Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 40

Morgunblaðið - 14.01.2010, Page 40
„ÞAÐ má eiginlega segja að ástandið komi inn í okkar dag- lega líf með þessum umslögum,“ segir Jón Páll Eyjólfsson, einn af höfundum leikritsins Góðir Íslendingar. „Það kemur meiri gluggapóstur inn á heimili og innihald hans er kannski þungbærara en áður hefur verið. Þannig varð umslagamaðurinn til á veggspjaldinu okkar, einhver sem er að drukkna í skuldum.“ Umslögin verða notuð í leikmyndina. „Ætli þetta komi ekki til með að vera um 150-200 þúsund umslög.“ -Hvernig gengur svo söfnunin? „Við fengum töluverðan fjölda af umslögum sem höfðu verið ranglega pöntuð af fyrirtækjum. Svo hefur starfsfólk leikhússins verið ötult við að láta okkur fá um- slög. Ekki má gleyma söfnuninni hérna í anddyri Borg- arleikhússins, hver sem er getur komið og losað sig við gluggaumslögin. Því miður heldur gluggapóstur áfram að streyma inn á öll heimili, þannig að við fáum öruggulega þann fjölda sem okkur vantar.“ En mega ógreiddir reikningar fylgja með? „Já, en við ábyrgjumst ekki að þeir verði greiddir.“ -Hvert verður hlutskipti umslaganna eftir sýninguna? „Ég held að það sé ljóst að við getum ekki ekið þessu á haugana, þetta fer líklegast í endur-vinnsluna, það verð- ur þá eitthvað jákvætt sem kemur út úr þessu umslaga- flóði. Úr þessu verður kannski hægt að prenta eitt helg- arblað Morgunblaðsins.“ kristrun@mbl.is Ástandið berst með gluggapósti Gluggagægir Jón Páll Eyjólfsson var nærfellt drukknaður í umslagagnóttinni. 40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 2010  Sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason hefur fengið sig full- saddan af beiðnum frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum um stuðning á Facebook. Sölvi birtir yfirlýsingu vegna þessa á Pressunni. Þar segir m.a: „Hvaða endaleysa er þetta eig- inlega? Sumir frambjóðendur senda sjálfir í eigin persónu beiðni um stuðning og jafnvel aftur og aft- ur ef maður ýtir á nei-takkann. Síð- an eru þeir með her stuðnings- manna, þannig að maður fær kannski 10 sinnum beiðni um stuðn- ing við sama frambjóðandann. Ef mér yrði nú á að rekast óvart á rangan hnapp væri ég allt í einu merktur. Ég get alveg eins sagt ykkur það strax sem eruð á leiðinni í framboð í vor. Þið fáið ekki minn stuðning jafnvel þó að ég heilsi ykk- ur úti á götu. Alveg sama hvað þið sendið margar beiðnir á Facebook. Leitið annað takk!“ Biður um frið fyrir frambjóðendum Fólk  Hróarskelduhátíðin hefur til- kynnt að Sólstafir muni spila á há- tíðinni í sumar og er þetta fyrsta ís- lenska hljómsveitin hefur verið tilkynnt um í ár. Hátíðin fer fram daganna 1. til 4. júlí. Þetta verður annasamt sumar hjá Sólstöfum sem hafa bókað sig á sjö tónlistarhátíðir til að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Köld. Meðal annars mun sveitin leika á stærstu þungarokkshátíð heims, Wacken í Þýskalandi. Þá hefur Köld birst víða á listum yfir bestu plötur ársins 2009 en stærsta rokktímarit Finnlands, In- ferno, valdi hana bestu erlendu plötu ársins. Sólstafir spila á Hróarskeldu UM miðjan marsmánuð fer Reykja- vík Fashion Festival fram í fyrsta skipti. Að hátíðinni standa ein- staklingar sem tengjast fatahönnun eða tónlistarlífi með einum eða öðr- um hætti, auk hönnuða sem eru nú þegar með vörur í framleiðslu og sölu, og er annt um að hlúð sé vel að atvinnugreininni til frambúðar. Þau fyrirtæki sem koma að skipulagningu viðburðarins eru E- Label, Nikita, Birna, Thelma De- sign, Mundi Design og Faxaflói, sem eru Eldar Ástþórsson og Steinþór Helgi Arnsteinsson, en þeir munu sjá um tónlistar- viðburði tengda hátíðinni. Efla hönnun og auka samstarf „Þetta verður lítil tískuhelgi sem fer fram í miðbæ Reykjavíkur og í boði verða tónlistarviðburðir, ís- lenskir og vonandi erlendir, í bland,“ segir Ingibjörg Finn- bogadóttir, fatahönnuður og einn stofnandi RFF. „Okkar markmið er að efla fatahönnun, auka sam- starf milli fatahönnuða og hjálpa þeim að komast út fyrir landstein- ana. Við vitum ekki enn hversu stór viðburðurinn verður í ár en stefnan er að fá til landsins fjölda erlendra fjölmiðlamanna og fleira áhrifafólk og koma íslenskri tísku á kortið,“ segir Ingibjörg og bætir við að dagskráin muni saman- standa af spennandi og athygl- isverðum tískusýningum auk fjöl- breytilegra tónlistarviðburða. Kynning á Reykjavík Fashion Festival fer fram í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20. Þar mun Rúnar Óm- arsson halda fyrirlestur um mark- aðssetningu á fatahönnun erlendis og í beinu framhaldi verður kynn- ing á RFF. ingveldur@mbl.is Frumkvöðlar Hópurinn sem stendur að Reykjavík Fashion Festival. Tískuhátíð um helgi í mars  Reykjavík Fashion Festival fer fram 19. og 20. mars  Tískusýningar og tónlistarviðburðir í bland í miðbænum www.rff.