Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010
Þarna var allt í einu
málverk uppi á vegg
og það er mjög óvenjulegt
af þessari kynslóð... 44
»
EVRÓPURÁÐIÐ hefur nú í
annað sinn stofnað til stutt-
myndasamkeppni í tengslum
við frumkvöðlastarf, „The
European Entrepreneurship
Video Awards 2010“.
Stuttmyndunum er ætlað að
snúast um hvað það er að vera
frumkvöðull og athafnamaður,
eða athafnakona, og er keppn-
in haldin á vegum aðalskrif-
stofa framkvæmdastjórn-
arinnar á sviði fyrirtækja og iðnaðar.
Áhugasamir þátttakendur geta skráð sig til 9.
apríl á heimasíðunni www.ec.europa.eu/eeva2010.
Keppt er í þremur flokkum og veitt peninga-
verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.
Kvikmyndagerð
Stuttmyndir um
frumkvöðlastarf
Áskorun fyrir kvik-
myndagerðarfólk.
FYRSTI fyrirlestur Hönn-
unarmiðstöðvar Íslands og
Listasafns Reykjavíkur á þessu
ári verður haldinn í kvöld,
fimmtudagskvöld, í Hafnarhús-
inu og hefst klukkan 20.00.
Rúnar Ómarsson, fram-
kvæmdastjóri og einn af stofn-
endum fatahönnunarfyrirtæk-
isins Nikita, mun segja sögu
fyrirtækisins, sem stofnað var í
ársbyrjun 2000. Rúnar hefur 10
ára reynslu í markaðssetningu á íslenskri hönnun á
alþjóðavettvangi, en jafnframt ákveðnar skoðanir á
markaðssókn íslenskra fyrirtækja á erlendri
grundu. Vörur Nikita eru fáanlegar í um 1.500
verslunum í 30 löndum.
Hönnun
Rúnar Ómarsson
segir sögu Nikita
Rúnar Ómarsson
LETURHÖNNUÐURINN
Eben Sorkin heldur fyrirlestur
á vegum Opna listaháskólans á
hádeginu á morgun, föstudag, í
stofu 113 í Skipholti 1. Fyrir-
lesturinn hefst klukkan 12.05
og nefnist „Leturhönnun:
Skýrleiki, sjónleiki, læsileiki“.
Skýrleiki og læsileiki eru
tveir aðalþættir við hönnun let-
urs en þeim er oft ruglað sam-
an. Fyrirlesturinn tekur mið af þessum tveimur
þáttum bæði frá menningarlegum, sjónrænum og
jafnvægissjónarmiðum.
Sorkin útskrifaðist nýlega með sæmd með MA í
leturhönnun í Reading í Bretlandi. Áður hafði
hann búið í Alaska og unnið sem hönnuður.
Hönnun
Skýrleiki og læsi-
leiki leturs
Eben Sorkin
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÉG hef unnið hér við safnið af og til í sjö ár og þekki vel til;
þetta er því eins og að sýna heima hjá sér,“ segir myndlist-
armaðurinn Joris Rademaker og hlær. Yfirlitssýning á
verkum hans verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á
laugardag en þar í bæ hefur Joris, sem er hollenskur að
uppruna, búið síðastliðin 18 ár. Hann hefur rekið gallerí á
Akureyri og var bæjarlistamaður fyrir þremur árum.
„Þá dvaldi ég reyndar í níu mánuði í Amsterdam,“ segir
hann. „Ég bjó uppi á fjórðu hæð og horfði oft yfir borgina.
Það vantaði alltaf eitthvað. Augun voru að leita. Svo kom í
ljós að þau söknuðu fjallanna,“ segir Akureyringunni Jor-
is, sem er orðinn vanur því að hafa Vaðlaheiði, Hlíðarfjall
og Kerlingu fyrir augunum.
Notar líkamann sem grunn
Elstu verkin eru frá árinu 1992, gerð ári eftir að Joris
flutti til Íslands. „Ég hef aldrei kunnað að búa til stök verk
þegar ég er að mála, þetta verða alltaf seríur,“ segir hann.
