Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/ÞÖK Tækni Össur er dæmi um fyrirtæki sem náð hefur árangri í heilsutækni. „HÉR er meiri rekstrarbragur á manni. Samskiptin eru meiri við önnur fyrirtæki á sama sviði en við starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar eins og var á Impru,“ segir Svein- björn Höskuldsson, framkvæmda- stjóri Nox Medical, sem flutti í vetur í frumkvöðlasetrið Kím. Nox Medical varð til við samruna tveggja fyrirtækja fyrrverandi starfsmanna Flögu. Fyrirtækin hafa þróað nýja tegund af svefngreining- artækjum sem sérstaklega eru hugs- uð til nota fyrir börn. Starfsmennirnir fengu aðstöðu í frumkvöðlasetri Nýsköpunarmið- stöðvar og hafa gengið í gegn um allt stuðningskerfi frumkvöðla. Sala á tækinu hófst í Evrópu og Banda- ríkjunum á síðasta ári og gengur vel, að sögn Sveinbjörns. Þeir færðu sig í heilsutæknigarðinn Kím í októ- ber og hafa þar svigrúm til að stækka fyrirtækið. Starfsmenn eru átta. Í KÍM eru ýmis fyrirtæki í sama geira og segir Sveinbjörn að það styrki fyrirtækin. Öll frumkvöðla- fyrirtæki þurfi að leysa sömu vanda- málin og miðlun upplýsinga auð- veldi þeim margt. Mörg dæmi er um það að hátækni- fyrirtæki hafi þanist hratt út og síð- an sprungið með látum. Sveinbjörn segir að mikil óvissa, jafnt tæknileg, markaðsleg og fjárhagsleg, fylgi því að byrja með nýtt fyrirtæki. Þetta sé áhættufjárfesting og visst hlutfall sameinist öðrum, fari úr landi eða leggi upp laupana. „Þeir sem voru innanborðs í þessum fyrirtækjum hafa mikla reynslu og þekkingu. Þegar þeir halda áfram eru meiri líkur á að þeir komist á leiðarenda án þess að hnjóta. Það hlutfall fyr- irtækja sem kemst á legg stendur undir kostnaðinum við öll þau fyr- irtæki sem ekki komast áfram,“ seg- ir Sveinbjörn. Mörg mál leysast með samskiptum milli fyrirtækja 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 FRUMKVÖÐLAR fá aðstöðu og þjónustu til að vinna að hug- myndum sínum í fjölda frum- kvöðlasetra og tæknigarða sem sprottið hefur upp á síðustu árum. Setrin eru á ýmsum stigum eins og sjóðirnir sem aðstoða frumkvöðla við að gera hugmyndir að fyr- irtækjum. Fyrsta verk Þorsteins Inga Sig- fússonar, forstjóra Nýsköp- unarmiðstöðvar, eftir að bankarnir hrundu var að kalla allt starfsfólk stofnunarinnar saman til að óska eftir hugmyndum um það hvernig stofnunin gæti sem best orðið að liði í þeirri stöðu sem upp var kom- in. Unnið hefur verið að fram- kvæmd ýmissa hugmynda sem þá komu fram. Orkutækni og heilbrigðistækni Nýsköpunarmiðstöðin stendur að rekstri fjölda frumkvöðlasetra und- ir nafni Impru. Stofnunin starfar á átta stöðum á landinu. Á tveimur stöðum á landsbyggðinni eru rekin frumkvöðlasetur, það er Fruman á Hornafirði og Eyrin á Ísafirði. Kveikjan er rekin í Hafnarfirði í samstarfi við þrjú sveitarfélög. Þá hefur stofnunin komið að undirbún- ingi frumkvöðlaseturs í Mosfellsbæ, á Hvanneyri og Selfossi. Eftir fall bankanna voru sett upp frumkvöðlasetur í samvinnu við Ís- landsbanka og Landsbankann. Þau hafa nú verið sameinuð undir heit- inu Kvosin í Lækjargötu. Síðastliðið haust var komið upp frum- kvöðlasetri fyrir fyrirtæki í heil- brigðistækni í samvinnu við Há- skóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Summit. Það kallast KÍM – Medical Park. Fyrir var Eld- ey á Ásbrú í Reykjanesbæ á sviði orkutækni. Eldey er rekin í sam- vinnu við Keili. Mörg þúsund handleiðsluviðtöl Þá var starfandi Líftæknihús á Keldnaholti en þar sem Orf – líf- tækni hefur nú flutt í stærra hús- næði er nú verið að leita að nýju fyrirtæki á því sviði. Ekki er nóg að koma upp aðstöðu fyrir frumkvöðlana og fyrirtæki þeirra. Það þarf að vera góð um- gjörð um starfsemina. Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar veita fag- lega aðstoð við að koma hugmynd- unum í framkvæmd og skipulögð er fræðsla af ýmsu tagi. Sigríður Ingv- arsdóttir, framkvæmdastjóri Ný- sköpunarmiðstöðvar, nefnir að veitt séu fimm til sjö þúsund hand- leiðsluviðtöl á ári á Nýsköp- unarmiðstöð. Nýsköpunarmiðstöð hefur sjóði til að veita frumkvöðlum styrki sem og Tækniþróunarsjóður sem starf- ar á vegum Rannís. Nýsköp- unarsjóður getur lagt fram hlutafé í fyrirtæki, til að brúa bilið þar til bankar og fjárfestingarsjóðir taka við. Ráðstöfunarfé Nýsköp- unarsjóðs er farið að minnka vegna þess hversu erfitt er að selja aftur hlutabréf í þeim fyrirtækjum sem hann hefur fjárfest í. Innovit er einkarekið félag sem starfar í almannaþágu, eins og því er lýst af aðstandendum. Innovit var stofnað af nemendum við Há- skóla Íslands árið 2007, sem vildu stofna fyrirtæki, en vissu ekki hvernig ætti að bera sig að. Markmiðið er að aðstoða fólk við að koma góðum hugmyndum í framkvæmd, meðal annars með því að aðstoða við gerð viðskiptaáætl- unar, benda á leiðir til að afla fjár- magns og skoða hvort sækja þurfi um einkaleyfi. Kristján Freyr Kristjánsson er verkefnastjóri Gulleggsins hjá Inn- ovit, en það er frumkvöðlakeppni á vegum setursins. Keppnin er ein þeirra leiða, sem Innovit fer til að styðja við frumkvöðla, en einnig er boðið upp á nýsköpunarverkefni, þar sem háskólanemendur vinna að verkefnum innan fyrirtækja. Þá er Orkuverið svokallaða einn- ig mikilvægur þáttur í starfsem- inni, en þar mætast listamenn og fólk með viðskiptaþekkingu. Fjöldi frumkvöðlasetra og tæknigarða um land allt Fjármögnun Þö rf á fj ár m ag ni Vísinda- rannsóknir Frumstig nýsköpunar Sprota- fyrirtæki Fyrsti vöxtur Vöxtur á markaði Alþjóðavæðing /útrás Tilbúin afurð á markað Fjárfestinga- sjóðirFrumtak Nýsköpunarsjóður TækniþrónuarsjóðurRannsóknar-námssjóður Klak Innovit Impra Sprotafyrirtæki geta sótt þjónustu og fjármögnun ámismunandi þroskastigum H ei m ild :R an ní s Þroski NÝJUM lögum er ætlað að bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja og efla rannsóknar- og þróun- arstarf. Er það gert m.a. með því að veita nýsköp- unarfyrirtækjum rétt til skattafrádráttar vegna kostn- aðar við nýsköpunarverkefni og hins vegar með því að hvetja til fjárfestingar í slíkum fyrirtækjum með skat- taívilnunum. Frádráttarbær nýsköpunarkostnaður þarf að vera að minnsta kosti 20 milljónir króna og ekki meiri en 50 milljónir, samkvæmt frumvarpinu, og munu þá fyr- irtækin fá 15 prósent af þessum kostnaði dregin frá skatti. Fari svo að reiknaður tekjuskattur fyrirtækis sé lægri en sem nemur frádrættinum munu þau fá mis- muninn greiddan sem styrk frá ríkinu. Fjárfestingar í hlutabréfum nýsköpunarfyrirtækja má telja fram til frádráttar á skatti. Hámark fyrir ein- staklinga er 300.000 krónur á ári og 600.000 krónur fyrir hjón. Í tilviki fyrirtækja er fjárfesting fyrir allt að 15 milljónir króna frádráttarbær. Um nýtt hlutafé verður þó að vera að ræða. Ætlað að efla fjárfestingu og styðja við rannsóknir www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Greiðendur námslána athugið! Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur ákveðið að hætta að senda út greiðsluseðla. Jafnframt verður hætt að senda tilkynningu um skuldfærslu til þeirra greiðenda sem beingreiða afborganir námslána. Þessi breyting tekur gildi frá og með afborgun með gjalddaga 1. mars 2010. Allar kröfur birtast í heimabönkum. Nánari upplýsingar um hverja af- borgun geta lántakendur séð á ,,Mínu svæði” LÍN. Tengimöguleikar inn á ,,Mitt svæði’’ eru frá íslenskum netbönkum og frá þjónustuvef RSK. Greiðendur sem óska samt sem áður eftir að fá senda greiðsluseðla, geta merkt við hnappinn ,,Fá senda greiðsluseðla’’ inni á ,,Mínu svæði’’ eða sent tölvupóst þar um á lin@lin.is. Þeir sem velja þessa leið og eru að greiða af R- eða G-láni þurfa að greiða sérstakt seðilgjald sem er 350 kr. Sjá einnig upplýsingar á lin.is. Lánasjóður íslenskra námsmanna Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı Þjónustuver 411 1111 Einbýlishúsið að Einimel 19 er laust til leigu. Húsið er hæð, kjallari og ris, ásamt tvöföldum bílskúr með rislofti. Húsið er 191,0 m2 og bílskúrinn 67,6 m2 samkvæmt Fasteignaskrá. Húsið er laust. Áhugasömum er bent á vefslóðina www.reykjavik.is/fer og netfangið olafur.i.halldorsson@reykjavik.is Til leigu Einbýlishús til leigu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.