Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.01.2010, Blaðsíða 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 2010 ✝ Hólmfríður Jóns-dóttir, húsmóðir á Sveinseyri í Tálkna- firði, fæddist á Bíldu- dal 3. febrúar 1911. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Patreksfirði hinn 19. janúar sl. For- eldrar Hólmfríðar voru Halldóra Magn- úsdóttir, húsmóðir, f. 4. okt. 1869 á Kvígind- isfelli í Tálknafirði, d. 17. apríl 1937, og Níels Jón Sigurðsson, f. 9. júní 1859 á Hofs- stöðum í Gufudalssveit, lengst af verkstjóri hjá P.J. Thorsteinsson á Bíldudal, d. 4. mars, 1921. Systkini Hólmfríðar voru: Hermann, f. 1891, d. 1974, Árni, f. 1893, d. 1917, Helga, f. 1894, d. 1895, Magnús, f. 1900, d. 1901, Lilja, f. 1901, d. 1998, Hildur, f. 1903, d. 1987, Vilborg, f. 1908, d. 1997, Magga, f. 1909, d. 1911 og Sig- urður, f. 1912, d. 1990. Hólmfríður giftist Bjarna Péturs- syni 28.10. 1933, sjómanni á Bíldudal, f. 27.1. 1909. Hann drukknaði með v/b Þormóði 18. febrúar 1943. Börn þeirra: 1) Halldóra Bjarnadóttir, f. fyrri maki Helmer Kaarup Bek, f. 29.8. 1941, d. 7.7. 2007. Þeirra börn a) Hanna Bek, f. 1967, maki Miro Barbu, f. 1966, þau eiga eina dóttur. b) Jón Kaarup Bek, f. 1969, maki Helga Karlsdóttir, f. 1968, þau eiga þrjá syni. Síðari maki Birnu er Hann- es Bjarnason, f. 17.6. 1946. Synir þeirra: a) Bjarni Elvar, f. 1979, maki Klara Berglind Hjálmarsdóttir, f. 1979, þau eiga þrjár dætur. b) Finnur Bogi, f. 1981, maki Berglind Ósk Þor- mar, f. 1980. Hólmfríður óst upp á Bíldudal og bjó þar til 1946 er hún fluttist að Sveinseyri í Tálknafirði. Á yngri ár- um var hún í Reykjavík í „vist“, eins og algengt var. Það segir hún hafa verið sinn húsmæðraskóla. Á Bíldu- dal vann hún m.a. við saltfiskverkun á „reitunum“ eins og það var kallað og við rækjuvinnslu. Á Sveinseyri stóð hún fyrir búi ásamt manni sín- um, Jóni Guðmundssyni, sem lést 1994. Heimilið var oft mannmargt, einkum á sumrin þegar sumarbörn bættust við ásamt því að mjög gest- kvæmt var jafnan á Sveinseyri. Hún var einn af stofnendum kvenfélagsins Hörpu og heiðursfélagi þess til dauðadags. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Stóra-Laugardalskirkju í dag, laug- ardaginn 30. janúar 2010, og hefst at- höfnin kl. 14. 16.6. 1935, maki Magn- ús Guðmundsson, f. 23.5. 1931. Þeirra börn: a) Lilja, f. 1960. b) Hugrún, f. 1961, maki Salvar Ólafur Baldursson, f. 1960, þeirra börn: Snorri, f. 1981, maki Dagný Sverrisdóttir, f. 1983, þau eiga þrjú börn. Magnús, f. 1982, hann á einn son. Bjarni, f. 1988. Sigríður f. 1996. c) Bjarni, f. 1964, maki Sigrún Ólafsdóttir, f. 1965, þau eiga þrjú börn. d) Að- alsteinn, f. 1966, maki Jóna Valdís Guðjónsdóttir, f. 1973, þau eiga fjórar dætur. 2) Pétur Bjarnason, f. 12.6. 1941, maki Greta Jónsdóttir, f. 3.1. 1942. Þeirra börn: a) Lára Þuríður, f. 1968, maki Burkni Aðalsteinsson, f. 1966, Lára á tvo syni. b) Bjarni, f. 1969, maki Sólveig Sigurðardóttir, f. 1973, þau eiga þrjú börn. Síðari maður Hólmfríðar var Jón Guðmundsson, smiður og bóndi á Sveinseyri í Tálknafirði. Þau giftust 27.8. 