„Þegar ég hinsvegar vinn í skúlptúr, í þrívídd, þá er ekk-
ert mál að gera stök verk.
Ég sýni hér mest seríur og þemu sem ég hef verið að
rannsaka. Það hefur oft tekið mig nokkur ár að ljúka
hverri seríu, en ég hugsa líka um seríuna sem eitt verk.“
Joris segir að áður en hann flutti til Íslands hafi hann
unnið að einskonar skynvillumálverkum. „Þegar ég kom
til Íslands var umhverfið allt annað en ég átti að venjast.
Hér var þetta myrkur, sem lýstist upp þegar snjóaði en
þegar hlánaði um nótt varð allt aftur svart,“ segir Joris –
og verkin breyttust. Þá fór hann að blása svartri málningu
á pappír í verkum „sem litu út eins og abstrakt express-
jónismi en voru líkamlegri. Ég er alltaf að nota líkamann
sem grunn.“ Um tíma gerði Joris verk þar sem hann felldi
tannstöngla í hundraðatali í fundna hluti, eins og kolla og
kassa. Árið 2000 fór hann að mála með spagettílengjum,
sem hann mótaði mjúkar línur með og spreyjaði yfir. Síð-
ustu tvö árin hefur hann notað kartöflur, sem hann sker
form úr, við gerð verkanna.
„Það er gaman að stilla þessum verkum upp saman. Ég
sé nú betur hvað þetta er allt tengt,“ segir Joris.
Saknaði eyfirskra fjalla
Yfirlitssýning á verkum Joris Rademakers opnuð í Listasafninu á Akureyri
„Ég hef aldrei kunnað að búa til stök verk þegar ég er að mála“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Er þetta skakkt? Joris Rademaker hengir upp yfirlitssýningu sína í Listasafninu á Akureyri.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
KRISTINN G. Jóhannsson listmálari á Ak-
ureyri hefur fengist við það undanfarin ár að
festa á striga brekkurnar fögru sem bærinn er
svo kunnur fyrir. Vopnaður pensli og olíu-
málningu situr hann dagana langa en grípur
stöku sinnum til vatnslitanna í hvíldarskyni.
Með þeim pensli töfrar hann fram sömu slóðir.
Fyrir dyrum stendum sýning, sú þriðja í
brekku-röð Kristins. Flautað verður til leiks í
JV Galleríi í Listagilinu kl. 15 á laugardaginn.
Nú er veturinn kominn í myndirnar. „Það
er við hæfi,“ segir listamaðurinn.
„Ég er enn genginn í brekkur. Sýndi árið
2006, í Ketilhúsinu, sumrið í brekkunum upp
af Fjörunni og hét Málverk um Búðargil og
brekkurnar. Hér, hjá Jónasi Viðari, sýndi ég
ykkur fyrir ári Haustbrekkur, höfgan gróður
að syngja sitt síðasta með trega, flúri og fag-
urgala.“
Segja má að efni sýningarinnar nú eigi vel
við; kannski í Kristni leynist veðurspámaður!
„Nú hefur snjóað yfir allt það litskrúð,“ seg-
ir hann í beinu framhaldi lýsingar á haust-
brekkusýningunni, „en brekkurnar eru þarna
enn og húsin undir rótum þeirra og enn er ég
að fást við litbrigðin, sem verða af samspili
þess sem er og uppspunans sem þarf við gerð
málverks.
