Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Ísfirðingar og aðrir Vestfirðingar hafa síðustu daga fagnað hækkandi sól, er hún sést aftur rísa yfir fjallsbrúnirnar. Þannig hélt Ísfirðinga- félagið í Reykjavík sitt árlega Sólarkaffi í gær- kvöldi. Þessar ungu dömur á Ísafirði tóku for- skot á sæluna í vikunni er þær snæddu nestið sitt á Ráðhústorginu í blíðviðrinu. Súkkulaðisnúður og svaladrykkur minnir okkur að mörgu leyti á að það styttist í sumar og sól með degi hverjum. Vestfirðingar og aðrir landsmenn fagna hækkandi vetrarsól Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólarkaffi með súkkulaðisnúð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞEIR vildu fá að vita hvers vegna við erum svo áhugasöm um að fá fé okkar til baka. Ég mun útskýra það fyrir þeim, enn einu sinni. Allir eru að leita að lausn. Ef til vill hafa Íslend- ingarnir eina í bakhöndinni,“ sagði Wouter Bos, fjármálaráðherra Hol- lands, og vísaði til fulltrúa Íslands í aðdraganda fundarins með Paul Myn- ers, bankamálaráðherra Bretlands, og formönnum þriggja íslenskra stjórnmálaflokka í Haag í gær. Fundað var í hollenska fjármála- ráðuneytinu og hvikaði Bos þar ekki frá þeirri kröfu hollenskra stjórn- valda að Ísland greiði 1,3 milljarða evra lán vegna Icesave að fullu. Leyndarhjúpur yfir viðræðum Mikil leynd hvíldi yfir fundinum og herma heimildarmenn Morgunblaðs- ins á hollenskum dagblöðum að þar viti menn lítið meira um efni viðræðn- anna en fram hefur komið í stuttum viðtölum við ráðherrann. Fundinn sátu fyrir Íslands hönd þeir Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, ásamt fulltrúa Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var um upplýsingafund en ekki samninga- fund að ræða, þar sem samningsað- ilar skiptust á skoðunum en könnuðu ekki af- stöðu til einstakra samningsmark- miða, á borð við vaxtakjör af Ice- save-láninu, en heimildir blaðsins höfðu áður hermt að áhersla yrði lögð á vaxtastigið. Litlar væntingar Hollendinga David Bremmer, blaðamaður hjá Algemeen Dagblad, ræddi við fulltrúa hollenskra stjórnvalda fyrir fundinn og var það tilfinning hans að vænting- arnar væru ekki miklar. Frá sjónar- hóli hollenskra stjórnvalda væri til- gangurinn fyrst og fremst að fá skýrslu um stöðuna á Íslandi. Frekari fundarhöld hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum blaðsins er litið svo á að Bretar séu ráðandi um framvindu málsins af hálfu ríkjanna tveggja. Þá herma heimildir blaðsins að Hollendingar reikni ekki með því að málið fari fyrir dómstóla en sá mögu- leiki hefur verið reifaður með laga- legum rökum af íslenskum lögspek- ingum undanfarið. Áhersla hollenskra fréttavefsíðna á málið síðdegis í gær vitnar um hversu miklu smærra mál það er í hol- lenskum stjórnmálum en íslenskum en samgöngumál í Amsterdam og hugsanleg skattlagning á efnafólk þóttu þá meira fréttaefni. Halda fast í greiðslukröfuna Fjármálaráðherra Hollands krefst fullrar endurgreiðslu af Icesave-láninu af Íslands hálfu Bresk stjórnvöld talin leiða framvinduna af hálfu ríkjanna tveggja Litlar væntingar hollenskra stjórnvalda Mikil leynd hvílir yfir fundi full- trúa Íslands, Bretlands og Hollands um Icesave-málið í hollenska fjármálaráðuneytinu