1946. Dóttir þeirra er Guðríður Birna Jónsdóttir, f. 3. janúar 1949, Okkur langar að minnast hennar ömmu okkar, Hólmfríðar Jónsdóttur, með örfáum orðum. Fáir hafa haft meiri áhrif á líf okkar, sérstaklega strákana okkar en þeir áttu allir sín fyrstu ár á neðri hæðinni á Sveins- eyri. Við hófum okkar búskap vorið 1989 á neðri hæðinni á Sveinseyri kornung, rúmlega tvítug, og án nokk- urrar kunnáttu í heimilishaldi en þar hafði amma mikil áhrif enda var ekki komið að tómum kofunum hjá hús- móðurinni á Sveinseyri í bakstri og matseld. Fyrstu árin okkar á Sveins- eyri var afi líka á lífi en hann féll frá 1994. Okkur eru sérstaklega minnis- stæðar þær stundir sem við áttum saman á jólum en hefð skapaðist fyrir því að borða alltaf saman á neðri hæð- inni á aðfangadagskvöld. Fyrir þess- ar stundir erum við afar þakklát. Eins og allir vita sem komið hafa á Sveins- eyri er innangengt milli hæða og voru strákarnir okkar duglegir að fara milli hæða, sérstaklega á matmáls- tímum í leit að besta matnum og kök- unum. Þeir áttu margar góðar stund- ir með langömmu sinni eða ömmu uppi eins og þeir kölluðu hana, oft var spilað inni í litla herbergi eða leikið með bíla í stofunni en þeir geymdu nokkra bíla uppi hjá ömmu. Spenn- andi þótti þeim að fá krummabita með miklu smjöri þegar hún var að baka hveitikökur. Amma var mikil hannyrðamann- eskja og gerði allt listavel og með dugnaði sem hún tók sér fyrir hend- ur. Henni er best lýst með þeim fyr- irmælum sem hún gaf um að ekki mætti flytja henni lofræðu þegar hún væri öll en það er lýsandi fyrir lítillæti hennar. Amma náði háum aldri og henni varð tíðrætt á síðustu árum um hve lánsöm hún var með sitt fólk en henni tókst að búa á Sveinseyri nán- ast óslitið með aðstoð sinna nánustu og þá sérstaklega mömmu sem flutti á Sveinseyri árið 2000 og hugsaði ein- staklega vel um hana. Við vorum svo lánsöm að ná að hitta hana helgina áð- ur en hún kvaddi en það þótti okkur sérstaklega vænt um enda var langt síðan við höfðum farið vestur. Okkur er þakklæti efst í huga þegar við hugsum til ömmu en þau 11 ár sem við áttum á Sveinseyri eru okkur öll- um sérstaklega dýrmæt og gleymast aldrei. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgrímsson.) Jón, Helga, Guðmundur, Karl og Guðjón. Elsku amma mín, Á þessum tímamótum er efst í huga mér mikið þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið af þér í gegnum tíðina og þau forréttindi að fá að hafa þig með okkur í svona langan tíma. Upp úr standa óteljandi stundir sem við höfum spjallað saman inni í litla herbergi, ýmist um daginn og veginn eða gömlu tímana, fjölskylduna og svo margt fleira. Ég hef alla tíð dáðst að þér, áhuga þínum á afdrifum fjölskyldu og vina, minni þínu á gömlu tímunum, húm- ornum og ekki síst eldmóði þínum og dugnaði við allt sem þú tókst þér fyrir hendur innan sem utan heimilisins. Betri fyrirmynd var ekki hægt að hugsa sér og þú ert mér mikil hvatn- ing inn í framtíðina. Ég vona að mér hafi áskotnast eitthvað af þeim fjöl- mörgu góðu kostum sem einkenndu þig, svo sem viljastyrkurinn, dugnað- urinn, metnaðurinn, æðruleysið, hlýj- an og umhyggjan fyrir öðrum. Mér eru sérstaklega minnisstæðar allar samræður okkar um gömlu tím- ana á Bíldudal. Þú varst svo svaka- lega mikill Bílddælingur og fyrir okk- ur bræðurna sem ólumst upp á Bíldudal var ómetanlegt að geta alltaf flett upp í þér. Þú vissir allt sem mann langaði að vita og hafðir svo gaman af að segja frá. Maður hreifst með þér þegar þú sagðir sögurnar á bak við öll gömlu húsin, hverjir bjuggu hvar, Thorsteinsson-tímana, ferðalögin inn í Norðfjörð, dansleikina upp í Selár- dal og önnur ævintýri sem drifu á þína daga. Þú lést ekki þar við sitja heldur vissir þú upp á hár söguna á bak við forfeður hans afa og hvernig fjölskyldan eignaðist Sveinseyrina. Þessar sögur munu lifa með mér allt mitt líf og ég er viss um að þær muni verða hluti af svo miklu stærra sam- hengi