Morgunblaðið - 14.01.2010, Síða 32
32 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010
✝ Sveinfríður Jó-hannsdóttir fædd-
ist 16. maí 1948 á Hall-
dórsstöðum í
Saurbæjarhreppi í
Eyjafirði. Hún lést á
fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 7. jan-
úar sl. Foreldrar
hennar voru Jóhann
Frímann Sigurðsson,
f. 28. september 1907,
d. 6. janúar 1992, og
Anna Sigurveig Sig-
tryggsdóttir, f. 30.
maí 1924, d. 11. des-
ember 2001. Sveinfríður var einka-
barn þeirra.
Hinn 21. ágúst 1966 giftist Svein-
fríður Hermanni Jónssyni, f. 26.
febrúar 1940. Foreldrar hans voru
Jón Tryggvason, f. 22. júlí 1895, d.
12. desember 1984, og Kristín Jóns-
dóttir, f. 16. mars 1908, d. 29. mars
2008. Börn Sveinfríðar og Her-
manns eru: 1) Kristín Sigurveig, f. 4.
júlí 1967, maki Sæmundur Sig-
tryggsson og þau eiga tvo syni, Dav-
íð og Hermann. 2) Sigurður Jóhann,
f. 13. febrúar 1969, maki Jóhanna
Jóhannesdóttir og á hún sex börn. 3)
Ólafur Tryggvi, f. 29. apríl 1970,
maki Ester Lára
Magnúsdóttir og þau
eiga þrjú börn, Magn-
ús Artúr, Ríkharð og
Sveinfríði Hönnu. 4)
Guðrún Fjóla, f. 19.
október 1971, maki
Carsten Tarnow, þau
eiga fjögur börn,
Sveindísi Björk, Einar
Birgi, Isabellu Agnetu
og Karoline Amalie.
Sveinfríður gekk í
Barnaskóla Akureyr-
ar og lauk svo námi
frá Gagnfræðaskól-
anum. Að því loknu fór hún í Hús-
mæðraskólann á Laugalandi og var
þar við nám veturinn 1965-66. Eftir
að hún lauk námi flutti hún í Möðru-
velli í Eyjafjarðarsveit. Þar stund-
uðu hún og Hermann félagsbúskap
ásamt systkinum Hermanns og fjöl-
skyldum þeirra. Lengst af bjuggu þó
Sveinfríður og Hermann á Barká í
Hörgárdal eða frá 1986-2007 er þau
fluttu til Akureyrar.
Útför Sveinfríðar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag, fimmtudaginn
14. janúar, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Meira: mbl.is/minningar
Hugar okkar voru strax hjá þér
Sveinka er við fréttum af veikindum
þínum. Við systkinin minnumst góðra
stunda hjá þér og frænda í sveitinni
er við fengum að dveljast í sitt hvoru
lagi sumarparta tvo.
Þar upplifðum við nýja hluti svo
sem að gefa hænunum, smakka sil-
ung og borða steikt hakk þar sem þú
lagðir næmni þína í. Enda líka allt
sem þú komst að í matargerð var ein-
staklega gott hjá þér.
Gaman var að prufa sérstæða hluti
eins og gamla vínilplötuspilarann
sem ég, Dýrleif, fékk síðan að hlusta
á hjá þér, annað hvort gömul lög eða
ævintýrasögur. Ekkert var „sjálf-
sagðara“ en að leyfa mér, Hermanni,
að sparka bolta á ganginum og spila
tölvuspil án þess að fá nokkurt tiltal.
Okkur fannst stemningin í fjósinu
sérstök að því leytinu til að sígarettu-
reykurinn kryddaði upp loftið og líka
að heyra útvarpstóna í þessu um-
hverfi. Það voru mikil rólegheit á
fjóstíma. Einnig var heldur ekkert
mál að sendast af stað og ná í kýrnar.
Teljum við að það hafi verið for-
réttindi að fá að koma og kynnast
sveitabænum ykkar og fá að njóta
nærveru þinnar með þínu blíða brosi
og kærleika, þú tókst alltaf vel á móti
okkur. Þökkum við kærlega fyrir það.
Blessuð sé minning þín.
Dýrleif Þórunn Jóhannsdóttir og
Hermann Helgi Jóhannsson.