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BENNI Hemm Hemm er búsettur úti í Edinborg og hefur sjaldan haft það betra að eigin sögn. Um mán- aðamótin mars/apríl er væntanleg stuttskífa frá honum, fimm laga plata sem kemur út á geisladisk og tíu tommu vínyl. Platan kallast Re- taliate og verður gefin út á Íslandi, í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Í kringum útgáfuna verður lagt í yf- irgripsmikið tónleikaferðalag um Evrópu, með viðkomu á Íslandi. Að meika sens „Já, ég er nokkuð ánægður með þessa plötu,“ segir Benni, þar sem hann talar frá heimili sínu í miðbæ Edinborgar. Blaðamaður hafði verið að mæra titillagið en í því kveður við nokkuð nýjan tón, jafnvel til- finningaþrunginn. Jafnframt er sungið á ensku. „Það hefur aldrei „meikað sens“ fyrir mér að syngja á ensku fyrr en núna. Hér talar maður náttúrlega ensku allan daginn. Ef maður er að semja enska texta, og er ekki sleip- ur í málinu, verða textarnir um eitt- hvað sem maður hefur vald á frekar en að það sé eitthvað hjartans mál. Þeir verða venjulegast eitthvað rugl. Tilfinningavella. Núna fyrst finnst mér ég geta skrifað um það sem ég vil á ensku.“ Platan var tekin upp í stofunni hjá Benna og sá hann um að leika á nánast öll hljóðfæri sjálfur, auk þess að syngja. „En svo eru þarna smá blásara- og kontrabassapartar sem eru spil- aðir af fólki sem er með mér í hljómsveitinni minni hérna.“ Kimi, útgefandi Benna, er svo í samstarfi við Morr Music í Þýska- landi upp á að koma plötunni út sem víðast. „Annars er ég alveg hættur að skipta mér af vinnunni í kringum þetta útgáfustúss,“ segir Benni. „Eitt af mörgu sem breyttist við að flytja hingað út er að ég ákvað að einbeita mér að því að vera tónlist- armaður. Það er gaman að standa í útgáfumálum, ef maður hefur brennandi áhuga á þeim og hann hafði ég þegar ég var að byrja í þessu og þá kom ég að öllum þátt- um útgáfunnar sjálfur. Svo dofnaði sá áhugi bara með tímanum.“ Tónlistarleg frelsun Benni segir að það sé tiltölulega stutt síðan hann fór að pæla í plöt- unni. Vinna hafi byrjað í kjölfar tón- listarlegrar frelsunar sem hann varð fyrir eftir að hafa lesið sjálfs- ævisögu Marks E. Smith, leiðtoga The Fall. „Hann talar m.a. um það að hann hafi verið að vinna í einhverri öm- urlegri vinnu í upphafi ferils. Þá hafi hann komist að því að hann gæti skrifað um allt, og það hefur hann nýtt sér í gegnum tíðina. Þessi bók hafði mikil áhrif á mig og eftir þetta fór ég í gegnum mjög gott tímabil, þar sem ég samdi lög sem voru einhvern veginn í laginu, og fjölluðu um eitthvað, stundum var fjallað um tvo mismunandi hluti í sama laginu.“ Benni segist hafa nýtt tækifærið þegar hann flutti af landinu og breytt til á ýmsa lund. „ …og eiginlega á allan hátt. Ég breytti til hvað hljómsveitina varðar t.d. og tónlistin hefur breyst. Ég er t.a.m. búinn að semja lög fyrir heila plötu á íslensku og hún verður tekin upp í sumar. Lögin eru öðruvísi en þau sem ég hef verið að semja, og sama gildir um þessa stuttskífu. Mér hafði t.d. aldrei dottið í hug að spila á allt sjálfur og lögin eru lág- stemmdari, ekki eins mikið af dýna- mískum bombum inni á milli.“ Benni segir að þannig hafi fjöl- margt opnast fyrir honum í Ed- inborg, og þá ekki bara á listasvið- inu. Tónleikaferðalagið hefst svo 24. mars í Dublin og lýkur í Hamborg 18. apríl. Benni heldur tónleika hér á landi á Akureyri 1. apríl og í Reykjavík 3. apríl. Benni svarar í sömu mynt Frjáls Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, býr í Edinborg og lætur vel af dvölinni þar.  Benni Hemm Hemm gefur út nýja plötu og fer í Evróputúr  Tónlistin, og maðurinn sjálfur, hefur tekið stakkaskiptum  Önnur plata til tekin upp í sumar Titillag plötunnar, „Retaliate“, má nú þegar heyra á öldum ljósvak- ans sem og víðsvegar um vefinn, þar á meðal á http://kim- irecords.tumblr.com og www.mys- pace.com/bennihemmhemm. Morgunblaðið/Heiddi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.