þegar fram líða stundir. Þú hef- ur gert mig svo stoltan af uppruna mínum. Nú er það okkar hlutverk að miðla þessum minningum til næstu kynslóða. Þetta eru sönn menningar- verðmæti sem þú skilur eftir þig. Það þú fylgdist alltaf svo vel með öllu sem var í gangi meðal fjölskyldu og vina sýnir fyrst og fremst þá um- hyggju sem þú barst fyrir þeim sem stóðu þér næst. Hafðir endalausan áhuga á því sem allir voru að gera og varst alltaf svo ákveðin í að láta öllum í kringum þig líða vel. Kaffitímarnir uppi á Sveinseyri eru gott dæmi um það og munu seint gleymast. Eljan og metnaðurinn við að hafa hvern kaffitíma eins og meðal fermingarveislu var ótrúlegur. Ég man sérstaklega vel þá daga þegar við vorum að vinna niðri í Odda, hvernig tilhlökkunin um að koma heim í kaffi til þín hélt manni gang- andi heilu og hálfu dagana. Elsku amma mín, það verður skrít- ið að koma heim á Sveinseyri nú þeg- ar þú ert farin en ég mun ávallt hugsa til þín með þakklæti og bros á vör fyr- ir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman. Finnur Bogi. Í dag kveðjum við kjarnakonuna Hólmfríði Jónsdóttur, eða Hófí ömmu, eins og hún var ætíð kölluð. Það var fastur punktur á vorin þeg- ar búið var að moka heiðar að skreppa til ömmu á Sveinseyri, hún var ótrúlega eljusöm og mikill dugn- aðarforkur, bakaði allt með kaffinu og voru yfirleitt 17 sortir á hennar borð- um. Annað fannst henni ekki boðlegt gestum. Mikið eigum við eftir að sakna hennar og það verður skrýtið að koma á Sveinseyri þegar Hófí er ekki þar. En svona er gangur lífsins, tæp 99 ár er löng ævi og var amma orðin þreytt síðustu árin. Við héldum þó alltaf að hún næði 100 árunum, en hún bað nú ekki um það og sagðist vona að Guð gæfi að hún yrði ekki svo gömul. Þegar Hófí var flutt á sjúkrahús Patreksfjarðar hafði hún á orði að nú væri komið nóg, hún lést þar eftir nokkurra daga legu. Við vitum því að amma fór sátt úr þessum heimi, hún var orðin södd líf- daga. Hún hélt þó sinni reisn alveg þar til síðustu dagana, bjó heima á Sveins- eyri með hjálp dætra sinna og hún Hófí var sko með allt á hreinu og mundi afmælisdaga allra afkomenda sinna. Hún gleymdi aldrei neinum og sendi alltaf afmælisgjafir og jólagjaf- ir, meira að segja núna um jólin. Við fjölskyldan eigum alltaf eftir að minnast elskulegrar og hlýrrar konu sem var okkur svo mikils virði. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hvíl í friði elsku amma og langamma. Bjarni, Sólveig, Kristín Greta, Pétur og Guðný Ása. Við fréttir af andláti Hólmfríðar Jónsdóttur leitar hugurinn aftur til bernskuára okkar á Bíldudal. Hóffý, eins og hún var ávallt kölluð, hafði komið inn í fjölskylduna í Svalborg þegar hún og Bjarni móðurbróðir okkar gengu í hjónaband. Nokkrum árum síðar eða í febrúar 1943 varð sá hörmulegi atburður að Ms. Þormóður fórst og enginn komst lífs af. Bjarni var ásamt Birni bróður sínum og Karli föðurbróður okkar í hópi þeirra fjölmörgu Bílddælinga sem fórust með skipinu. Stóð Hóffý þá uppi ekkja með tvö ung börn, Halldóru og Pétur. Við getum vart gert okkur í hugarlund hvílíkt ógnarhögg þetta var fyrir lítið samfélag en þegar við lítum til baka getum við ekki annað en dáðst að því hvernig þeim, sem eftir lifðu, tókst að takast á við sorgina og bera með sér glaðværð og lífsgleði til afkomenda sinna, þrátt fyrir þetta mikla áfall. Þegar við systkinin förum að muna eftir okkur bjó Hóffý rausnarbúi á Sveinseyri með Jóni sínum og börn- unum þremur en Birna hafði þá bæst í hópinn. Öll sumur