Elsku Sveinka, ég er ekki enn búin
að átta mig á að þú hafir verið alvar-
lega veik, hvað þá að allt sé búið. Mér
finnst sem ég hafi alltaf þekkt þig, ég
flutti í Möðruvelli 3 ára gömul og
stuttu seinna varst þú komin þangað
til Hermanns. Einnig finnst mér að
strengurinn sem myndaðist á milli
okkar þegar ég var barn alltaf hafa
verið til staðar, enda áttum við báðar
heima á Möðruvöllum þar til ég var
að verða 16 ára. Undanfarna daga
hafa margar góðar minningar komið
upp í hugann, margar frá árunum á
Möðruvöllum, en ekki síður minning-
arnar sem ég á frá því að ég var orðin
fullorðin og kom í heimsókn til ykkar
Hermanns á Barká með börnin mín
og seinna með barnabörnin. Það var
alltaf svo gaman að koma og vel tekið
á móti okkur. Góð er minningin um
síðastu heimsóknina á Barká. Við
María komum þangað síðasta vorið
sem þið bjugguð þar, með frænkurn-
ar litlu, Silju Björk og Taníu Sól. Þið
Hermann gáfuð ykkur góðan tíma
með okkur við að skoða lömbin, kálf-
ana og fleira. María og Kristbjörg
eiga góðar og skemmtilegar minning-
ar frá því að þær fengu að dvelja hjá
ykkur í nokkur sumur, um það bil
viku í senn, og fyrir það eru þær
þakklátar. Eftir að þið fluttuð í Holta-
teiginn var stundum litið við, en nú
finnst mér það hafa verið alltof sjald-
an. Eftir situr minning um góða og
hlýja konu.
Elsku Sveinka, takk fyrir allt,
megir þú hvíla í Guðs friði. Elsku
Hermann, Kristín, Siggi, Óli, Fjóla
og fjölskyldur, megi góður Guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg en
minningarnar ylja.
Kristín (Kittý) og fjölskylda.
Sveinfríður
Jóhannsdóttir
✝ Jón KornelíusJónsson úr-
smíðameistari fædd-
ist á Brekku í Gils-
firði 8. apríl 1915.
Hann lést á Landspít-
alanunum í Fossvogi
þann 6. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar hans
voru Elín Guðrún
Magnúsdóttir hús-
móðir og bóndi f.
1881, d. 1960 og Jón
Theodór Jónsson
bóndi, skrautritari og
kennari f. 1880, d.
1960. Systkini Kornelíusar eru:
Guðrún f. 29.9. 1902, d. 21.6. 1984,
Margrét Theodóra f. 13.5. 1907, d.
13.8. 1967, Kristín Soffía f. 14.11.
1909, d. 3.12. 2000, Eggert Theodór
f. 15.11. 1912, d. 28.9. 1992, Ragn-
heiður f. 12.10. 1917, Kristrún
Soffía f. 23.12. 1918 og Anna Guð-
rún f. 30.9. 1921.
Eiginkona Kornelíusar er Sigríð-
ur Pétursdóttir f. 10.11. 1929. Þau
giftust 26.7. 1947. Foreldrar Sigríð-
ar voru Guðrún Þorbjarnardóttir
húsmóðir f. 17.9. 1903, d. 22.5.1931
aldur f. 1979 maki Rebekka Ólafs-
dóttir, eiga þau 2 syni.
Kornelíus hóf nám í úrsmíði hjá
Árna B. Björnssyni árið 1934.
Meistari hans var Sigurður Ísólfs-
son. Kornelíus öðlaðist meist-
araréttindi árið 1942. Að námi
loknu stofnaði hann vinnustofu og
verslun að Hverfisgötu 64 ásamt
Eggerti Hannah og Magnúsi F. Ás-
mundssyni. Síðar rak hann versl-
anir á ýmsum stöðum, mest þrjár
samtímis, lengst af var hann á
Skólavörðustíg 8 og Bankastræti 6
sem er enn starfandi. Kornelíus var
heiðursfélagi í Úrsmíðafélgi Ís-
lands og var lengi í prófnefnd fé-
lagsins, ásamt fleiri nefnd-
arstörfum. Kornelíus hafði mörg
áhugamál. Ungur lærði hann á
mandólín. Hann spilaði með Man-
dólínhljómsveit Reykjavíkur og
einnig MAJ-tríóinu ásamt þeim
Marsý og Tage Ammendrup. Korn-
elíus hafði mikinn áhuga á búskap
og árið 1960 byggði hann fjárhús í
Lónakoti og hóf þar fjárbúskap sem
hann stundaði fram á tíræðisaldur.
Hann ræktaði sérstakan fjárstofn
sem var að upplagi ferhyrndur og
morarnhöfðóttur.