í Haag í gær. Vilji Hollands til eftir- gjafar sýnist takmarkaður. Steingrímur J. Sigfússon Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson TOYOTA í Evrópu hefur ákveðið að innkalla átta teg- undir bifreiða vegna vandamála í eldsneytisgjöf. Áætl- að er að innkalla þurfi fimm þúsund Toyota-bifreiðar hér á landi vegna þessa, en í Evrópu allri er talið að inn- kalla þurfi 1,8 milljónir bifreiða. Vandamálið stafar af sliti í eldsneytisgjöf, sem við ákveðnar aðstæður getur orðið til þess að bensíngjöfin lyftist hægar til baka eftir að stigið hefur verið á hana eða festist jafnvel niðri. Í fréttatilkynningu frá Toyota á Íslandi segir að fyr- irtækið muni gera allt sem í valdi þess stendur til að „hefja þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem félagar okkar hjá Toyota í Evrópu hafa boðað sem allra fyrst“. Í Evr- ópu hafa verið tilkynnt 26 tilvik umrædds vandamáls, segir í tilkynningunni, en ekki hafi borist neinar fregnir af slysum af þessum sökum. Hér til hliðar má sjá hvaða tegundir um ræðir og hvenær þær voru framleiddar, en samkvæmt tilkynn- ingunni hefur vandamálið ekki komið upp í öðrum gerð- um Toyota né í Lexus-bifreiðum. Haft verður samband við eigendur umræddra bifreiða og þeir beðnir um að koma með bílinn til viðurkennds þjónustuaðila Toyota, sér að kostnaðarlausu. hlynurorri@mbl.is Innkalla þarf þúsundir Toyota-bíla hér á landi LÖGREGLAN í Borgarfirði og Dölum hefur upplýst innbrot í sjö sumarbústaði í Borgarfirði. Við rannsókn málsins féll grunur á tvo einstaklinga og í samvinnu við lögregluna á Snæ- fellsnesi voru þeir handteknir í Ólafsvík síðdegis á fimmtudag. Lög- reglan gerði húsleit á tveimur stöð- um í Ólafsvík og gerði þýfi upptækt. Tvímenningarnir voru yfirheyrðir af lögreglunni í Borgarnesi í gær. Auk þjófnaðar á sjónvarpstækjum, flatskjám, uppþvottavélum og fleiru eru mennirnir grunaðir um að hafa stolið vélsleða á kerru í Borgarnesi. Þýfið er að mestu komið í leitirnar að sögn lögreglu. Brotist inn í sjö sumarbústaði í Borgarfirði FÓLKSBÍLL fór út af Siglufjarðar- vegi við bæinn Hlíðarenda í Ós- landshlíð í Skagafirði um hálftíu- leytið í gærkvöldi. Ökumaður, sem var einn í bíln- um, var með meðvitund þegar að var komið en slasaður. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er bíllinn mikið skemmdur eftir óhappið. Slasaðist í bílveltu í Óslandshlíð F É L A G Í S L E N S K R A B Ó K A Ú T G E F E N D A BÓKAMARKAÐUR 2010 Árlegur Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður Í Perlunni 19. febrúar til 7. mars næstkomandi. Útgefendur sem vilja bjóða bækur sínar á markaðinum er bent á að hafa samband við Félag íslenskra bókaútgefenda sem fyrst, eða eigi síðar en 5. febrúar nk., í síma 511 8020 eða á netfangið baekur@simnet.is Aðeins verður tekið á móti bókum sem komu út 2008 eða fyrr.  AYGO, febrúar 2005 til ágúst 2009  iQ, nóvember 2008 til nóvember 2009  Yaris, nóvember 2005 til nóvember 2009  Auris, október 2006 til 5. janúar 2010  Corolla, október 2006 til desember 2009  Verso, febrúar 2009 til 5. janúar 2010  Avensis, nóvember 2008 til desember 2009  RAV4, nóvember 2005 til nóvember 2009 Tegundir og framleiðslutími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.