voru þar börn í sumardvöl og Gyða, sem var svo lán- söm að fá að dvelja hjá þeim sex sum- ur, naut þar hlýju og góðs atlætis þeirra hjóna og Guðríðar, móður Jóns, sem bjó á neðri hæðinni. Gyða minnist þess hve Hóffý var einstak- lega skipulögð húsmóðir. Hún man bökunardagana, ilminn af nýbökuðum kökunum í röðum í búrinu, Hóffý að sjóða niður matvæli, þvottadagana, berjatímann og heyskapinn. Allt var þetta skipulagt í þaula og öllu kom hún í verk áreynslulaust að því er virt- ist, létt á fæti og létt í lund. Engin sundlaug var á Bíldudal og þegar við systkinin þurftum að sækja sund- kennslu til Tálknafjarðar var gott að eiga góða að og fá að dvelja hjá Hóffý og Jóni á meðan á námskeiðinu stóð. Minnisstæðar eru heimsóknir til Hóffýjar á þeim tíma þegar bílferð yf- ir Hálfdán var enn langferð. Fram í hugann koma myndir úr eldhúsinu á Sveinseyri. Þar var glatt á hjalla þeg- ar þær systur, Fríða, móðir okkar, og Stína frænka, hittu mágkonu sína. Allar voru þær hláturmildar og áttu auðvelt með að sjá spaugilegu hlið- arnar á lífinu og dillandi hlátur þeirra ómar enn í huga okkar. Að leiðarlok- um minnumst við Hóffýjar með þakk- læti og virðingu, gleði og hlýju. Við sendum aðstandendum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur, Sigríður, Gyða og Valgerður Brynjólfsbörn. Á kveðjustund leita minningarnar fram í hugann. Það var gæfa mín að fá að kynnast Hóffí á Sveinseyri eins og hún var alltaf nefnd og fá að vera eitt af sumarbörnunum hennar og Jóns og síðan vinkona þegar árin liðu. Í æsku- minningunni er alltaf sól á Sveinseyri í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þar sem gleði og glaðværð réð ríkjum. Nú er síðasti hlekkurinn farinn í þeirri keðju kynslóðar sem hafði hvað mest mótandi áhrif á mig og lífssýn mína. Hóffí var mín fyrirmynd, hún var sterk kona bæði á sál og líkama, hún var kletturinn sem alltaf stóð og alltaf var hægt að leita til. Hún mynd- aði sér fastar og ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var gædd þessu íslenska æðruleysi sem ein- kenndi þá kynslóð sem mundi tímana tvenna, að gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hóffí var gædd ríkri frásagnargáfu og minnið var einstakt. Það var fastur punktur á hverju sumri að fara í gegn- um myndaalbúmin, hverfa aftur í tím- ann og hlýða á frásagnir af uppvaxt- arárunum og lífinu á Bíldudal og svo síðar frá búskaparárunum í Tálkna- firði. Hóffí útskýrði hverja mynd af þvílíkri list að sagan rann ljóslifandi framhjá eins og í kvikmynd enda per- sónurnar glæsilegar rétt eins og kvik- myndaleikarar. Hóffi munaði ekki um að taka á móti fjölda gesta af sínum alkunna rausnarskap, snara fram dýrindis krásum á augabragði og gera þar með stundina ógleymanlega. Ræða mál- efni líðandi stundar og fá kærkomnar fréttir af vinum og vandamönnum. Hún fylgdist vel með öllum fram á síðasta dag þótt bæði sjón og heyrn væri farin að gefa sig. Hóffi var víkingur í vinnu á meðan kraftar leyfðu og féll aldrei verk úr hendi, listakona í höndunum og ófáir eru þeir dúkarnir og önnur handverk sem eftir hana liggja. Síðast í sumar sýndi hún mér ýmislegt sem hún hafði gert, ung kona. Þvílík listaverk og óskiljanlegt hvernig hægt var að hafa tíma fyrir allt þetta með annarri vinnu. Ég og mitt fólk á Hóffí margt að þakka. Fólkið mitt var hennar og hún bar sömu umhyggjuna fyrir okkur og sínu eigin fólki. Jólaboðin og súkku- laðið eftir messu á aðfangadagskvöld er okkur öllum ógleymanlegt og rifj- uðum við það upp nú síðast um