Útför Kornelíusar fer fram frá
Áskirkju í dag, fimmtudaginn 14.
janúar og hefst athöfnin kl. 13.
og Pétur Pétursson
bifreiðastjóri f.
10.3.1895, d.
14.7.1986. Börn Korn-
elíusar og Sigríðar
eru 1) Birgir Davíð f.
18.12. 1947, d. 10.11.
2005. 2) Haraldur Jón
gullsmiður f. 25.8.
1950, maki Íris Æg-
isdóttir f. 21.11. 1953.
Þeirra börn eru Sirrý
Hrönn f. 1971, maki
Ásgrímur Helgi Ein-
arsson, eiga þau 3
syni. Birgir Grétar f.
1972, maki Hafrún Huld Þorvalds-
dóttir, eiga þau tvö börn. 3) Korn-
elía Guðrún kennari f. 14.1. 1952,
maki Gísli Árni Atlason f. 7.2. 1950.
Þeirra börn eru Jón Kornelíus f.
1975, Kolbrún Ýr f. 1977, maki
Guðni Eiríksson og á hún 3 börn,
Eygló Rós f. 1978 og á hún eina
dóttur. Óskar Sindri f. 1984. 4) Pét-
ur Gunnar úrsmiður f. 29.3. 1953,
maki Gunnhildur Sigurðardóttir f.
21.10. 1956. Þeirra börn eru Sig-
urður Rúnar f. 1977, maki Jennifer
Pétursson, eiga þau 2 dætur. Har-
Tengdafaðir minn hefur kvatt
þennan heim, tæplega 95 ára gamall.
Hann var með stórt hjarta og mikið
umburðarlyndi. Ég kynntist honum
fyrir 40 árum og frá fyrsta degi var
eins og hann ætti í mér hvert bein.
Aldrei nokkurn tíma sagði hann
styggðaryrði eða talaði illa um nokk-
urn mann. Hann elskaði hana
tengdamömmu út af lífinu og einu
áhyggjur hans hin seinni ár voru
sennilega hvað yrði um hana þegar
hann færi.
Ég bjó í kjallarabúðinni hjá þeim í
átta ár og allan þann tíma og fram til
dagsins í dag var ekkert það til sem
hann hefði ekki gert fyrir mig og
mína fjölskyldu. Við vorum heldur
ekkert einsdæmi þar um því allir
sem hann þekkti nutu góðs af, hvort
heldur var andlega eða fjárhagslega.
Við fórum í mörg ferðalög saman
innanlands og utan. Síðast fórum við
utan árið 2006 til Spánar, þar sem
hann naut sín aldeilis vel í sólinni og
sundlauginni eins og unglamb. Ófáir
eru þeir sunnudagar sem við höfum
farið í bíltúra innanbæjar og utan.
Oft kíktum við í heimsóknir þar sem
barnabörn hans voru, þar áttu þau
hauk í horni, þar sem hann naut þess
að leika við þau og fylgjast með þeim
vaxa og dafna. Það kom fyrir að ég
hafði öðrum hnöppum að hneppa og
fór ekki með á sunnudögum, það
fannst honum ómögulegt og marg-
spurði hvort þau ættu ekki bara að
sækja mig.
Tengdapabbi minn var einstaklega
trúaður maður, hann hafði gaman af
að skrifa bænir, fallegar vísur og
dagbók skrifaði hann nær daglega.
Þá eru til margar blaðsíður af ferða-
sögunum úr ferðalögum okkar og nú
síðast þegar við fórum Snæfellsnesið
síðastliðið sumar og gistum á Búðum
þar sem við áttum yndislega helgi.
Tengdapabbi minn var líka mjög
félagslyndur maður, hann var ein-
staklega góður og skemmtilegur
dansherra og ófáa snúninga tókum
við saman, nú síðast þann 19. desem-
ber síðastliðinn, í brúðkaupi sonar-
sonar hans.
Elsku tengdapabbi, mig langar að
þakka þér fyrir ferðalagið okkar
saman hér á jörðinni, alla gleðina og
alla væntumþykjuna sem þú sýndir
okkur alla tíð. Við munum gera allt
það sem við getum til að Siggu þinni
líði sem best.
Þín tengdadóttir,
Íris.
Eitt er það sem maður lærði
snemma af honum afa nafna og þá
sérstaklega í fjárhúsunum við sauð-
burð, en það var að allir geta dáið.