Bragur um brekkur
Fólk fær að fylgjast með hvernig fram vind-
ur bragnum um brekkurnar í Innbænum og
þessa sýningu, sem er í beinu framhaldi af
hinum fyrrnefndu, kalla ég Vetrarbrekkur til
aðgreiningar. Held hér áfram samtali við nán-
asta umhverfi mitt og nálgast það í endur-
tekinni leit að einhverju sem nefna mætti per-
sónulega túlkun, hvort á einstaka stað auðnist
mér að hitta á einhvers konar klaufaskap eða
tiktúrur sem nægi til að úr verði sjálfstæð sýn
og dugi til málverks. Það kann þó að vera bor-
in von … Þekki fólk ekki brekkurnar er það til
merkis um að mér hafi mistekist með öllu!“
Kristinn er rúmlega sjötugur en hefur nóg
að gera. „Ég héldi líklega ekki geðheilsunni
nema hafa eitthvað fyrir stafni.“
Hann tekur daginn snemma. „Ég er mætt-
ur hingað í vinnustofuna klukkan átta á
morgnana, stundum fyrr, og sit við. Bless-
unarlega hef ég svo það verkefni eftir hádegi
að aðstoða dótturdætur mínar aðeins við
heimanámið.“
Ekki ónýtt að hafa gamlan skólastjóra sér
til aðstoðar. „Ég er staddur í 9 sinnum töfl-
unni.“
Vetur í brekkunum
Kristinn G. Jóhannsson á Akureyri flytur þriðja
braginn um brekkurnar í höfuðstað Norðurlands
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þriðji bragurinn „Brekkurnar eru þarna enn og húsin undir rótum þeirra,“ segir Kristinn G.
TILKYNNT var í gær að spænsk-
íslenska listamannatvíeykið Libia
Castro og Ólafur Ólafsson hefði ver-
ið valið til að sýna fyrir Íslands hönd
á Feneyjatvíæringnum á næsta ári.
Libia Castro og Ólafur kynntust í
Hollandi árið 1997 og hafa síðan
unnið saman að listsköpun og sýnt
víða. Samstarfsverkefni þeirra hafa
vakið athygli víða um lönd en þau
hlutu á síðasta ári þriðju verðlaun
virtra hollenskra myndlistar-
verðlauna, Prix de Roma. Þau Ólaf-
ur og Castro eru búsett í Berlín og
Rotterdam.
Ólafur segir að þau Libia hafi vit-
að af þessari niðurstöðu um tíma en
þau væru ekki búin að ákveða hvað
þau hygðust gera á tvíæringnum.
Í nálægð við samfélagið
„Við munum halda áfram eins og
við höfum verið að vinna,“ segir
hann. „Hvort við förum út í að vinna
í Feneyjum, hér eða allt annars stað-
ar verður að koma í ljós.“
Þau Libia vinna í ýmsa miðla og
þjóna miðlarnir iðulega efninu.
„Okkar vinnubrögð mótast mikið
af samræðum. Við höfum unnið ým-
ist saman eða hvort í sínu lagi, í mis-
munandi miðla, þar sem stóra sam-
hengið er sameiginlegt. Við viljum
gjarnan vinna í nálægð við sam-
félagið og mismunandi heima þess.“
Þegar Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra tilkynnti valið
á listamönnunum í gær sagði hún að
á þessum niðurskurðartímum hefði
komið upp sú umræða að taka ekki
þátt í tvíæringnum. „Niðurstaðan
varð sú að það væri mikilvægt að
ekki yrði rof á þessari þátttöku,“
sagði Katrín. efi@mbl.is
Ólafur og
Libia valin
Fulltrúar Íslands í
Feneyjum 2011
Til Feneyja Libia Castro og Ólafur
verða fulltrúar Íslands á næsta ári.
Yfirlitssýning á verkum hollenska mynd-
listarmannsins Joris Rademakers verður
opnuð í Listasafninu á Akureyri á laug-
ardaginn klukkan 15.00.
Joris hefur verið búsettur á Akureyri í
nær tvo áratugi og hefur verið þar bæj-
arlistamaður. Myndlist hans spannar ólík-
ar stefnur og rýfur skörð í múra sem eitt
sinn stóðu fyrir kynslóðabil andstæðra
fylkinga listamanna. Hann vinnur með
hugsanaflæði, tvívítt og þrívítt, og styðst
við fundna hluti og látlausan efnivið. Í list-
inni byggir hann á formrænni einföldun og
hugar að möguleikum skynjunarinnar.
Í tilefni af sýningunni hefur Listasafnið
á Akureyri gefið út 90 blaðsíðna bók með
ítarlegri umfjöllun um feril og list Joris,
eftir Úlfhildi Dagsdóttur bókmenntafræð-
ing og Hannes Sigurðsson, forstöðumann
Listasafnsins.
Spannar ólíkar stefnur