jólin að ógleymdum öllum endurfundunum eftir að við fluttum suður og ljúfu stundunum. Dvölin á Sveinseyri var mér góður skóli, það má segja að Sveinseyri hafi verið minn húsmæðraskóli því Hóffí var óþreytandi við að kenna okkur krökkunum að sauma út og baka og uppskriftirnar hennar Hóffíar eru gulls ígildi. Hún mat hinar fornu ís- lensku dyggðir: Iðjusemi, nægjusemi og nýtni og var iðin við að innprenta ungviðinu þær. Hún veitti mér hvatningu og styrk þegar á þurfti að halda. Fyrir allt þetta og miklu meira er ég afar þakk- lát. Ég kveð með söknuði góða vin- konu og konu sem reynst hefur mér sem besta móðir frá fyrstu kynnum. Blessuð sé minning Hóffíar á Sveins- eyri. Sigríður María Pétursdóttir og fjölskylda. Elsku Hófi mín. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hjartans þakkir fyrir allar góðu móttökurnar í gegnum árin. Guð blessi minningu þína. Guðríður M. Guðmundsdóttir. Við lifum á tímum þar sem breyt- ingar eru hraðar. Við sem nú erum til höfum líklega séð meiri breytingar á umhverfi okkar en flestar aðrar kyn- slóðir. Ekkert er eins og það var fyrir tuttugu eða þrjátíu árum. Þessar breytingar reyna mjög á okkur, ekk- ert fær að vera í friði nema í skamma stund og það er þreytandi til lengdar að þurfa alltaf að vera að laga sig að nýjum aðstæðum. Þess vegna er allt- af gott að koma inn í umhverfi sem virðist vera óbreytanlegt, umhverfi þar sem tíminn stendur í stað. Þannig var umhverfið hjá Hólm- fríði á Eyri sem nú er fallin frá, rétt tæplega níutíu og níu ára að aldri. Það eru ekki nema þrjár vikur síðan ég heimsótti hana í síðasta sinn og rabb- aði við hana góða stund, við skiptumst á fréttum úr okkar nánasta umhverfi og ræddum um veðrið, hvernig það var í gær og hvernig það yrði á morg- un og hvernig það var í útlöndum. Þetta var afskaplega góð stund, allt nákvæmlega eins og það átti að vera og eins og það hafði alltaf verið. Ég var búinn að þekkja Hólmfríði í hartnær sextíu ár, allt frá því að ég sótti til hennar mjólk á hverjum morgni hér áður fyrr. Ég kom þá til hennar í eldhúsið með beyglaðan mjólkurbrúsa, loklausan, en plast- dúkur bundin yfir opið Að koma til hennar var eins og að ganga inn í ei- lífðina þar sem maður var alveg öruggur. Sama góða viðmótið í sama góða eldhúsinu, sömu kökurnar og sama kaffið. Svo óhagganleg var hún sjálf í allri sinni veru að þó að hún væri orðin talsvert heyrnardauf og sjóndöpur síðustu árin hafði það sáralítil áhrif á hana. Hún fylgdist með öllu sem gerðist í kringum hana eins og hún hafði alltaf gert og gat miðlað af þekkingu sinni og reynslu. Og kaffið lagaði hún eins og hún hafði alltaf gert, þar breytti þverrandi sjónin engu. Þessar heimsóknir voru mér af- skaplega kærar og í raun alveg nauð- synlegur partur af tilveru minni þarna fyrir vestan öll þessi ár. Þær minntu mann á að enn eru til nokkrir fastir punktar til að halda sér í þrátt fyrir allt. Það var einhvern veginn svo sjálfsagt að hún væri þarna alltaf, að það eru ekki nema þrjú eða fjögur ár síðan ég áttaði mig á því að sá dagur kæmi að hún yrði ekki lengur hér. Og nú er sá dagur kominn. Tálkna- fjörður verður ekki sá sami aftur, a.m.k. ekki í mínum huga, en lítið er annað að gera en að láta sem ekkert sé og halda lífinu áfram. Með þakk- læti í huga kveð ég Hólmfríði á Eyri og sendi afkomendum hennar hlýjar hugsanir á þessari stundu. Hallgrímur Magnússon. Hólmfríður Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Hólm- fríði Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.