Manni þótti ekki sanngjarnt, að sum
litlu lömbin fengu ekki einu sinni
tækifæri á að fara út í sumarblíðuna
og hlaupa um og leika sér. Því ætti
það ekki að koma manni í opna
skjöldu að það kom að því að elsku
afi minn og nafni skyldi yfirgefa
þessa jarðvist. En maður vildi ekki
trúa því að sá dagur kæmi og að enn
væru margar stundir eftir með hon-
um, enda keyrði hann í vinnuna að-
eins nokkrum vikum áður en hann
lést, þeyttist um dansgólf í brúð-
kaupi, spilaði á mandólín og lék við
barnabarnabörnin eins og unglamb.
Afa kallaði ég alltaf afa nafna
enda alnafnar, en eitthvað festist
það við hann hjá fleirum en mér
enda kalla systkini mín hann afa
nafna einnig.
Alla tíð sem púki og fram ung-
lingsárin var maður fastagestur með
afa í fjárhúsin að gefa kindunum og
sinna þeim verkum er tilheyra bú-
skap. Átti maður ógleymanlegar
stundir með afa þar í Lónakotinu og
eins Hvassahrauni. Marga virka
daga og flesta laugardaga upp úr há-
degi rölti maður með poka fullan af
illa lyktandi fötum niður Skóla-
vörðustíginn í búðina hans afa að
Skólavörðustíg 8. Gestakomur voru
tíðar í búðina og oft á tíðum var
kaffistofan þar full af köllum, sötr-
andi kaffi og reykjandi vindla og
miklar umræður í gangi. Að lokum
týndust þeir út einn af öðrum og þá
var hægt að fara að loka búðinni og
halda á Kleifarveginn, enda beið
veislumatur að hætti ömmu Siggu á
borðum þar. Við snæddum og svo
var farið í kjallarann og við dress-
uðum okkur upp í oft illa lyktandi
rollufötin, Landroverinn ræstur og
brunað í Lónakotið.
Fljótlega lærði maður að keyra í
þessum ferðum og var afi búinn að
kenna manni að keyra bíl óstuddur
um 9 ára aldur. Enda var oftast
skipst á sætum þegar komið var af
steyptri Reykjanesbrautinni og inn
á einkaveginn. Þetta þótti litlum
púka ekki amalegt, enda vissi maður
ekki um neinn á sínum aldri sem
fengi að snerta á bíl.
Reykjanesið er erfitt yfirferðar og
í smalamennskum og eftirleitum var
ótrúlegt að sjá hvað hann var í góðu
formi og fram að 75 ára aldri hlupum
við hlið við hlið á eftir rollunum
stökkvandi yfir sprungur og steina í
hrauninu, þó 60 ár séu á milli okkar.
Síðustu 3 árin hefur maður haft
þau forréttindi að búa undir sama
þaki og afi og amma, það verður
skrítið að heyra ekki mandólínspil
reglulega, mæta afa ekki í göngutúr
er maður kemur heim úr vinnunni
eða sitja og spjalla um veiðiferðir og
annað skemmtilegt.
Alla tíð fann maður mikla ást og
umhyggju frá afa og alltaf var hann
að hugsa um aðra en sjálfan sig. Ef
bíllinn minn var einhverra hluta ekki
hreyfður á virkum degi var hann
strax farinn að hafa áhyggjur hvort
eitthvað væri að.
Ég vona að mér hafi tekist að láta
í ljós í gegnum tíðina hvað mér þykir
vænt um þig elsku afi minn, því ekki
er maður of duglegur að láta tilfinn-
ingar sínar í ljós við þá sem manni
þykir vænst um.
