verður að afnema sem fyrst! Snúum vörn í sókn! LÚÐVÍK JÚLÍUSSON sjómaður. Afnemum gjaldeyris- höftin – Frelsum þjóðina úr ánauð Frá Lúðvík Júlíussyni Lúðvík Júlíusson BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.