Jón Kornelíus Gíslason.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku afi, við trúðum alltaf að þú
yrðir að minnsta kosti 100 ára, en
greinilegt er að enginn veit sína ævi
fyrr en öll er. Það var einkum
þrennt sem hélt afa svona ernum;
amma, búðin og kindurnar. Afi
mætti í búðina fram á síðasta dag,
aðeins örfáar vikur eru síðan hann
keyrði um götur borgarinnar og það
eru ekki mörg ár síðan afi var hlaup-
andi í hrauninu á eftir kindunum. Afi
var vanur að fara á nánast hverjum
degi suður í Lónakot og hugsa um
kindurnar sínar. Mikil tilhlökkun
var alltaf á haustin hjá fjölskyldun-
um þegar átti að fara að smala og
var þá afi ávallt fremstur í flokki á
mosagróna Land Rovernum, skipu-
lagði atburði og passaði að allt gengi
vel. Amma var honum mjög hjart-
fólgin og var hún hans stoð og stytta
í gegnum lífið. Eiginlega getur mað-
ur varla hugsað um afa án þess að
amma skjóti upp kollinum. Þau
hugsuðu vel hvort um annað og höld-
um við að þau hafi varla verið að-
skilin einn einasta dag. Mamma og
pabbi voru dugleg að taka ömmu og
afa með þegar eitthvað stóð til og því
eigum við margar minningar frá ótal
ferðum í gegnum árin. Ferðin til
Lanzarote 2006 er í fersku minni,
þar sem afi var eins og unglingarnir
stingandi sér út í laugina frá bakk-
anum. Sérstaklega er minnisstæð
ferðin sem við fórum á Kárahnjúka
2004. Það var ógleymanleg ferð þar
sem við gistum í Atlavík í brjáluðu
veðri og afi hljóp út um allt eins og
hann væri tvítugur. Auk allra ferða-
laganna sem við fórum í saman, þá
eru margar fleiri minningar sem við
búum að; allar heimsóknirnar til þín
í búðina á Skóló og síðar niðri í
Bankastræti. Alltaf var gaman að
koma í heimsókn inn á Kleifó og var
þá ávallt lagt á veisluborð og oftar
en ekki bar fjármál og þjóðfélags-
umræða á góma og sitt sýndist nú
hverjum í þeim málum. Hins vegar
minnumst við þess ekki að hafa
heyrt afa hallmæla nokkrum, heldur
sá hann alltaf jákvæðar hliðar hvers
einstaklings. Að lokum má ekki
gleyma að minnast á fjölda mandól-
íntónleika sem þar fóru fram, öllum
viðstöddum til yndisauka.
Elsku afi, þrátt fyrir að síðustu
dagar þínir hafi verið erfiðir munum
við ávallt minnast góðu stundanna.
Lífsstíll þinn og heilsuhreysti er
okkur öllum góð fyrirmynd. Minn-
ingarnar eru eins og áður sagði
óteljandi og þær munum við alltaf
eiga og varðveita í hjörtum okkar.
Elsku amma, pabbi, Konný, Pési
og fjölskyldur, guð veiti ykkur styrk
til að takast á við þessa miklu sorg.
Afi var stórmenni og við skulum
minnast hans sem slíks.
Sirrý, Birgir (Biggi)
og fjölskyldur.
Minning um einstakan mann.
Hugsið ykkur lífsglaðan, hjálp-
saman, jákvæðan og hörkuduglegan
mann. Þessi orð eru lýsandi fyrir
hann afa okkar. Afi var einstakt góð-
menni og hér koma nokkrar minn-
ingar okkar um hann.
Afi ólst fyrst upp í torfbæ og hefur
því lifað tímana tvenna. Í honum
hefur alltaf búið ótrúlegur kraftur
og hann virtist aldrei geta setið að-
gerðarlaus. Okkar sterkustu minn-
ingar utan heimilis afa og ömmu eru
hans helstu vettvangar, skartgripa-
verslanirnar og sveitin með fjárhús-
unum. Við systkinin bjuggum alla
okkar barnæsku á Skólavörðustígn-
um og því litum við oft inn í verslun
afa við þá götu. Það var virkilega
gaman að spjalla við hann og fá að
kíkja á alla fallegu munina.
Afi var mikill náttúruunnandi.
Hann naut umhverfisins, sólarinnar,
dýranna og að fara í berjamó. Við
fórum stundum með afa í fjárhúsin
til að aðstoða enda þótti okkur það
ekki síðra ævintýri en í versluninni.
Að fá að raka, bera hey á garðana,
spjalla við hrúta, ær og lömb og í
raun kanna allt sem hægt var. Í
þessum ferðum þurftu stelpurnar að
telja afa trú um að stelpur gætu al-
veg jafn mikið og strákar því hann
vildi hlífa okkur stelpunum við hinu
minnsta handtaki. Með árunum
fengum við þó að sanna okkur fyrir
afa og koma honum á óvart með
dugnaðinum. Í sveitinni var einnig
lagður metnaður í að kenna okkur að
keyra og ef við náðum ekki niður á
petalana þá sá afi um þann þátt en
við stýrðum. Trúin á getu okkar var
Jón Kornelíus Jónsson HINSTA KVEÐJA
Fáir munu þeir sem fetað
geta sama stíg og tengdafaðir
minn, Jón Kornelíus Jónsson.
Að bera ævinlega annarra hag
fyrir brjósti, tendra ljós þar
sem fyrir var myrkur og trúa
því besta um samferðamenn
sína. Þannig var þessi höfðingi
sem nú kveður okkur með
langa og farsæla ævi að baki.
Með virðingu,
Gísli Árni.